Fræðsluráð

19. janúar 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 483

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Steinn Jóhannsson varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðmundur Sverrisson, deildarstjóri hagdeildar, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Þóra Ásdísardóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðmundur Sverrisson, deildarstjóri hagdeildar, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Þóra Ásdísardóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Frá fundi bæjarráðs þann 12. janúar voru teknar fyrir breytingar á ráðum og nefndum.

      Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi breytingar á skipan fræðsluráðs:

      Í stað Sigrúnar Sverrisdóttur tekur sæti Sigríður Ólafsdóttir, Háahvammi 11. (Varamaður verður áfram Steinn Jóhannsson)

    • 2111197 – Fjölgun barna í Barnaskóla Hjallastefnunnar, viðræður, lausnir varðandi húsnæði

      Lagt fram bréf Hjallastefnunnar dags. 3.nóvember 2021 varðandi fjölgun barna í Barnaskólanum – lausnir varðandi húsnæði.

      Erindi Barnaskóla Hjallastefnunnar vísað tli mennta- og lýðheilsusviðs til frekari skoðunar og úrlausnar.

    • 1903239 – Sumaropnun leikskóla

      Lögð fram skýrsla um endurmat á sumaropnum leikskóla í Hafnarfirði sumarið 2021.

      Meirihluti fræðsluráðs og fulltrúi Viðreisnar þakka skólastjórnendum og starfsmönnum mennta- og lýðheilsusviðs fyrir samantekt á endurmati sumaropnunar. Í samantektinni eru teknar saman upplýsingar um fjölda þeirra sem voru skráðir hverju sinni í leikskólunum. Í skýrslunni kemur fram að um 20% barna voru skráð þegar fæst börn voru, síðustu tvær vikurnar í júlí. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um skráningar er ljóst að ákveðinn hluti foreldra hefur þörf á að stýra sumarfríi barna sinna og nýtti heilsársopnun.
      Meirihluti og fulltrúi Viðreisnar leggjar til að áður en tekin verði endanleg ákvörðun um fyrirkomulag sumaropnunar sumarið 2022 verði gerð könnun meðal foreldra og starfsmanna. Lagðar eru til tvær leiðir, annarsvegar óbreytt fyrirkomulag, opið allt sumarið og hins vegnar lokað tvær síðustu vikur júlímánaðar.

      Fulltrúi Bæjarlistans lagði fram eftirfarandi bókun, fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir bókun Bæjarlistans.
      Áður en farið var í verkefnið um sumaropnun leikskóla sumarið 2021 komu upp margar gagnrýnisraddir, sér í lagi frá leikskólakennurum og starfsfólki leikskóla. Fulltrúar í minnihluta fræðsluráðs tóku margir undir þær áhyggjur og óskuðu ítrekað eftir því að þetta fyrirkomulag yrði endurskoðað eða í það minnsta því frestað, m.a. vegna þess að þá þegar var búið að vera mikið álag á starfsfólki leikskóla vegna ýmissa utanaðkomandi þátta eins og covdi19 og fleira. Ekki var hlustað á þessar viðvörunarraddir og ákvað meirihluti fræðsluráðs að halda fast við þessa ákvörðun sína. Nú hefur margt það komið í ljós sem varað var við og virðist sem þessi tilraun hafi ekki heppnast sem skyldi. Olli hún auknu álagi á starfsfólk og aukinni óánægju, verri þjónustu og auknum kostnaði fyrir sveitafélagið. Fulltrúi Bæjarlistans í fræðsluráði tekur undir að ástæða sé til að kanna aftur hug starfsmanna og foreldra og þarf sú vinna að ganga hratt og vel fyrir sig svo hægt sé að gera ráðstafanir í góðum tíma fyrir sumarið. Gífurlega mikilvægt er að hlusta á leikskólakennara og virða þeirra sjónarmið. Þeir hafa staðið sig með afbrigðum vel á þessum erfiðu tímum og mikilvægt að allt verði gert til að bæta starfsánægju og halda þessu hæfa fólki áfram í leikskólum bæjarins og laða enn fleiri leikskólakennara til starfa. Slíkt er raunveruleg bæting á þjónustu við leikskólabörn og foreldra þeirra.

    • 2201119 – Covid-19, bólusetning barna, húsnæði, skólahald

      Lögð fram orðsending mennta- og barnamálaráðherra um fyrirkomulag bólusetningar barna.

      Ennfremur lögð fram samþykkt bæjarráðs frá 6.janúar sl. ásamt erindi til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna fyrirhugaðra bólusetninga barna.

      Bæjarráð samþykkir ósk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ef til þess kemur og felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs nánari útfærslu í samráði og samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Bæjarráð tekur auk þess undir það sem fram kemur í erindi Heilsugæslunnar að hér sé um að ræða flókið og viðkvæmt verkefni sem beri að nálgast sem slíkt.

      Lagt fram.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Lögð fram minnisblöð varðandi Covid 19 aðgerðaráætlun og stöðu mála í leik- og grunnskólum. Ennfremur lögð fram tillaga að breytingu á verklagi vegna endurgreiðslu vegna Covid-19.

      Fræðsluráð samþykkir tillögu mennta- og lýðheilsusviðs um fyrirkomulag endurgreiðslu í leikskólum og frístund vegna Covid.

    • 2201481 – Smitrakning skólastjórenda

      Lagt fram bréf skólastjóra grunnskóla um smitrakningu.

      Fræðsluráð vísar erindi grunnskólastjóra til mannauðs- og launadeildar.

    • 2101127 – Skóladagatöl 2021-2022 grunnskólar

      Lögð fram beiðni frá skólastjóra Víðistaðaskóla varðandi breytingu á skóladagatali.

      Beiðni skólastjóra Víðistaðaskóla samþykkt að því gefnu að samþykkt skólaráðs berist mennta- og lýðheilsusviði.

    • 2201480 – Sundkennsla á unglingastigi

      Fyrirspurn frá foreldraráði Hafnarfjarðar um sundkennslu á unglingastigi.

      Fulltrúi Foreldraráðs Hfnarfjarðar lagði fram eftirfarandi bókun, fulltrúar Viðreisnar og Bæjarlistans taka undir bókunina foreldraráðs.

      Á síðasta ári óskaði ungmennaráð Hafnarfjarðar eftir því að sundkennsla á unglingastigi yrði endurskoðuð og tók foreldraráð heilshugar undir þá tillögu. Foreldraráði var falið að skoða og ræða málið sem við höfum gert og erum sammála um að gera þarf breytingar á sundkennslu á unglingastigi, sem reynslan sýnir að getur verið unglingum íþyngjandi af mörgum ástæðum.
      Nú í janúar berast fréttir þess efnis að skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hafi samþykkt tillögu ungmennaráðs að skólasund yrði gert að valfagi á unglingastigi, sé ákveðnum viðmiðum náð. Við í foreldraráði teljum þetta frábært skref sem stigið hefur verið og setji gott fordæmi þar sem ungt fólk hrindir á lýðræðislegan hátt af stað breytingum í sínu nærumhverfi.
      Foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði óskar því eftir því að fræðsluráð samþykki tillögu ungmennaráðs og feli Mennta- og lýðheilsusviði að hrinda breytingunni í framkvæmd.
      Foreldraráð vill þó leggja áherslu á það að bærinn auki fjármagn til þess að bæta líkamsímynd ungs fólks ásamt fræðslu um fjölbreytileika mannlífs og jafnrétti enda eru vandamál tengd sjálfsmynd og kynvitund ekki úr sögunni þó svo að nemendur mæti ekki vikulega í sund.

      Fh. foreldraráðs grunnskólabarna í Hafnarfirði
      Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

      Tillaga foreldraráðs Hafnarfjarðar þar sem óskað er eftir því að sundkennsla á unglingastigi verði gerð valkvæð að ákveðnum hæfnisviðmiðum náð lögð fram og vísað til umfjöllunar meðal skólastjórnenda og þróunarfulltrúa grunnskóla á mennta- og lýðheilsusviði. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og óháðir og Samfylking óska eftir því að mennta- og lýðheilsusviðs kanni hvort almennt sé heimild fyrir því í aðalnámsskrá að sundkennsla verði valkvæð áður en tekin verði endanleg ákvörðun.

    • 2201482 – Hækka aldur barna sem fá frítt í strætó

      Fyrirspurn frá foreldraráði Hafnarfjarðar um að hækka aldur þeirra barna sem fá frítt í strætó.

      Fulltrúi Foreldraráðs Hafnarfjarðar lagði fram eftirfarandi bókun.

      Nú í haust hækkaði fargjald hjá Strætó umtalsvert fyrir ungmenni 12-17 ára eða um 60% fyrir árskort. Foreldraráð Hafnarfjarðar telur þessa hækkun í engu samhengi við aðrar hækkanir og mjög íþyngjandi fyrir barnafjölskyldur. Börn á aldrinum 12-17 ára er sá aldurshópur sem þarf mikið á þessum samgöngumáta að halda og mikið framfaraskref var stigið þegar gjaldtöku af börnum yngri en 12 ára var hætt.
      Foreldraráð óskar eftir því að fræðsluráð beiti sér fyrir því að hækka aldur þeirra barna sem fá frítt í strætó upp í 18 ár. Ekki þarf að taka fram bæði tímasparnað og fjárhagslegan ávinning þess fyrir foreldra og forráðafólk en að auki má draga verulega úr „skutli“ sem dregur sannarlega úr umferð og hefur jákvæð umhverfisleg áhrif.

      Fh. foreldraráðs grunnskólabarna í Hafnarfirði
      Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

      Fræðsluráð tekur undir bókun foreldraráðs grunnskóla um mikilvægi þess að hækka aldur þeirra barna sem fá frítt í strætó og vísar erindi til stjórnar strætó.

Ábendingagátt