Fræðsluráð

20. október 2021 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 477

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Klara Guðrún Guðmundsdóttir varamaður
 • Karólína Helga Símonardóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 2103146 – Starfsfólk í leikskólum, aukið álag

   5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.október sl.
   Lagt fram bréf frá verkalýðsfélaginu Hlíf.

   Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar og til umræðu í fræðsluráði.

   Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

   Fulltrúi Samfylkingarinnar undrast að kjörnir fulltrúar hafi ekki verið upplýstir um samtöl milli bæjarstjóra og Verkalýðsfélagsins Hlífar vegna ástands á leikskólum bæjarins. Á sama tíma hafa fyrirspurnir frá fulltrúa Samfylkingarinnar í fræðsluráði varðandi mönnun á leikskólum ekki verið settar á dagskrá og í raun verið ósvarað síðan í maí sl., þrátt fyrir nokkrar ítrekanir.
   Í erindi Verkalýðsfélagsins Hlífar kemur fram að illa gangi að manna skólana, veikindi séu algeng og mörg dæmi séu um að starfsfólk sem hafi starfað árum saman í leikskólum hjá Hafnarfjarðarbæ hafi sagt upp störfum og ráðið sig í sambærileg störf hjá öðrum sveitarfélögum.
   Í erindinu er bent að mögulegar skýringar séu m.a. óhagstæður samanburður kjara við nágrannasveitarfélögin og vaxandi álag vegna undirmönnunar. Óskað er eftir minnisblaði þar sem þessi atriði eru dregin saman.
   Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir þær áhyggjur sem birtast í erindinu og hvetur til þess að allra leiða verði leitað til að finna lausir, með hagsmuni leikskólastarfs að leiðarljósi.

   Meirihluti fræðsluráðs tekur undir bókun meirihluta bæjarstjórnar á síðasta fundi bæjarstjórnar en þar segir meðal annars: Í haust voru um 350 ný börn innrituð í leikskólana og voru þeir á þeim tímapunkti flestir fullmannaðir miðað þann fjölda. Vegna ófyrirséðra veikinda starfsmanna á nokkrum leikskólum hafa foreldrar í nokkrum tilvikum verið beðnir um að sækja börn sín fyrr en ella. Slíkt er aðeins gert í neyð og er unnið að því að tryggja afleysingu meðan á veikindum stendur svo ekki þurfi að koma til skerðingar á þjónustu við börn og foreldra. Undanfarin ár hefur það verið ein helsta áskorun leikskóla í landinu öllu að fá fólk til starfa svo hægt sé að halda úti fullri þjónustu. Sem betur fer hefur staðan í Hafnarfirði verið með betra móti á síðastliðnum árum, ekki síst í samanburði við sum nágrannasveitarfélög. En nú í haust hafa það einkum verið ófyrirséð veikindi sem hafa sett strik í reikninginn á sama tíma og verið er að koma á styttingu vinnuvikunnar. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa því nú í haust staðið frammi fyrir sama vanda.
   Við þetta vill meirihluti fræðsluráðs bæta að ekki sé allskostar rétt farið með í bréfi frá verkalýðsfélagi Hlífar að illa hafi gengið að manna stöður nú í haust. Rétt er að halda því til haga að öll störf voru vel mönnuð miðað við þann fjölda barna sem innrituð voru nú í haust eins og fram kemur í bókun meirihluta bæjarstjórnar. Vert er að benda á að Hafnarfjörður er ekki eina sveitarfélagið sem á í vanda með að ná til fagfólks og má þar benda á vanda nágrannasveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem öll hafa þurft að senda börn heim vegna fáliðunar, sum vegna ófyrirséðra veikinda en önnur vegna manneklu við innritun líkt og eins og Reykjavíkurborg sem ekki náði að fullmanna leikskóla sína í haust. Meirihluti fræðsluráðs er full meðvitaður um stöðu mála og mun vinna í því að bæta hag bæði starfsfólks og barna enn frekar. Þá vill meirihluti fræðsluráðs vekja athygli á því að af þeim 581 starfsmönnum sem starfa í leikskólum Hafnarfjarðar eru 151 starfsmaður eða 26% leikskólakennarar og 109 starfsmenn með aðra háskólamenntun eða 19%. Aukinn undirbúningstími leikskólakennara sem settur var inn í kjarasamninga hefur kallað á aukinn fjölda starfsmanna og brugðist hefur verið við því. Hafnarfjarðarbær hefur farið í átak og hvatt ófaglærða til að afla sér frekari menntunar í leikskólakennarafræðum og staðið með þeim sem í það nám hafa farið. Nám starfsmanna, stytting vinnuvikunnar og aukinn undirbúningstími kallar því óhjákvæmilega á fleira starfsfólk.

   Fulltrúi Samfylkingar tekur undir áhyggjur fulltrúa Samfylkingar í bæjarráði og hvetur til þess að samtal við Hlíf og Félag leikskólakennara sé tekið tafarlaust. Það er alvarlegt mál þegar aðilar sem þessir sjá sig knúna til að lýsa yfir áhyggjum á opinberum vettvangi og nauðsynlegt að bregðast við slíku.

  • 1910202 – Ytra mat grunnskóla í Hafnarfirði vor 2020 Setbergsskóli

   Lögð fram skýrsla Menntamálastofnunnar um ytra mat Setbergsskóla, febrúar 2021. Ennfremur lögð fram umbótaráætlun skólans vegna ytra matsins.

   Lagt fram.

  • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

   Nýjustu sóttvarnaaðgerðir kynntar.

  • 2110202 – Fyrirspurn sumaropnum leikskóla og skertur opnunartími

   Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar.

   Hvernig tókst sumaropnun leikskólanna í Hafnarfirði 2021?
   Hvernig var dreifingin?
   Hvernig þótti þetta takast?
   Hvaða lærdóm getum við dregið af inn í næsta ár?

   Svo langaði mig einnig til að spyrja út í skertan opnunartíma leikskóla í Hafnarfirði vegna manneklu?
   Hversu mikið hafa leikskólarnir þurft að skerta þjónustu sína vegna þessa núna á þessu skólaári og hvaða ráðstafanir er sveitarfélagið að gríða til vegna þessa?

   Meirihluti fræðsluráðs minnir fulltrúa Viðreisnar á að samþykkt var að taka saman gögn eftir sumarfrí leikskóla. Vinna er í gangi við að taka saman minnisblað og mun málið verða sett á dagskrá þegar þeirri vinnu verður lokið.
   Varðandi seinni spurninguna þá vísar meirihluti fræðsluráðs í bókun sem er undir máli nr. 1 Starfsfólk í leikskólum.

  • 21091079 – Ungmennaráð, tillögur 2021, úttekt á stöðu jafnréttisfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar

   Endursett á dagskrá frá síðasta fundi.

   Fræðsluráð hefur þegar lagt fram skýrslu um jafnréttisfræðslu í grunnskólum bæjarins. Ungmennaráði er umhugað um að nemendur frá aukna kyn- og kynjafræðslu í grunnskólanum. Fræðsluráð vill koma þeim sjónarmiðum áfram til grunnskólastjórnenda að hvetja til aukinnar kynfræðslu og kynjafræðslu, auk almennrar jafnréttisfræðslu, í kennslu skólans í allan grunnskólatímann. Jafnframt bendir fræðsluráð á að grunnskólum er ætlað að auka kynfræðslu og forvörnum þeirra skv. ákvörðunum Alþingis með nýju teymi sem mun taka til starfa í vetur í öllum grunnskólunum. Skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs er einnig falið að skoða að leggja fram miðlægar tillögur á þessu sviði í samráði við skólastjórnendur grunnskólanna.

  • 2110114 – Mönnun og menntunarstig í leikskólum - fyrirspurn

   Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar sem lögð var fram á síðasta fundi.

   Meirihluti fræðsluráðs þakkar mannauðsdeild Hafnarfjarðarbæjar fyrir samantekt á stöðunni sem unnin er út frá gögnum úr launakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Þá vill meirihlutinn vekja athygli á því að á árinu 2021 sögðu 17 faglærðir starfsmenn leikskóla starfi sínu lausu en 18 faglærðir voru ráðnir. Þá má einnig draga það fram að á síðasta ári voru ráðnir inn 16 faglærðir í stað 15 starfsmanna sem sögðu starfi sínu laus á árinu 2020. Geta má þess að faghlutfall ársins í ár er því 26% leikskólakennarar í leikskólum Hafnarfjarðar og 19% starfsmanna með aðra háskólamenntun. Meirihluti fræðsluráðs leggur áherslu á að áfram verði unnið að því að auka faghlutfall leikskólakennara í leikskólum bæjarins og að staðið verði áfram með ófaglærðu starfsfólki leikskóla að auka við menntun sína.

   Fulltrúi Samfylkingar þakkar framlögð svör sem bárust rétt fyrir fundinn þannig að fulltrúinn náði ekki að kynna sér gögnin áður en fundur hófst og mun því mögulega óska eftir frekari umræðu um málið síðar.

  • 2110209 – Leikskólastjóri Víðivalla

   Fræðsluráð býður Arnrúnu Einarsdóttur hjartanlega velkomna í starf leikskólastjóra og þakkar Huldu Snæberg Hauksdóttur jafnframt fyrir störf sín á Víðivöllum.

  Fundargerðir

  • 2108012F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 337

   Lögð fram fundargerð 337. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

  • 2109006F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 338

   Lögð fram fundargerð 338. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

   Fulltrúi Samfylkingar vill ítreka mikilvægi þess að fundargerðir séu ekki birtar opinberlega fyrr en formlegt samþykki allra fundaraðila liggur fyrir.

  • 2109016F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 339

   Lögð fram fundargerð 339. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt