Fræðsluráð

24. ágúst 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 494

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
 • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
 • Gauti Skúlason aðalmaður
 • Auðbergur Már Magnússon varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, María Baldursdóttir, daggæslu- og innritunarfulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, María Baldursdóttir, daggæslu- og innritunarfulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 2208106 – Mennta- og lýðheilsusvið kynning

   Kynning á sviðinu.

   Til kynningar.

  • 2201750 – Skóladagatal 2022-2023 grunnskólar

   Ósk um breytingu á skóladagatali Engidalsskóla skólaárið 2022-2023.

   Samþykkt.

  • 2201751 – Skóladagatal 2022-2023 leikskólar

   Ósk um breytingu á skóladagatali Hjalla skólaárið 2022-2023.

   Samþykkt.

  • 2208458 – Leikskólar staða innritunar

   Lagt fram minnisblað þróunarfulltrúi leikskóla varðandi stöðu innritunar.

   Minnisblað mennta- og lýðheilsusviðs lagt fram.
   Meirihluti fræðsluráðs vekur athygli á að í minnisblaði mennta- og lýðheilsusviðs kemur fram að aðlögun er á áætlun í 14 leikskólum af 17. Af 426 börnum sem hafa fengið boð hafa 17 börn ekki hafið aðlögun, aðlögun þeirra hefst um leið og ráðið verður í þær stöður sem vantar. Fræðsluráð vill koma að þökkum til stjórnenda og starfsfólks leikskóla vegna þessa. Börn eldri en 15 mánaða hafa samkvæmt þessu fengið leikskólavist eins og samþykkt er og ritað um í reglum Hafnarfjarðar um innritunaraldur. Meirihluti fræðsluráðs vonar að þau börn sem ekki hafa hafið aðlögun sína komist fljótt inn og efast ekki um annað en að allt kapp sé lagt í að það gangi eftir. Meirihluti fræðsluráðs mun halda áfram að styðja við það góða og faglega starf sem unnið er í leikskólum bæjarins og óskar öllum starfsmönnum og börnum farsældar á komandi skólaári.

   Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun.
   Samkvæmt minnisblaði um stöðu innritunar og stöðugilda á leikskólum í Hafnarfjarðarbæ sem liggur fyrir fundi fræðsluráðs 24. ágúst á eftir að ráða í 23 stöðugildi hjá leikskólum Hafnarfjarðar. Það er því enn töluvert í að leikskólar Hafnarfjarðar verði fullmannaðir. Fram hefur komið að ófaglært starfsfólk leikskóla í Hafnarfirði búi við lakari kjör en fólk í sambærilegum störfum í nágrannasveitarfélögunum og við því þarf að bregðast. Fulltrúar Samfylkingarinnar lýsa yfir áhyggjum sínum á þessari stöðu og ljóst er að bregðast þurfi við með markvissum hætti strax.

  • 2208459 – Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum breytingar

   Lagður fram tölvupóstur þróunarfulltrúa leikskóla varðandi drög að breytingum á reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum.

   Lagt fram.

  • 2011220 – Skólalóðir

   Málefni skólalóða leik- og grunnskóla tekið fyrir að nýju ásamt eftirfarandi tillögu fulltrúa Viðreisnar.

   Fulltrúi Viðreisnar leggur fram tillögu um gerð verði framkvæmdaáætlun á viðhaldi skólahúsnæði og skólalóðir í bænum. Í dag fara starfsmenn sviðsins yfir þörf um viðhald og endurnýjun á skólahúsnæðum bæjarins sem og skólalóðum, greiningin er því til staðar. Fulltrúi Viðreisnar telur að ef sett er framkvæmadaáætlun til komandi fjögurra ára með eyrnamerktu fé til verksins þá fái bæjarbúar skýrari sýn á hvað er á áætlun og hvenær það sé tilbúið. Einnig telur fulltrúi Viðreisnar að uppsöfnuð þörf sýnir að það hefur ekki verið lagt nægjanlega mikið fjármagn í þennan lið í allt of langann tíma, með framkvæmdaáætlun gefist tækifæri til innspýtingar í þennan lið. Því telur fulltrúi Viðreisnar mikilvægt að sé framkvæmdaáætlunin samþykkt fái hún viðunandi fjármagn sem sé sértaklega eyrnamerkt í þessar framkvæmdir svo hægt sé að svara gífurlega uppsafnaðri þörf á viðhaldsframkvæmda og endurnýjun við skólahúsnæði og skólalóðir í bænum.
   Greining starfsmanna verði sett upp á tvo vegu, annars vegar með fjögurra ára framkvæmdaáætlun um viðhald og endurnýjun skólahúsnæði í bænum og hinsvegar framkvæmdaáætlun um viðhald og endurýnjun skólalóða bæjarins. Í áætluninni verði skýrt hvað verði gert fyrir hvaða ár og í fjárhagsáætlun bæjarins verði fjármagn eyrnamerkt í þess verkefni.

   Fræðsluráð tekur undir mikilvægi þess að leik- og grunnskólalóðir séu yfirfarnar og vekur athygli á því að þann 15. júní lagði meirihluti fræðsluráðs fram erindi þess efnis að gerð yrði úttekt á öllum skólalóðum sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdasviðs. Fræðsluráð mun fjalla um þá úttekt þegar hún berst. Tillögur um úrbætur, viðhald og nýjar framkvæmdir verða ræddar í umræðu um fjárhagsáætlun. Meirihluti tekur undir með fulltrúa Viðreisnar að gerð verði langtímaáætlun og leggur til að tillagan verði rædd sérstaklega þegar að umræðu um fjárhagsáætlun kemur.

  • 2208463 – Samfylkingin fyrirspurn um leikskólamál

   Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar.

   1. Hve margir leikskólakennarar sögðu stöðu sinni lausri á árinu 2021 og það sem af er ári 2022?
   2. Hve mörg með aðra menntun en leikskólakennaramenntun sögðu stöðu sinni lausri á árinu 2021 og það sem af er ári 2022?
   3. Hve margt starfsfólk er á leikskólum í Hafnarfirðir í dag? Gott væri að fá sundurliðun á hve stór hluti þeirra eru leikskólakennarar, með aðra háskólamenntun og hve mörg eru ófaglærð.
   4. Eru einhverjir leikskólar í Hafnarfirði sem ekki eru fullmannaðir? Ef svo er, hvaða leikskólar eru það og hvað vantar að ráða í mörg stöðugildi á þeim? Einnig væri áhugavert að vita hversu mörg stöðugildi á leikskólum eru í auglýsingu í dag hjá Hafnarfjarðarbæ.
   5. Hve mörg börn hafa fengið boð um leikskólapláss en ekki fengið upplýsingar um hvenær aðlögun hefst?
   6. Hver er inntökualdur barna á leikskólum hjá Hafnarfjarðarbæ núna í haust? Gott væri að fá sundurliðun niður á leikskóla og samanburð á milli ára (síðustu fjögur ár).

   Fyrirspurnir Samfylkingarinnar lagðar fram.

   Meirihluti fræðsluráðs vísar í minnisblað þróunarfulltrúa leikskóla sem lagt var fram í máli á dagskrá þessa fundar sem svarar meðal annars spurningu 5 en þar segir að 426 börn hafa fengið boð um leikskólavist þar af hafa 406 börn hafið skólagöngu sína í leikskóla. Tölur um fjölda barna sem ekki hafa hafið aðlögun breytast hratt en ráðningar og viðtöl eru í gangi þar sem enn vantar starfsfólk. Sjá má auglýsingar á ráðningavef Hafnarfjarðarbæjar, bæði í þá skóla sem ekki hafa hafið aðlögun að fullu og einnig í þá skóla sem vantar en hefur ekki haft áhrif á aðlögun barna.
   Þá vill meirihluti koma að svari við spurningu 6 en stefna meirihlutans er að börn sem eru 15 mánaða og eldri þegar aðalinnritun fer fram að hausti fái leikskólavist. Fulltrúar meirihlutans benda á sú stefna á við um alla leikskóla Hafnarfjarðar en minnt er á að í einstaka tilfellum eru börn yngri vegna sérstakra aðstæðna.
   Spurningum 1 ? 4 er vísað til mannauðs- og launadeildar til úrvinnslu. Óskað er eftir því að mennta- og lýðheilsusvið taki saman svör við spurningum 5-6 þegar svör við spurningum 1-4 verða lögð fram.

   Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun.
   Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram þessar fyrirspurnir til þess að varpa betur ljósi á stöðu leikskólamála í Hafnarfirði, þá með sérstöku tilliti til aðstæðna barna og starfsfólks á leikskólum. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja mikla áherslu á að hlutir eins og kjör starfsfólks, réttindi og fræðsla fyrir stjórnendur og starfsfólk í leikskólum verði til umræðu og skoðunar í fræðsluráði við fyrsta tækifæri. Leikskólar í Hafnarfirði búa yfir miklum og góðum mannauð sem hlúa þarf vel að með því markmiði að bæta umhverfi leikskólanna enn frekar fyrir þau börn sem þar eru við nám.
   Um leið og fulltrúar Samfylkingarinnar sýna því skilning að mikið er að gera hjá starfsfólki sviðsins þá er það engu að síður ósk þeirra að svör við fyrirspurnum þeirra berist við fyrsta tækifæri. Leikskólastarf er nú þegar hafið af fullum krafti og það er mikilvægt að umræða um stöðu leikskólamála í Hafnarfirði fari fram í fræðsluráði meðfram því. Löng bið eftir svörum við fyrirspurnum sem þessum heftir þá umræðu.

  • 2208468 – Viðreisn fyrirspun forvarnir

   Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar.

   Fulltrúi Viðreisnar leggur fram fyrirspurn um hvernig eigi að taka á fíkniefnavanda ungmenna í Hafnarfirði og sölu á fíkniefnum. Neysla og sala á fikniefnum fer ört vaxandi og er mun sýnilegri en hefur verið í langan tíma. Faghópur um forvarnir var settur á laggirnar í júní 2021. Hefur sá hópur eitthvað skoðað þetta og byrjað að vinna að tillögum eða áætlun um hvað sé hægt að gera í þessum vanda?
   Einnig vill fulltrúi Viðreisnar benda á að bæði forvarnastefna bæjarins, sem birt er á heimasíðu bæjarins, og framkvæmdaáætlun í barnavernd séu báðar löngu úreltar og kominn tími á að fara í endurbætur á þeim, ef meirihlutinn hefur áhuga á að viðhalda þeim.

   Mennta- og lýðheilsusviði falið að taka saman gögn er varða fyrirspurn Viðreisnar.

  • 2208502 – Foreldraráð leikskólabarna tillaga, fræðsla og þjálfun ófaglærðra starfsmanna

   Tillaga Foreldraráðs leikskólabarna vegna fræðslu og þjálfun meðal ófaglærðra starfsmanna leikskóla lögð fram.

   Fyrirspurn foreldraráðs þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd gæðaeftirlits og ytra mats sveitarfélagsins á leikskólum Hafnarfjarðar vísað til þróunarfulltrúa leikskóla.

   Tillaga foreldraráðs leikskólabarna lögð fram og vísað til fjárhagsáætlunar ársins 2023. Fræðsluráð vill halda því til haga að í júní 2022 skilaði starfshópur skýrslu sem ber heitið endurskoðun á bættum starfsaðstæðum leikskóla. Skýrslan var unnin af þróunarfulltrúa leikskóla og í starfshóp sat fulltrúi ófaglærðra starfsmanna leikskóla, skólastjórnandi, fulltrúi foreldra leikskólabarna og fulltrúi leikskólakennara. Lagðar voru fram tillögur sem ákveðið var að taka fyrir og ræða nánar á nýju kjörtímabili. Tillögur þær sem þar eru lúta margar að öllum starfsmönnum leikskólans. Meirihluti fræðsluráðs fagnar því að foreldraráð leikskólabarna sé vakandi yfir starfsaðstæðum leikskóla og þakkar umrædda tillögu.

  • 2206007F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 353

   Lögð fram fundargerð 353. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt