Fræðsluráð

16. mars 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 487

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Guðrún Guðmundsdóttir varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varaáheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla,
Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, varaáheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla,
Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, varaáheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2202007F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 347

      Lögð fram fundargerð 347. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 2203195 – Fyrirlögn PISA 2022

      Lögð fram orðsending frá mennta- og barnamálaráðherra vegna fyrirlagnar PISA 2022.

      Lagt fram.

    • 1811277 – Menntastefna

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir 13. fundar stýrihóps um menntastefnu og 6. fundar stýrihóps með menntaleiðtogum.

      Lögð fram bókun frá fulltrúa Foreldraráðs Hafnarfjarðar.
      Í upphafi árs barst foreldraráði grunnskólabarna póstur þar sem óskað var eftir því að fulltrúar í foreldraráði Hafnarfjarðar myndu svara spurningalista í tengslum við vinnu við menntastefnuna. Foreldraráð taldi sig ekki hafa næga þekkingu á þeirri vinnu sem fram hafði farið og því ekki með nægar forsendur til að svara spurningarlistanum.
      Foreldraráð fagnar þeirri vinnu sem hefur átt sér stað við vinnslu menntastefnu og mikilvægt að vel takist til en óskar eftir því að fá kynningu og í framhaldinu að fá tækifæri til að taka þátt og koma með ábendingar. Foreldrar eru mikilvægur hlekkur í þróun og mótun menntastefnu og óskum við eftir auknu samráði og þátttöku foreldra í þeirri vinnu.
      Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
      Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

      Fræðsluráð vekur athygli á því að póstur var sendur á alla stjórnendur leik- og grunnskóla með ósk um að könnun yrði send til foreldra. Ljóst er að einhverjir foreldrar hafi ekki fengið umrædda könnun og verður því könnunin opin lengur en ráðgert var. Hlekk á könnunina má einnig finna hér:
      https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=aZXHv2CarkOqfX3OIu45rkiKWkTpXwNCvM-zL_1Y_ABUN09RTUJSRTg4Ukw4VFRBR05BNTEzSFk5Uy4u

    • 2203276 – Dagforeldri, starfsleyfi

      Lagt fram bréf dags. 15. mars 2022 um endurnýjað starfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Pálmey Dögg Gylfadóttur.

      Samþykkt.

    • 2203328 – Upplestrarkeppni 7. bekkinga

      Minnt á lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkinga í grunnskólum Hafnarfjarðar sem verður haldin í Víðistaðakirkju þriðjudginn 22. mars 2022 kl. 17.

    • 2202583 – Reglur um leikskólavist

      Lögð fram drög að reglum um leikskólavist í Hafnarfirði

      Lagt fram. Drög að reglum um leikskólavist í Hafnarfirði lagðar fram. Stefnt er að afgreiðslu málsins á næsta fundi ráðsins.

    • 2203376 – Langtímaveikindi, Miðflokkurinn fyrirspurn

      Lðgð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Miðflokksins.

      Hversu margir starfsmenn í skólum bæjarins voru frá vinnu vegna langtímaveikinda 30 dagar eða meira)árið 2021?

      Fyrirspurn fulltrúa Miðflokks vísað til mannauðssviðs.

    • 2203377 – Hlutfall kennaramenntaðra og leiðbeinenda, Miðflokkurinn fyrirspurn

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Miðflokksins.

      Hvert var hlutfall kennaramenntaðra og leiðbeinenda í a. grunnskólum Hafnarfjarðar, flokkað eftir skólum b. leikskólum Hafnarfjarðar flokkað eftir skólum, í desember 2021?

      Meirihluti fræðsluráðs vekur athygli á að sambærileg fyrirspurn liggur fyrir hjá mennta- og lýðheilsusviði frá því fyrr í vetur, sem mun skila svörum til fræðsluráðs þegar þær liggja fyrir og mannauðskerfi sem auðveldar upplýsingaöflun sem þessari kemst í notkun. Safnað verður saman upplýsingum er varða kennarafaghlutfall í leik- og grunnskólum, upplýsingum um aðra fagaðila s.s. sálfræðinga, þroskaþjálfa og uppeldis- og menntunarfræði.

    • 2203415 – Leikskólar dymbilvika

      Lögð fram tillaga um að fella niður leikskólagjöld í dymbilviku fyrir þá foreldra/forráðamenn sem óska eftir páskaleyfi fyrir börn sín, umsóknum skal skila til leikskólastjóra og er afsláttur reiknaður af gjöldum næsta mánaðar. Mögulegt er að velja einn eða fleiri daga á þessu tímabili en skráning er bindandi fyrir þá daga.

      Samþykkt.

Ábendingagátt