Fræðsluráð

17. nóvember 2021 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 480

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Steinn Jóhannsson varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri,Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Þóra Ásdísardóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri,Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Þóra Ásdísardóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2111001F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 341

      Lögð fram fundargerð 341.fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Tinna Dahl Christianssen mætti á fundinn undir þessum lið.

    • 1412156 – Námssamningar starfsmanna leikskóla

      Lögð fram drög að reglum um námssamninga starfsmanna leikskóla til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykktir fyrir sitt leyti námssamninga starfsmanna í leikskólum og vísar til frekari samþykktar bæjarráðs.

    • 2101127 – Skóladagatöl 2021-2022 grunnskólar

      Ósk frá Hvaleyrarskóla um breytingu á skóladagatali þessa árs.

      Skóladagatal 2021-2022 breyting á skóladagatali.
      Skólastjóri leggur til að uppbrotsdagur sem vera á föstudaginn 19. nóvember verði föstudaginn 3. desember. Þennan dag er stefnt að hafa Skólaþing fyrir nemendur skólans.
      Niðurstaða: Skólaráð Hvaleyrarskóla samþykkir þessa breytingu fyrir sitt leiti.

      Samþykkt.

    • 2111174 – Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

      Lagt fram bréf sambands íslenskra sveitarfélaga um ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál.

      Lagt fram.

    • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

      Tillögur skýrslna lagðar fram til frekari umræðu.

      Fræðsluráð leggur til að stofnaður verði starfshópur sem fer yfir stöðu úrbóta tillagna sem lagðar voru fram í skýrslu starfshóps um starfsaðstæður í leikskóla og meti árangur og möguleg næstu skref í bættum starfsaðstæðum í leikskólum Hafnarfjarðar út frá hagsmunum barna og starfsmanna. Sviðsstjóra falið að vinna að erindisbréfi ásamt formanni fræðsluráðs.

    • 2111289 – Viðbrögð við hegðun sem ógnar öryggi í skólum

      Tillaga um leiðir til samtals til eflingar viðbragða við hegðun sem ógnar öryggi í skólum lögð fram.

      Vegna umræðu í fjölmiðlum um ofbeldi í skólastarfi óskar fræðsluráð eftir viðurkenndum opinberum reglum, verklagi til að fást við flókinn hegðunarvanda og ofbeldi nemenda í skólastarfi. Mikilvægt er að tryggja öryggi allra sem í grunnskólum starfa. Skólastarf á Íslandi, í umboði sveitarfélaga, hefur ekki fengið skýrar, opinberar og löggildar leiðbeiningar, verklag eða reglur um hvernig skuli bregðast við flóknum hegðunarvanda og ofbeldi nemenda og er því kallað eftir slíku.
      Fræðsluráð felur sviðsstjóra að fylgja eftir og vinna að því að kalla eftir opinberu samráði og samtali hagsmunaaðila, ríkis og sveitarfélaga svo grunnskólar fái tryggt og viðurkennt verklag sem veitir öllum öryggi í skólastarfi, nemendum og starfsfólki.

      Fulltrúi Viðreisnar lagði fram eftirfarandi bókun:
      Viðreisn óskar eftir því að óháð og fagleg úttekt verði gerð á verklagi grunnskóla Hafnarfjarðar þegar kemur að því að taka börn úr aðstæðum og notkun svokallaðra “gulra” herbergja. Það er ljóst að upplifun foreldra og starfsfólks grunnskólanna er ekki sú sama og því mikilvægt að óháðir aðilar rýni málið.
      Hafnarfjarðarbær vill vera framanlega í stefnunni um barnvænt samfélag, með þessari úttekt óháðra aðila þá teljum við að úttektin geti styrkt störf og verkferla menntastofnanna og starfsfólk bæjarins í ákveðnum málum.

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Eftirfarandi tillögur til breytinga á fjárhagsáætlun voru lagðar fram á fundi bæjarstjórnar 10.nóvember sl.

      Tillögur fulltrúa Samfylkingar
      Tillaga 5 – Leikskóli í skólahverfi Öldutúnsskóla
      Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um uppbyggingu leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla.
      Greinargerð:
      Frá því að annar tveggja leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla var lagður niður hafa fulltrúar Samfylkingarinnar lagt til að hafist verði handa við uppbyggingu nýs leikskóla í hverfinu. Síðustu ár hefur mest skort á leikskólapláss í þessu skólahverfi og foreldrar þurft að keyra börn sín í önnur skólahverfi til að sækja leikskóla. Það er fyrirséð að með breytingum á aldurssamsetningu vegna endurnýjunar í hverfinu og aukinni íbúðauppbyggingu muni þörfin á leikskólaplássum síst fara minnkandi. Það er því mikilvægt að horfa til framtíðar.
      Því leggja fulltrúar Samfylkingarinnar aftur fram tillögu um að hafist verði handa við uppbyggingu á leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla hið fyrsta. Leikskólar eiga að að vera hluti af nærþjónustu og börnum að standa til boða leikskólapláss í sínu hverfi. Sem fjölskylduvænt samfélag ætti Hafnarfjörður að sjá hag í því að vinna að þessu markmiði og styðja þannig um leið við hugmyndir um þéttingu byggðar og umhverfissjónarmið.
      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni verði vísað til umfjöllunar í fræðsluráði og umhverfis- og framkvæmdaráði.

      Tillaga 6 – Ráðning forvarnarfulltrúa
      Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að ráðinn verði forvarnarfulltrúi í fullt starf.
      Greinargerð:
      Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um að ráðinn yrði forvarnarfulltrúi. Það hefur ekki verið gert en verkefnum forvarnarfulltrúa bætt á störf fagstjóra frístundar. Þann 16. júní sl. var einnig ákveðið að stofna faghóp sem myndi fylgjast með forvarnarmálum tengdum börnum og unglingum í Hafnarfirði, safna upplýsingum, veita stuðning og samræma aðgerðir. Þetta eru vissulega skref í rétta átt en engu að síður er mikilvægt er að styðja við þessar aðgerðir með ráðningu forvarnarfulltrúa og tryggja þannig forræði á málaflokknum og samfellu í öllu forvarnarstarfi.
      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni verði vísað til umfjöllunar í fræðsluráði.

      Tillaga 7 – Starfsemi ungmennahúsa verði efld
      Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að starfsmenni ungmennahúsa í Hafnarfirði verði efld.
      Greinargerð:
      Við umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um að starfsemi ungmennahúsa í Hafnarfirði yrði efld með fjölgun stöðugilda. Sú tillaga var felld af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Fulltrúar Samfylkingarinnar telja fulla ástæðu til að endurflytja þessa tillögu nú, enda hefur á síðustu misserum komið í ljós hversu mikilvægt er að huga að andlegri líðan ungs fólks, ekki síst í miðri glímunni við heimsfaraldur Kórónuveirunnar. Ungmennahúsin bjóða upp á tómstundir við hæfi ungs fólks ásamt því að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi þar sem áhersla er lögð á fjölbreytileika og að allir upplifi sig velkomna.
      Í þessu ljósi er mikilvægt að fjölga stöðugildum og auka rekstrarfé til ungmennahúsanna Hamarsins og Músík og Mótor svo efla megi starf þeirra enn frekar.
      Tillaga að afgreiðslu: Vísað til frekari umfjöllunar í fræðsluráði og íþrótta- og tómstundanefnd.

      Tillögur fulltrúa Miðflokksins
      4) Miðflokkurinn leggur til að sett verði fjármagn til að koma á fót kennslu fyrir fólk af erlendum uppruna þar sem börnum verður tryggð kennsla i sínu móðurmáli og þeim gert kleift að viðhalda menningu síns upprunalands og færni í tungumálinu. Fullorðnum verði veitt íslenskukennsla á mismundandi þyngdarstigum og námskeið í menningu og sögu íslendinga.
      Lagt er til að málinu verði vísað til fræðsluráðs til efnislegrar meðferðar.

      Tillögur fulltrúa Viðreisnar
      1. Að fjármagna að fullu starfsemi leikskóla Hafnarfjarðar. Það er gap á milli lögbundinnar þjónustu leikskóla og þjónustuþörf hafnfirskra barnafjölskyldna. Sú viðbótarþjónusta er ófjármögnuð sem hefur skapað erfiðleika við mönnun leikskólanna. Fjölgun stöðugilda virðist óhjákvæmileg vegna styttingar vinnuviku og sumaropnunar. (Fræðsluráð)

      5. Vellíðan barna í grunnskóla á alltaf að vera forgangsmál. Viðreisn leggur til að bætt verði við stöðugildi sérfræðings á fræðslusviði t.a.m. þroskaþjálfa, talmeinafræðings eða iðjuþjálfa. (Fræðsluráð)

      6. Bætt verði við stöðugildi sálfræðings hjá Brúnni (Fræðsluráð og Fjölskylduráð)

      Forseti ber næst upp tillögu um að framkomnum tillögum að breytingum á fjárhagsáætlun verði vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun í þeim ráðum sem þar er vísað til og þær eiga heima. Er það samþykkt samhljóða.
      Forseti leggur þá næst til að tillaga að fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 verði vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn sem fari fram 8. desember nk. Er tillagan samþykkt samhljóða.

      Tillögurnar lagðar fram og vísað til afgreiðslu næsta fundar fræðsluráðs.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Frá fundi bæjarráðs 4.júní 2020.

      Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
      “Bæjarráð samþykkir að veita leikmönnum meistaraflokka í karla- og kvennaflokki sem leika með hafnfirskum liðum frían aðgang að sundlaugum bæjarins í eitt ár.”
      Greinargerð:
      Ljóst er að í samkomubanni urðu þessir flokkar fyrir mestu tekjufalli og þjálfarar og leikmenn tóku á sig kjaraskerðingu. Hér er Hafnarfjarðarbær að leggja félögunum lið, styðja við (afreksfólk) fyrirmyndir barna okkar og hvetja alla til að nota sundlaugarnar okkar.

      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir á fundinn.
      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að útfæra verkefnið í samtarfi við íþróttafélögin og forstöðumann sundstaða og tekur það gildi eigi síðar en 30. júní nk.

      Fræðsluráð samþykkir að framlengja heimild til að veita leikmönnum meistaraflokka í karla- og kvennaflokki sem leika með hafnfirskum liðum frían aðgang að sundlaugum bæjarins út árið 2022.

Ábendingagátt