Framkvæmdaráð

1. febrúar 2010 kl. 08:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 105
 1. Almenn erindi

  • 1001168 – Magni ehf, verðbætur

   Lagt fram erindi Landslaga lögfræðistofu f.h. Verktaka Magna ehf varðandi kröfu um verðbætur á óverðbætta verksamninga.

   <DIV&gt;Framkvæmdaráð vísar málinu til umsagnar lögmanns sviðsins.</DIV&gt;

  • 0911564 – Undirhlíðar, uppgræðsla

   Lagt fram erind Gróður fyrir fólk dags. 23 nóvember 2009 varðandi uppgræðslu í Undirhlíðanámu. Lagt fram minnisblað frá Vatnsveitu Hafnarfjarðar dags. 28. jan 2010.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Framkvæmdaráð óskar eftir umsögn frá Framkvæmdasviði vegna erindisins.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0712004 – Lögreglusamþykktir, reglugerð

   Lögð fram drög af Lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjörð dags í nóv 2009. Lagðar fram athugasemdir Framkvæmdasviðs dags í janúar 2010. Erindinu var vísað til sviðsins frá Bæjarráði.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram til kynningar.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0702368 – Hamranes/Vellir grunn-, leik- og tónlistarskóli

   Niðurstaða starfshóps vegna málsins lögð fram. Einnig lagðar fram umsagnir umsagnaraðila og tillögur tilboðsgjafa. Búið er að kynna málið í fræðsluráði, skipulags- og byggingarráði og umhverfisnefnd.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Framkvæmdarráð tekur undir niðurstöðu starfshóps og með hliðsjón af samkeppnisgögnum, að tillaga Hornsteina sé með samanlagða bestu einkunn. Framkvæmdaráð leggur áherslu á að vinningstillagan gefur ekki beina heimild til samninga og verkið er ekki á fjárhagsáætlun 2010.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 1001273 – Hjallabraut 33, eignaskiptasamningur

   Lögð fram ósk frá húsfélaginu Hjallabraut 33, vegna gerð eignaskiptasamnings um eignina.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram til kynningar.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0709219 – Aðgengi fyrir fatlaða,

   Lagt fram erindi frá bæjarstjórn frá 22. desember 2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Framkvæmdaráð óskar eftir uppfærðu stöðumati vegna aðgengi fyrir alla.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 1001275 – Björgunarsveit Hafnarfjarðar - Húsnæðismál

   Farið yfir stöðu mála vegna húsnæðismála hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Framkvæmdaráð felur Framkvæmdasviði að fara yfir viljayfirlýsinguna frá 2006 og leggja fram drög að nýrri viljayfirlýsingu vegna breyttra forsendra.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0906162 – Endurmat eigna

   Sigurður Páll gerir grein fyrir stöðu verkefnisins.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Málið kynnt.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0703337 – Fráveitukerfi, tenging við Garðabæ

   Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Framkvæmdaráð ítrekar að sveitarfélaginu Garðabæ sé sent formlegt erindi um að ljúka þurfi uppgjöri á milli aðila, þar sem málið hefur verið til umfjöllunar í 3 ár.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  Fundargerðir

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Lagðar fram verkfundargerðir vegna Félagsaðstöðu nr.57 og 58 og verkfundargerðir vegna Frjálsíþróttahúss nr. 33 og 34.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt