Fræðsluráð

15. desember 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 482

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu; Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta og tómstundafulltrúi, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdótitr ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu; Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta og tómstundafulltrúi, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna

  1. Almenn erindi

    • 2111026F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 343

      Lögð fram fundargerð 343. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 2112006F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 344

      Lögð fram fundargerð 344. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 11023155 – Skólavogin grunnskólar

      Lögð fram að nýju samantekt á niðurstöðum Skólavogarinnar í grunnskólum Hafnarfjarðar.

      Fræðsluráð þakkar þróunarfulltrúa grunnskóla Hafnarfjarðar kynningu. Meirihluti fræðsluráðs leggur til og felur mennta- og lýðheilsusviði að taka saman hlutfall kennara í leik- og grunnskólum.

    • 2111176 – Framlag til Barnaskóla Hjallastefnunnar leiðrétting

      Lagt fram erindi frá stjórn foreldrafélags Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði varðandi leiðréttingu á framlagi Hafnarfjarðarbæjar vegna grunnskólanemenda.

      Fræðsluráð felur mennta- og lýðheilsusviði að taka saman minnisblað um samning við Barnaskóla Hjallastefnunnar áður en frekari afstaða er tekin í málinu.

    • 2112048 – Verndarar barna samstarfssamningur námskeið

      Lagt fram til kynningar

      Lagt fram

    • 2112109 – Fartölvur fyrir alla kennara í grunnskólum

      Lagt fram bréf skólastjóra grunnskóla Hafnarfjarðar dags. 6.desember sl. varðandi beiðni um að fartölvur fyrir alla kennara verði í forgangi.

      Fræðsluráð vísar bréfi skólastjórnenda grunnskóla Hafnarfjarðar til þjónustu- og þróunarsviðs og felur mennta- og lýðheilsusviði að fylgja málinu áfram.

    • 2103118 – Skóladagatöl 2021-2022 leikskólar

      Lögð fram erindi dags 5. nóvember sl. frá leikskólanum Bjarkalundi og frá leikskólanum Vesturkoti dags. 10. desember sl. varðandi beiðni um breytingu á skóladagatali 2021-2022.

      Samþykkt.

    • 2112221 – Klettabær ósk um þjónustusamning

      Lagt fram bréf frá Klettabæ dags. 23. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir gerð þjónustusamnings við Hafnarfjarðarbæ.

      Fræðsluráð felur mennta- og lýðheilsusviði að hefja samtal við Klettabæ um gerð þjónustusamnings við Hafnarfjarðarbæ.

    • 1811277 – Menntastefna

      Lögð fram fundargerð 12. fundar stýrihóps um menntastefnu.

      Lagt fram.

    • 2111289 – Viðbrögð við hegðun sem ógnar öryggi í skólum

      Lagt fram bréf Umboðsmanns Alþingis dags 8. desember sl.

      Lagt fram.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Farið yfir stöðuna með nýjustu sóttvarnareglurnar.

      Fræðsluráð samþykkir að framlengja heimild mennta- og lýðheilsusviðs til endurgreiðslu vegna áhrifa Covid.

    • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

      Skipað í starfshóp um eflingu leikskólastigsins.

      Meirihluti fræðsluráðs skipar Margréti Völu Marteinsdóttur og Kristínu Thoroddsen í starfshóp og leggur til síðarnefndu sem formann starfshópsins. Minnihluti fræðsluráðs skipar Sigríði Ólafsdóttur. Foreldraráð leikskólabarna tilnefnir Margréti Thelmu Líndal.

Ábendingagátt