Fræðsluráð

13. apríl 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 489

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
 • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hólmfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 2101580 – Forvarnaverkefni, Build, samstarfsverkefni með Pietasamtökunum

   Forvarnaverkefnið Build kynning.

   Fræðsluráð þakkar Stellu B. Kristinsdóttur fyrir kynninguna. Fræðsluráð leggur áherslu á mikilvægi þessa samstarfs milli Pieta samtakanna og Hafnarfjarðarbæjar. Með þessu verkefni erum við að samþætta verkefni sem snúa að forvörnum og snemmtækri hlutun og auka þrautsegju sem nýtist öllum börnum í 8. bekk í Hafnarfirði. Deildarstjórar tómstundamiðstöðva, sálfræðingum og náms- og starfsráðgjöfum er þökkuð vinna við innleiðingu og kennslu.

  • 2201751 – Skóladagatal 2022-2023 leikskólar

   Skóladagatöl hvers leikskóla fyrir sig í Hafnarfirði lögð fram til samþykktar

   Samþykkt.

  • 2201750 – Skóladagatal 2022-2023 grunnskólar

   Skóladagatöl hvers grunnskóla fyrir sig í Hafnarfirði lögð fram til samþykktar.

   Samþykkt.

  • 2011221 – Engidalsskóli stækkun

   Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar þann 30. mars 2022 var eftirfarandi tekið fyrir og afgreiðsla þess var:
   Lagt fram kostnaðarmat.

   Lagt fram og vísað til fræðsluráðs.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi verkþætti og kostnaðarmat.

  • 2203796 – Dagforeldri, starfsleyfi

   Lagt fram bréf um endurnýjað starfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Ragnheiði Jónsdóttur.

   Samþykkt.

  • 2203795 – Dagforeldri, starfsleyfi

   Lagt fram bréf um endurnýjað starfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Magnús Karl Daníelsson.

   Samþykkt.

  • 2204112 – Skólalóð Hraunvallaskóla

   Lagt fram bréf frá skólastjóra Hraunvallaskóla þar sem óskað er eftir flutningi “Glæsivalla” af skólalóð skólans.

   Fræðsluráð samþykkir ósk Hraunvallaskóla um að flytja tvær lausar skólastofur af skólalóð til að koma fyrir körfuboltavelli aftur á skólalóð Hraunvallaskóla. Fræðsluráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsráðs.

  • 2203377 – Hlutfall kennaramenntaðra og leiðbeinenda, Miðflokkurinn fyrirspurn

   Lagt fram svar við fyrirspurn.

   Lagt fram.

   Fulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi bókun:
   Fulltrúi Miðflokksins þakkar skjót svör við fyrirspurninni.
   Ljóst er að talsvert mikið vantar uppá að hægt sé að uppfylla lagaákvæði um mönnun fagmenntaðra starfsmanna leikskólanna. Þörf er á stórátaki til að leiðrétta þessa stöðu sem er óásættanleg og í bága við lög.

  • 2203376 – Langtímaveikindi, Miðflokkurinn fyrirspurn

   Lagt fram svar við fyrirspurn.

   Lagt fram.

   Fulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi bókun:
   Fulltrúi Miðflokksins þakkar skjót svör frá mannauðssviði.
   Leggjast þarf í greiningu á því hvers vegna svo hátt hlutfall starfsmanna leik- og grunnskóla eru frá vinnu til lengri tíma vegna veikinda og hvort eitthvað í vinnuumhverfi þessara starfsmanna orsakar eða hefur áhrif á langtímaveikindi starfsmanna.
   Menntastofnanir bæjarins eru mikilvægustu vinnustaðir samfélagsins og það þarf að gera allt sem hægt er til að öllum starfsmönnum líði vel í vinnunni.

  • 2111458 – Frístundastyrkur

   Breyting á reglum.

   Fræðsluráð leggur til breytingu á notkun frístundastyrks yfir sumarmánuði.
   Barn sem nýtir ekki frístundastyrk yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst getur nýtt mánaðarlega styrkupphæð hvers mánaðar í sumarnámskeið sem er samtals í átta daga eða lengur á mánuði. Tímalengd námskeiðs skal koma fram í reikningi. Ekki er hægt að flytja styrk á milli mánuða.

  • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

   Kynnt ársuppgjör mennta- og lýðheilsusviðs 2021.

   Fræðsluráð þakkar Guðmundi Sverrissyni, rekstrarstjóra mennta- og lýðheilsusviðs kynninguna.

  • 2204113 – Sumarfrístund 2022

   Lagt fram minnisblað um sumarfrístund dags. 22.mars 2022.

   Tillaga mennta- og lýðheilsusviðs um breytingar sumarfrístund lögð fram til kynningar og afgreiðslu á næsta fundi fræðsluráðs. Fræðsluráð leggur til að foreldraráð grunnskólabarna kynni sér umrædda tillögu áður en hún hlýtur afgreiðslu í fræðsluráði.

Ábendingagátt