Fræðsluráð

22. september 2021 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 474

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2109363 – Umsókn um aðgang að frístundastyrk

      Afgreiðsla ÍTH um aðgang að frístundastyrk tekin fyrir.

      Fræðsluráð samþykkir erindi Fríkirkjunnar um aðgang að frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.

    • 2109418 – Kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum skýrsla starfshóps

      Lögð fram skýrsla starfshóps um markvissa kennslu um kynheilbrigði og ofbeldisvarnir í grunn- og framhaldsskólum. Ennfremur lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðherra til skóla- og hagsmunaaðila, dags. 7. september 2021.

      Bókun foreldraráðs grunnskólabarna í Hafnarfirði;
      Foreldraráð fagnar þeirri gífurlegu vitundarvakningu sem hefur orðið undanfarin misseri varðandi kynfræðslu í grunnskólum. Kynfræðsla hefur mikið forvarnargildi og sé tekið mið af umræðu og atburðum síðustu vikna er ljóst að þörfin sé mikil. Foreldraráð bindur vonir við að Hafnarfjarðarbær skoða ítarlega þær tillögur sem forvarnarhópurinn leggur fram og sjá til þess að sú mikla vinna sem hópurinn hefur lagt til verkefnisins sé ekki til einskis.

      Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
      Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

      Fræðsluráð vísar bókun foreldraráðs Hafnarfjarðar til vinnu við fjárhagsáætlun 2022.

    • 2107275 – Samfés, húsnæði, SamfésPlús, þekkingarmiðstöð ungs fólks

      Lagt fram erindi frá Samfés varðandi framtíðarhúsnæði fyrir samtökin og starfsemi SamfésPlús sem bæjarráð vísaði til umsagnar hjá mennta- og lýðheilsusviði og inn í vinnu stýrihóps um Menntasetrið við Lækinn.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindi Samfés og ítrekar bókun bæjarráðs um að vísa erindinu inn í vinnu stýrihóps um Menntasetrið við Lækinn, sviðsstjóra falið að fylgja því eftir.

    • 2103118 – Skóladagatöl 2021-2022 leikskólar

      Lagt fram bréf frá leikskólastjóra Hamravalla um breytingu á skipulagsdögum ásamt samþykkt foreldraráðs.

      Samþykkt.

    • 2109586 – Hjólagrindur við leik- og grunnskóla

      Fræðsluráð samþykkir að gerð verði úttekt og skoðuð þörf á hjólastæðum við leik- og grunnskóla og óskar jafnframt eftir því að kannaðir verði möguleikar á hlaupahjólastöndum við leik- og grunnskóla. Samþykktinni er vísar til umhverfis- og skipulagssviðs.

Ábendingagátt