Fræðsluráð

11. maí 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 491

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hólmfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir varamaður
  • Klara Guðrún Guðmundsdóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Imsland, varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Svanhildur Birkisdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Imsland, varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Svanhildur Birkisdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2204280 – Ungt fólk 2022, áskoranir og tækifæri

      Kynntar helstu niðurstöður skýrslu Rannsóknar og greiningar.

      Fræðsluráð þakkar fagstjóra frístundasviðs fyrir kynninguna og leggur áherslu á að rýnt verði vel í könnunina og skoðað hvað brýnast er að fara í til að líðan og heilsa barna okkar verði sem best.

    • 1305252 – Læsisverkefni

      Lagt fram minnisblað með tillögu að breytingum til afgreiðslu á LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR.

      Fræðsluráð þakkar Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingi kynninguna. Fræðsluráð samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til af verkefnastjóra læsis í meðfylgjandi minnisblaði sem byggir á lestrarstefnu Hafnarfjarðar, Lestur er lífssins leikur, sem meðal annars fjallar um málþroskapróf, breytingu á íhlutunarviðmiðum í leikskólum og breytingar á viðmiðum við Logos skimanir ásamt því að sett verða ný viðmið varðandi lesskilning í grunnskólum.

    • 1905273 – Heildstætt og samræmt verklag stofnana sveitarfélaga vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum

      Lögð fram skýrsla um verklag Hafnarfjarðarbæjar vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum.

      Lagt fram.

    • 2202583 – Reglur um leikskólavist

      Lögð fram tillaga að breytingu á reglum.

      Fræðsluráð samþykkir að eftirfarandi grein verði felld inn í reglur um gjaldskrá leikskóla og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn.

      Viðbót við gjaldskrá:
      Hafi orðið veruleg breyting á högum foreldris eða forráðarmanns barns/barna vegna andláts maka er heimilt að veita afslátt í samræmi við neðri tekjumörk tekjuviðmiða (nú 75%) í eitt ár.
      Hér er einkum átt við sérstök tilvik, s.s.:
      a. Þegar maki hefur fallið frá á árinu og tekjur lækkað verulega.
      b. Ef um skyndilega örorku er að ræða sem hefur veruleg áhrif til lækkunar tekna.

    • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

      Lögð fram skýrsla starfshóps um eflingu leikskólastarfsins.

      Fræðsluráð þakkar þeim sem sátu í starfshópnum. Fræðsluráð leggur áherslu á að rýnt verði vel í tillögur og eins og getið er til um í lokaorðum skýrslunnar að unnið verði að tillögum á næsta kjörtímabili frá 2022-2026. Tillögur sem tilgreinar eru í skýrslunni miða að því að bæta starfsaðstæður ekki aðeins starfsmanna heldur einnig barna. Skýrslan tekur vel á þeim þáttum sem nú þegar eru komnir til framkvæmda og voru sem tillögur í eldri skýrslum ásamt fjölmörgum tillögum sem starfshópur leggur sameiginlega áherslu á að farið verði í.

    • 2204223 – Gæðaviðmið þjónustusamninga, úttekt 2022

      Kynnt úttekt gæðaviðmiða þjónustusamninga við íþróttafélög.

      Fræðsluráð þakkar íþrótta og tómstundafulltrúa kynninguna og fagnar því að gert hafi verið gæðaviðmið fyrir íþróttafélög bæjarfélagsins og einstaklega ánægjulegt hve íþróttafélög tóku vel í verkefnið og fyrir þá vinnu sem þau hafa lagt í til að uppfylla viðmiðið meðal annars um jafnréttismál.

    • 2205262 – Fjölgun leikskólarýma

      Lagt fram minnisblað vegna fjölgunar leikskólarýma.

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi minnisblað og vísar til umhverfis- og skipulagssviðs og vísar til viðaukagerðar í fjárhagsáætlun.

    • 2205277 – Stuðningur vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu

      Lagt fram bréf mennta- og barnamálaráðherra um stuðning við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.

      Lagt fram.

    • 2202375 – Sjálfstætt starfandi grunnskólar

      Lögð fram drög að þjónustusamningum við sjálfstætt starfandi grunnskóla í Hafnarfirði til samþykktar frá hausti 2022.

      Fræðsluráð samþykkir drög að breytingum á þjónustusamningum við sjálfstætt starfandi grunnskóla í Hafnarfirði þar sem rekstrarframlag mun breytast úr 75% í 100% og vísar til viðaukagerðar og frekari samþykkis í bæjarstjórn. Framlagið er fundið af vegnu meðaltali heildarkostnaðar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í landinu á hvern nemanda samkvæmt árlegum útreikningum Hagstofu Íslands. Fræðsluráð telur það mikið fagnaðarefni að gætt sé jafnræðis milli allra barna í hafnfirskum grunnskólum óháð því hvert rekstrarfyrirkomulag skólanna er. Fjölbreytni og valfrelsi er í hávegum haft í hafnfirskum skólum
      Foreldragjöld verða þannig lögð niður í þeim sjálfstæðu grunnskólum sem nú þegar eru starfræktir í bæajrfélaginu, grunnskóli Nú og Barnaskóla Hjallastefnunnar frá og með hausti.

      Fulltrúi Viðreisnar lagði fram eftirfarandi bókun;
      Við í Viðreisn fögnum þessum samningum. Sérstaklega teljum við mikilvægt að með þessum samningi þá er verið að tryggja jöfn tækifæri allra barna.
      Við í Viðreisn styðjum fjölbreytt rekstrarform í menntakerfin og viljum styrkja og styðja við fjölbreytt val í menntun.

    • 2204016F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 351

      Lögð fram fundargerð 351. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt