Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í Krosseyri, Linnetsstíg 3
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.
Kynnt menntastefna Hafnarfjarðar. Ennfremur lögð fram fundargerð 7. fundar með menntaleiðtogum.
Fræðsluráð samþykkir menntastefnu Hafnarfjarðar og vísar til frekari staðfestingar í bæjarstjórn. Fræðsluráð þakkar öllum þeim sem komu að vinnu við gerð stefnunnar, nemendum, starfsfólki og foreldrum ásamt starfsfólki mennta- og lýðheilsusviðs. Stefnan endurspeglar vilja barna starfsmanna, barna og foreldra til skóla- og frístundastarfs í Hafnarfirði þar sem lögð er áhersla á vellíðan, félagslegt öryggi og sjálfstæði. Borin er virðing fyrir ólíkum lífsháttum og fjölbreytni. Hvetjandi aðstæður verði til frístunda og náms sem styðja við frumkvæði, samvinnu og skapandi hugsun. Börn fái tækifæri til þess að þróa hæfileika sína í gegnum leik og nám á eigin forsendum og njóta stuðnings til að þroskast og dafna. Unnið verði að aðgerðaráætlun og innleiðingu, tímalínu og útdeilingu fjármagns næsta haust.
Lögð fram drög að þjónustusamningi til samþykktar.
Fræðsluráð samþykkir drög að samning milli Hafnarfjarðarbæjar og Barnaskóla Hjallastefnunnar um 5 ára börn.
Lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa grunnskóla um sundkennslu á unglingastigi.
Minnisblað lagt fram og vísað til umræðu í ungmennaráði og foreldraráði grunnskólabarna þar sem tillögur sem greint er frá í minnisblaði fá efnislega umræðu.
Fulltrúi bæjarlistans lagði fram eftirfarandi bókun; Umræðan um sundkennslu á unglingastigi er alls ekki ný af nálinni og það er jákvætt að nú sé verið að bregðast við þeirri umræðu með mögulegum lausnum. Í aðalnámskrá grunnskóla kemur meðal annars fram að; „Á unglingastigi skal lögð áhersla á þátt upplifunar í allri sundkennslu. Slík nálgun hefur það að markmiði að koma í veg fyrir brottfall og slaka ástundun sem oft einkennir þetta tímabil.“ Í umræðunni og með ítrekuðum tillögum nemenda má greina að þetta er ekki að takast sem skyldi og nauðsynlegt er að finna leiðir til að bæta þessa upplifun og efla sjálfstraust nemenda. Fulltrúar Bæjarlistans og Viðreisnar í fræðsluráði taka undir með sundkennurum um mikilvægi sundkennslu og fagnar tillögum þeirra að lausnum. Hafnarfjörður er að vinna að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna og það er í fullkomlega í takt við hann að hlusta á það sem nemendur hafa ítrekað bent á og óskað eftir. Í ljósi þess gerir fulltrúinn hins vegar athugasemd við það sem kemur fram í minnisblaði um sundkennslu sem lagt er fram eftir fund sundkennara, að foreldrar séu of mikið að hlusta á kvartanir barna sinna og sækja um leyfi í sundi að nauðsynjalausu og ýta þannig undir skólaforðun að litlu sem engu tilefni. Með þeim orðum er verið að gera lítið úr þeim raunverulegu vandamálum sem skapast á mörgum heimila í hverri viku þegar kemur að sundkennslu. Auk þess að horft verði til þeirra tillagna sem sundkennarar leggja til eða annarra lausna vilja fulltrúarnir óska eftir; Að tekinn verði saman heildar fjöldi fjarvista nemenda í sundi á unglingastigi á þessu skólaári og það lagt fyrir fræðsuráð. Að fylgst verið áfram með fjarvistum nemenda í sundi og því þannig fylgt eftir hvort þær lausnir og leiðir sem farnar verða beri árangur. Að þessar tillögur um lausnir verði sendar til ungmennaráðs og foreldraráðs grunnskólabarna til yfirferðar hið fyrsta. Að felld verði út próf í flugsundi enda má lesa úr aðalnámskrá að slíkt sé einungis dæmi um útfærslu á námsmati. Það er mögulega eðlilegt að nemendur fái kynningu á þeirri tækni en það er á engan hátt hægt að sjá nauðsyn þess að geta sýnt fram á færni í þeirri grein í prófi og ósanngjarnt að það geti leitt til þess að nemendur nái ekki þeim markmiðum sem þarf.
Kynnt 3ja mánaða uppgjör.
Lagt fram bréf um endurnýjað starfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Elísu Björg Björgvinsdóttur.
Samþykkt.
Lagt fram að nýju minnisblað um frístundaheimili sbr. bókun fræðsluráðs frá 30. mars sl.
Fræðsluráð samþykkir tillögu frá fagstjóra frístundastarfs um breytingu á opnunartíma frístundaheimila á skólasetningardegi svo starfsmenn frístundar geti meðal annars boðið foreldrum að kynna sér starfið ásamt því að undirbúa komandi starfsár, en getur ekki samþykkt að loka á degi skólaslita. Fræðsluráð þakkar foreldraráði grunnskólabarna fyrir þeirra umræðu og samtal um fyrirkomulag frístundar.
Fulltrúi foreldraráðs grunnskólabarna lagði fram eftirfarandi bókun; Fræðsluráð óskaði eftir því að foreldraráð tæki til umræðu skipulagsdaga á frístundarheimilum. Foreldraráð er sammála því að skólasetningardagur skuli vera skipulagsdagur þar sem bæði nýtt og eldra starfsfólk er að mæta til vinnu og unnt að nýta daginn til skipulagningar vetrarstarfs. Auk þess teljum við möguleika á að gagnleg námskeið eða fyrirlestrar gætu verið í boði þennan dag sem auka gæði starfs. Foreldraráð reynir að hafa sjónarmið allra að leiðarljósi og gerir sér grein fyrir því að einhverjir foreldrar og forsjáraðilar gætu þurft á þessum dögum að halda og myndu því ekki styðja það að lokað verði, auk skólasetningardags, á skólaslitsdegi. Við teljum að síðustu dagana fyrir skólaslit sé hægt að búa til rými fyrir skipulagningu varðandi sumarnámskeið og frágang eftir vetrarstarf og því ekki nauðsyn að taka þennan dag af þeim nemendum sem hvað mest þurfa á honum að halda. Fh. foreldraráðs grunnskólabarna Kristín Blöndal Ragnarsdóttir
Lagt fram að nýju minnisblað um sumarfrístund sbr. bókun fræðsluráðs frá 13. apríl 2022.
Fræðsluráð samþykkir tillögu fagstjóra frístundar varðandi breytingar á opnunartíma á sumarnámskeiðum fyrir 6-10 ára börn. Frá og með sumrinu 2022 verður aukið við sumarfrístund í öllum hverfum bæjarins en dregið verður úr námskeiðum tvær síðustu vikur júlímánaðar þegar fæstir hafa verið skráðir í frístundina.
Fulltrúi foreldraráðs grunnskólarna lagði fram eftirfarandi bókun; Fræðsluráð óskaði eftir því að foreldraráð tæki til umræðu skipulag sumarfrístundar í Hafnarfirði en við setjum okkur ekki upp á móti þeirri breytingu sem var kynnt en óskum eftir því að það verði tryggt að eitthvað sé í boði í nærumhverfi allra barna í Hafnarfirði. Vert er að nefna að þau börn sem nýta sér þessa sumarfrístund hafa jafnvel ekki efni á því að notfæra sér íþróttanámskeið á vegum íþróttafélaga þar sem þau eru oft töluvert dýrari en sumarnámskeið frístundar. Fh. foreldraráðs grunnskólabarna Kristín Blöndal Ragnarsdóttir
Lagt fram minnisblað um gæsluvelli sumarið 2022.
Fræðsluráð styður opnun róló í sumar og lýsir yfir ánægju með að annar þeirra hann verði á Völlunum til að bæta þjónustu við barnafólk í hverfinu.
Lögð fram fyrirspurn frá Foreldraráði Hafnarfjarðar þar sem óskað er eftir auknu eftirliti í og við ærslabelgi.
Fulltrúi foreldraráðs grunnskólabarna lagði fram eftirfarndi bókun; Á vorin vaknar bærinn okkar af vetrardvala og gleðilegt að sjá börnin okkar fara út að leika. Hafnarfjarðarbær hefur fjölgað hoppubelgjum í nærumhverfi barna og aukið þar með leiksvæði en ekki leið á löngu eftir að loftið var komið í belgina nú á vordögum og búið var að skera á suma þeirra gat. Þar að auki óttast því miður mörg börn að fara út á hoppubelgina vegna stríðni og jafnvel ofbeldi sem þar þrífst og foreldrar og forsjáraðilar oft varnalausir gagnvart dónaskap og ógnandi hegðun ungmenna. Foreldraráð vill hvetja Hafnarfjarðarbæ til þess að setja upp myndavélar við alla hoppubelgi og auka eftirlit með þeim til þess að vernda eigur bæjarins og það sem mikilvægara er, að gæta öryggis barnanna okkar. Fh. foreldraráðs grunnskólabarna Kristín Blöndal Ragnarsdóttir
Fræðsluráð tekur undir ósk foreldraráðs grunnskólabarna um að efla eftirlit við æslabelgi bæjarins með eftirlitsmyndavélum. Fræðsluráð vísar fyrirspurn frá Foreldraráði Hafnarfjarðar um aukið eftirlit við æslabelgi til umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Lögð fram fundargerð 349. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
Lögð fram fundargerð 35. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.