Fræðsluráð

10. ágúst 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 493

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
  • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gauti Skúlason aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Imsland, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Þóra Ásdísardóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Imsland, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Þóra Ásdísardóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1305252 – Læsisverkefni

      Kynning á endurskoðun á Lestur er lífsins leikur.

      Fræðsluráð þakkar Bjarteyju Sigurðardóttur, talmeinafræðings og verkefnastjóra læsis fyrir kynninguna á endurskoðaðri lestrarstefnu Hafnarfjarðarbæjar, „Lestur er lífsins leikur“ sem efla á læsi í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Markmið stefnunnar eru metnaðarfull og vel ígrunduð. Lögð er áhersla á stuðning við þá sem það þurfa, skýr viðmið og viðeigandi aðstoð og inngrip vel skilgreind. Fræðsluráð vill þakka sérstaklega þeim sem að vinnu við stefnuna komu. Ráðið hlakkar til að styðja enn frekar við verkefnið og gera Hafnarfjörð þannig framúrskarandi bæjarfélag þegar kemur að lestri barna með því öfluga starfsfólki sem Hafnarfjarðarbær býr yfir.

    • 2208106 – Mennta- og lýðheilsusvið kynning

      Kynning á sviðinu.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt