Framkvæmdaráð

8. júní 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 136

Mætt til fundar

 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Árni Björn Ómarsson varamaður
 • varamaður
 • Helga Vala Gunnarsdóttir varamaður

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir
 1. Almenn erindi

  • 10103513 – Staðardagskrá 21, endurskoðun

   Berglind Guðmundsdóttir frá Skipulags-og byggingarsviði kynnti ofangreinda endurskoðun.

   Framkvæmdarráð þakkar kynninguna. Framkvæmdarsviði er falið að gera minnisblað um markmið, verkferla og úrbætur á endurskoðun á Staðardagskrá 21 er tengjast sviðinu með beinum hætti.

  • 1106008 – Engidalur - gatnamót

   Tekin til kynningar tillaga Verkís að fyrirhuguðum lagfæringum á gatnamótum í Engidal. Jónas Snæbjörnsson frá Vegagerðinni og Ólafur Erlingsson mættu til fundarins.

   Framkvæmdarráð þakkar kynninguna.

  • 1003470 – Strætó, innanbæjarakstur

   Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri kynnti skýrsluna.

   Framkvæmdarráð þakkar kynninguna.

  • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

   Sigríður Björk Jónsdóttir og Sigurbergur Árnason kynntu greinagerðina.

   Framkvæmdarráð þakkar kynninguna. Framkvæmdarsviði er falið að gera umsögn um þá þætti greinagerðarinnar sem falla undir Framkvæmdasvið.

  • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

   Lagt er til að slökkt verði á gatnalýsingu í Hafnarfirði frá 7. júní til 20. júlí

   Framkvæmdarráð samþykkir tillöguna.

Ábendingagátt