Fræðsluráð

19. október 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 498

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
  • Gauti Skúlason aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Til umræðu.

    • 22091192 – UNICEF á Íslandi, erindi

      Á fundi bæjarráðs þ. 6.október sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

      Lagt fram bréf dags. 28.sept.sl. frá Unicef, varðandi stofnun/efla starf ungmennaráðs.

      Í Hafnarfirði er starfrækt öflugt ungmennaráð. Tillögu Unicef á Íslandi um að efla starf ungmennaráðs í Hafnarfirði er vísað til fræðsluráðs til skoðunar.

      Fræðsluráð tekur störf ungmennaráðs alvarlega og telur mikilvægt að tillögur þeirra fái áheyrn og að samtal milli þeirra og ráða í bæjarfélaginu sé virt og eigi sér stað um þær tillögur og ákvarðanir sem teknar eru og snúa að ungu fólki. Fræðsluráð mun tryggja það að samtal milli ráðsins og ungmennaráðs verði áfram sem mest og verða tillögur sem lagðar voru fram í bæjarstjórn þann 12. október ræddar á fundi ráðanna beggja sem fyrirhugað er að halda þann 1. nóvember.

    • 2201750 – Skóladagatal 2022-2023 grunnskólar

      Lögð fram beiðni um breytingu á skóladagatali Hvaleyrarskóla skólaárið 2022-2023. Það er annars vegar um að 21. október verði skertur dagur og í nóvember (væntanlega 9.-10. nóvember en gæti breyst) verði tveimur uppbrotsdögum bætt við. Allt rúmast innan núverandi skóladagatals skólans.

      Samþykkt.

    • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

      Lögð fram tillaga að endurskoðun á erindisbréfi fræðsluráðs vegna ýmissa breytinga á lögum og reglugerða.

      Samþykkt að vísa endurskoðun á erindsbréfi fræðsluráðs til sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs.

    • 2210246 – Ungmennaráð, tillögur 2022, betri kynfræðsla í grunnskólum

      Bæjarstjórn vísaði þessari tillögu til fræðsluráðs:
      Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ráðist verði í endurskoðun á kynfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar svo allir nemendur fái betri fræðslu fyrr á skólagöngunni.

      Tillaga ungmennaráðs lögð fram. Fræðsluráð mun fyrir næsta fund fræðsluráðs eða þann 1. nóvember eiga fund með Ungmennaráði þar sem tillagan og möguleg afgreiðsla verður rædd.

    • 2210245 – Ungmennaráð, tillögur 2022, skapandi sumarstörf allt árið um kring

      Bæjarstjórn vísar þessari tillögu til fræðsluráðs:
      Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að bærinn bjóði upp á skapandi störf fyrir ungmenni allt árið um kring, að fyrirmynd Skapandi sumarstarfa sem boðið er upp á hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

      Tillaga ungmennaráðs lögð fram. Fræðsluráð mun fyrir næsta fund fræðsluráðs eða þann 1. nóvember eiga fund með Ungmennaráði þar sem tillagan og möguleg afgreiðsla verður rædd.

    • 2210244 – Ungmennaráð, tillögur 2022, betri og hollari skólamat fyrir börn

      Bæjarstjórn vísaði tillögu til fræðsluráðs:
      Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ráðist verði í endurskoðun á fyrirkomulagi skólamáltíða í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar með því markmiði að bjóða upp á hollari mat og meira grænmetisfæði.

      Tillaga ungmennaráðs lögð fram. Fræðsluráð mun fyrir næsta fund fræðsluráðs eða þann 1. nóvember eiga fund með Ungmennaráði þar sem tillagan og möguleg afgreiðsla verður rædd.

    • 2210243 – Ungmennaráð, tillögur 2022, staða hinsegin ungmenna í Hafnarfirði

      Bæjarstjórn vísar máli til fræðsluráðs:
      Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að bærinn ráðist í aðgerðir til að bæta stöðu hinsegin ungmenna í Hafnarfirði.

      Tillaga ungmennaráðs lögð fram. Fræðsluráð mun fyrir næsta fund fræðsluráðs eða þann 1. nóvember eiga fund með Ungmennaráði þar sem tillagan og möguleg afgreiðsla verður rædd.

    • 2210242 – Ungmennaráð, tillögur 2022, samráð við ungmennaráð Hafnarfjarðar

      Bæjarstjórn vísaði máli til fræðsluráðs:
      Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að bæjarstjórn hafi meira samráð við ungmennaráð Hafnarfjarðar og hleypi því í auknum mæli að borðinu þegar verið er að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á ungmenni í bænum.

      Tillaga ungmennaráðs lögð fram. Fræðsluráð mun fyrir næsta fund fræðsluráðs eða þann 1. nóvember eiga fund með Ungmennaráði þar sem tillagan og möguleg afgreiðsla verður rædd.

    • 2210239 – Ungmennaráð, tillögur 2022, aðstaða fyrir valgreinar í grunnskólum Hafnarfjarðar

      Bæjarstjórn vísaði máli til fræðslusráðs:
      Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að boðið verði upp á betri aðstöðu fyrir valgreinar í grunnskólum Hafnarfjarðar.

      Tillaga ungmennaráðs lögð fram. Fræðsluráð mun fyrir næsta fund fræðsluráðs eða þann 1. nóvember eiga fund með Ungmennaráði þar sem tillagan og möguleg afgreiðsla verður rædd.

    • 2210238 – Ungmennaráð, tillögur 2022, samræmt einkunnakerfi í grunnskólum Hafnarfjarðar

      Bæjarstjórn vísaði máli til fræðsluráðs:
      Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að einkunnagjöf í grunnskólum Hafnarfjarðar sé samræmd svo það sé á hreinu hvað hver bókstafur í einkunnakerfinu merkir.

      Tillaga ungmennaráðs lögð fram. Fræðsluráð mun fyrir næsta fund fræðsluráðs eða þann 1. nóvember eiga fund með Ungmennaráði þar sem tillagan og möguleg afgreiðsla verður rædd.

    • 2210234 – Ungmennaráð, tillögur 2022, aukin áhrif ungmennaráðs Hafnarfjarðar

      Bæjarstjórn vísaði máli til fræðsluráðs:
      Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í fræðsluráði bæjarins.

      Tillaga ungmennaráðs lögð fram. Fræðsluráð mun fyrir næsta fund fræðsluráðs eða þann 1. nóvember eiga fund með Ungmennaráði þar sem tillagan og möguleg afgreiðsla verður rædd.

    • 1911025 – Ástundunarreglur í grunnskólum Hafnarfjarðar

      Lagðar fram reglur um ástundun í grunnskólum Hafnarfjarðar ásamt minnisblaði þróunarfulltrúa grunnskóla.

      Lagt fram.

    • 2210285 – Íslenskukennsla fyrir Hafnfirðinga með annað móðurmál

      Til umræðu.

      Fræðsluráð felur mennta- og lýðheilsusviði að taka saman upplýsingar um námskeið sem Hafnfirðingar með annað móðurmál en íslensku hafa aðgang að.

    • 2208463 – Samfylkingin fyrirspurn um leikskólamál

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

      1. Hve margir leikskólakennarar hafa sagt stöðu sinni lausri það sem af er ári 2022?
      2. Hve margt starfsfólk með aðra menntun en leikskólakennaramenntun hafa sagt stöðu sinni lausri það sem af er ári 2022? Gott væri ef hægt yrði að sundurliða þetta niður á þau sem eru ófaglærð og þau sem eru með aðra háskólamenntun.
      3. Hve margt starfsfólk er á leikskólum í Hafnarfirðir í dag? Gott væri að fá sundurliðun á hve stór hluti þeirra eru leikskólakennarar, með aðra háskólamenntun og hve mörg eru ófaglærð.
      4. Eru einhverjir leikskólar í Hafnarfirði sem ekki eru fullmannaðir? Ef svo er, hvaða leikskólar eru það og hvað vantar að ráða í mörg stöðugildi á þeim? Einnig væri áhugavert að vita hversu mörg stöðugildi á leikskólum eru í auglýsingu í dag hjá Hafnarfjarðarbæ.
      5. Hve mörg börn hafa fengið boð um leikskólapláss en ekki fengið upplýsingar um hvenær aðlögun hefst?

      Fræðsluráð vísar til mennta- og lýðheilsusviðs til úrvinnslu.

    • 2209163 – Frístundaheimili í Hafnarfirði

      Lagt fram svar við eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

      1. Hversu mörg stöðugildi skóla- og frístundaliða á eftir að manna í skólum Hafnarfjarðar?
      2. Hve mörg börn í Hafnarfirði komast ekki í frístund að loknum skóladegi?

      Lagt fram.

    • 2210304 – Sveigjanleiki í starfi

      Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa grunnskólakennara.

      Í kjarasamningi Félags grunnskólakennara kveður á sveigjanleika í starfi. Þannig er að skólastjórar grunnskóla Hafnarfjarðar hafa fest niður vinnutíma kennara þvert á það sem kveðið er um í kjarasamningi þeirra.

      2.1.6.4 Sveigjanleiki til fjarvinnu
      Vinnutími kennara, skólasafnakennara og náms- og starfsráðgjafa skal vera samfelldur og unninn undir stjórn skólastjóra. Skólastjóri og kennari geta gert með sér samkomulag um að kennari inni af hendi hluta sinnar vinnu utan vinnustaðar. Markmiðið með þessum sveigjanleika er að koma til móts við þarfir skóla og kennara, t.d. hvað varðar starfsþróun, undirbúning kennslu og önnur þau störf sem aðilar eru sammála um að eðlilegt sé að vinna utan vinnustaðar, sjá einnig skýringarákvæði við grein 2.5.5. Mikilvægt er að skapa gott vinnuumhverfi þannig að eftirsóknarvert sé að starfa á vinnustað.

      Þannig er að í vinnu kennara er ákveðin vinna sem þarf að fara fram á vinnustaðnum sem kallast staðbundin vinna eins og kennsla, samstarf við aðra starfsmenn, teymisfundir, kennara og starfsmannfundir sem dæmi. Óstaðbundin vinna er undirbúningur og úrvinnsla, sem eru 11,67 klst per. viku af vinnutíma kennara.
      Skólastjórar hafa fest niður vinnutíma kennara á þann hátt að þeir skili staðbundinni vinnu í hverri viku að lágmarki 36 klst. En vikuleg skylda kennara er 42,86 klst. Allur sveigjanleiki í starfi teljast ca. 25 klst per. mánuð sem ætti að vera 46,68 klst.
      Það sem grunnskólakennurum þykir miður er að starfsaðstæður þeirra eru frekar daprar, þeim er gert að vinna undir hávaða frá frístund eftir kennslu. Jafnvel hafa ekki vinnuaðstöðu, tölvu, né frið til sinnar vinnu. Þeir eru jafnvel úrvinda eftir kennslu og eru á engan hátt hæfir til setu undir hávaða, né vinnuaðstöðu. Því förum við fram á að skólastjórar virði kjarasamning kennara er kemur að sveigjanlegum vinnutíma, en mikill brestur hefur verið á því undanfarin ár.

      Fræðsluráð vísar bókun fulltrúa grunnskólakennara til mennta- og lýðheilsusviðs og óskar eftir því að kannað verði hjá hverjum skóla fyrir sig hvernig þessum málum er háttað.

      Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar taka undir með kennurum að það þurfi að leiðrétta skv. því sem kemur fram í bókuninni þeirra hér að ofan. Einnig teljum við mikilvægt að skoðað sé almennt viðverureglur kennara við grunnskóla vegna þess að það virðist vera mikið ósamræmi á milli skóla innan sveitarfélaganna. Við höfum lært mikið af covid og tækifæri til sveigjanlegrar vinnu mun meiri.
      Fulltrúar telja einnig mikilvægt að árétta að skólastjórnendur og skólar eru rekin ólík og eigi ekki að tekið sé framfyrir þeirra hendur, en þetta sé endurskoðað – sérstaklega með vísun í að fylgja kjarasamningum kennara.

    • 2210347 – Foreldrasamstarf

      Lögð fram eftirfarandi bókun foreldraráðs grunnskólabarna í Hafnarfirði um eflingu foreldrasamstarfs í skólum.

      Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin í skólum landsins eftir kórónuveirufaraldur varðandi samstarf heimilis og skóla. Heimsfaraldurinn hefur gert þetta starf mjög erfitt þar sem foreldrar hafa jafnvel ekki stigið inn í skólann í yfir 2 ár og því verk að vinna að ná upp fyrra horfi.
      Samstarf heimilis og skóla er krefjandi vinna sem þarf að sinna af krafti til þess að úr verði gjöfult samstarf. Ávinningur af öflugu samstarfi heimilis og skóla er margþættur. Má þar nefna betra andrúmsloft í skólanum, aukin starfsánægja kennara, betri líðan nemenda og meiri metnaður og áhugi fyrir námi. Ávinningurinn er ekki síður fyrir foreldra þar sem öryggi í foreldrahlutverkinu eykst og samskipti batna.
      Aðkoma stjórnenda að foreldrafélagi eða störfum þess er allt frá því að vera slök til þess að vera nokkuð góð í skólum Hafnarfjarðar. Gera þarf stjórnendum grein fyrir þeim mikla ávinning og mikilvægi þess að góð tengsl séu á milli foreldrafélags/bekkjartengla og starfsfólks enda eru tækifærin mikil.
      Í ljósi þessa leggur foreldraráð grunnskólabarna til að farið verði í átak í eflingu samstarfs heimilis og skóla í Hafnarfirði. Skipaður verði vinnuhópur sem fari yfir mögulegar leiðir til þess að efla samstarf milli heimilis og skóla sem skilar niðurstöðum sínum til fræðsluráðs í desember.
      Hópurinn mun safna upplýsingum hjá skólum Hafnarfjarðar og bera saman það sem vel er gert og hefur virkað og hvar þarf að gefa í. Niðurstöður þeirrar vinnu munu síðan nýtast sem leiðarvísir fyrir stjórnendur skóla í eflingu samstarfs á milli heimila og skóla bæjarins.

      Fulltrúar fræðsluráðs taka undir mikilvægi þess að styrkja samstarf heimilis og skóla og vísar því bókuninni til umræðu og úrvinnslu hjá sviðinu. Óskar eftir því að fulltrúar sviðsins kalli fulltrúa foreldra grunnskólabarna til samstarfs.

    • 2209015F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 358

      Lögð fram 358.fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt