Framkvæmdaráð

22. júní 2011 kl. 11:00

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 137

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Marín Jónsdóttir varamaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1106139 – Garðyrkjustjóri, starfsemi sumarið 2011

      Björn B Hilmarsson garðyrkjustjóri, mæti til fundarins og kynnir starfsemina í sumar

      Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1101004 – Framkvæmdasvið, eftirlit fjárhagsáætlunar

      Lagt fram rekstraryfirlit síðustu 4 mánuða.

      Lagt fram.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lagðar fram fundargerðir Bygginganefndar nr. 95 og 96. Einnig lagt fram bréf frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar dags. 6. júní 2011 til Bygginganefndarinnar. Gunnar Svavarsson formaður byggingarnefndar og Viðar Halldórsson formaður FH mættu til fundarins og gerðu grein fyrir málinu.

      Framkvæmdaráð hefur móttekið bréf frá FH til byggingarnefndar Kaplakrika varðandi framhald byggingarframkvæmda við frjálsíþróttahúsið í Kaplakrika. Framkvæmdaráð vísar bréfinu til bæjarráðs og ítrekar að gengið verði frá húsinu með þeim hætti að það liggi ekki undir skemmdum. Valin verði hagstæðasta leið að því marki.

    • 0703024 – Vatnsveita, Fagridalur rannsóknir

      Fagridalur umsókn um nýtingarleyfi í framhaldi af rannsóknum.

      Framkvæmdaráð samþykkir að heimila vatnsveitustjóra að sækja um nýtingarleyfi í Fagradal vegna vatnsréttinda þar.

    Fundargerðir

    • 1106171 – Framkvæmdaráð-heimsóknir

      Farið var í heimsókn til Gámaþjónustuna og Furu.

Ábendingagátt