Fræðsluráð

5. október 2022 kl. 12:30

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 497

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
  • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gauti Skúlason aðalmaður
  • Auðbergur Már Magnússon varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hjördís Fenger, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarn

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hjördís Fenger, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarn

  1. Almenn erindi

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Umræður.

      Til umræðu.

    • 2206145 – Endurskoðun rekstrarsamnings vegna félagshesthúss

      Tillaga íþróttafulltrúa að breytingu á rekstrarsamningi lögð fram.

      Fræðsluráð samþykkir að vísa tillögu íþróttafulltrúa til fjárhagsáætlunar vinnu fyrir árið 2023.

    • 2206144 – Endurskoðun rekstrarsamnings við Bjarkirnar

      Tillaga íþróttafulltrúa að breytingu á rekstrarsamningi lögð fram.

      Tillaga íþróttafulltrúa lögð fram. Fræðsluráð felur íþróttafulltrúa að leiða samtal milli hagsmunaaðila.

    • 22091129 – Heilsubærinn Hafnarfjörður, ársskýrsla 2021

      Ársskýrsla stýrihóps heilsubæjarins Hafnarfjörður lögð fram.

      Lagt fram.

    • 2206160 – Skipulag leikskóladagsins

      Lagt fram drög að erindisbréfi.

      Fræðsluráð samþykkir erindisbréf fyrir starfshóp um endurskipulag leikskólastarfs í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn tilnefnir Kristínu Thoroddsen, Framsóknarflokkurinn skipar Bjarneyju Jóhannesdóttur og Samfylkingin skipar Kolbrúnu Láru Kjartansdóttur.

      Fræðsluráð fer með opnum huga inn í það samtal sem framundan er þar sem megin markmið vinnunnar er að vinna að bættum starfsaðstæðum leikskólakennara. Skoðað verður með hvaða hætti hægt er að skipta deginum upp með áherslur á mismunandi þætti eins og hvenær unnið er markvisst með leikinn sem nám og hinn frjálsa leiktíma. Jafnframt leggur fræðsluráð áherslu á að starfshópurinn vinni hratt og vel að tillögum er gætu tengst styttingu vinnuvikunnar sem enn hefur ekki tekist að fullklára. Þá er verkefni starfshópsins einnig það að stilla af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færa þannig starfsumhverfi skólanna nær hvor öðrum og þannig halda jöfnu flæði á milli skólastiga. Það er von okkar og trú að með samstarfi og samtali getum við skilað af okkur endurskoðuðu fyrirkomulagi sem bætir vinnuumhverfi starfsfólks og gerir hafnfirska leikskóla framúrskarandi og í flokk með eftirsóttustu leikskólum landsins til að starfa í.

    • 2209790 – Námsflokkar Hafnarfjarðar

      Lagt fram svar við fyrirspurn Samfylkingarinnar um Námsflokka Hafnarfjarðar.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka fyrir framlögð svör. Svo virðist vera sem framtíð Námsflokka Hafnarfjarðar sé í lausu lofti og ekki útlit fyrir nein áform séu um að breyta þeirri stöðu. Það eru mikil sóknarfæri fólgin í öflugri endurmenntun og símenntun fyrir Hafnarfjarðarbæ en til þess að þau raungerist verður að vera til stefna í málaflokknum. Námsflokkar Hafnarfjarðar getur leikið lykilhlutverk við inngildingu nýrra Íslendinga í íslenskt samfélag m.a. með öflugri tungumálakennslu fyrir þennan hóp.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að settur verði á fót starfshópur sem hafi það verkefni að móta stefnu fyrir þennan málaflokk hjá bæjarfélaginu og framtíðarsýn fyrir símenntun hjá Hafnarfjarðarbæ.

    • 2209009F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 357

      Lögð fram fundargerð 357. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt