Fræðsluráð

26. október 2022 kl. 08:30

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 499

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
  • Gauti Skúlason aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Guðmundur Sverrisson, deildarstjóri hagdeildar, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Guðmundur Sverrisson, deildarstjóri hagdeildar, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Tekið til afgreiðslu.

      Fræðsluráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun mennta- og lýðheilsusviðs til afgreiðslu í bæjarráði.
      Tillögur fræðsluráðs miðast meðal annars að því að auka valfrelsi foreldra og styðja við barnafjölskyldur í dagvistun barna frá 12 mánaða aldri með því að heimila heimagreiðslur. Einnig leggur fræðsluráð til að niðurgreiðsla til dagforeldra verði hækkuð. Ein af tillögum fræðsluráðs er að styðja enn frekar við grunnskólakennara með miðlægum kennslufulltrúa. Þá leggur fræðsluráð til að á árinu 2023 verði skoðuð kaup og kjör starfsmanna í leikskólum bæjarins sem ekki búa yfir háskólamenntun og að starfsaðstæður starfsmanna og barna í frístund verði skoðaðar í því tilliti að bæta enn frekar starfsemi frístundaheimilanna. Nú þegar hefur verið skipað í starfshóp sem endurskoðar skipulag leikskóladagsins og bindur fræðsluráð vonir við það að sú vinna muni á árinu skila frammúrskarandi leikskólaumhverfi í Hafnarfirði. Í menntastefnu Hafnarfjarðarbæjar sem út kom á árinu eru tilgreind leiðarljós og áherslur sem þessar tillögur eiga sér stoðir í en lögð verður áhersla á að á skólaárinu 2023-2024 verði enn frekar unnið að innleiðingu leiðarljósanna. Þróunarsjóður mennta- og lýðheilsusviðs verði nýttur til að styðja við verkefni sem tengjast innleiðingu menntastefnunnar, aukinni samvinnu, sköpun í skólastarfi, fjölbreytni og vellíðan.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun.

      Eftirfarandi eru málefni sem fulltrúar Samfylkingarinnar í fræðsluráði lögðu áherslu á í vinnu við fjárhagsáætlunargerð.

      Dagforeldrar
      – Auka niðurgreiðsluna á hvert barn svo hún sé í samræmi við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum okkar.
      – Að dagforeldrum verði greitt stofnframlag.
      – Að dagforeldrum verði veittir styrkir til tækjakaupa.
      – Að Félagi dagforeldra í Hafnarfirði verði veittur styrkur til þess að halda þá fundi sem félagið heldur yfir árið og að félagið geti keypt fyrirlestra á þessa fundi.

      Hinsegin hittingar ungmenna í félagsmiðstöðinni Vitanum
      – Að hinsegin hittingum í félagsmiðstöðinni Vitanum verði fjölgað úr tveimur í mánuði í a.m.k. fjóra.
      Námsflokkar Hafnarfjarðar og íslenskukennsla á vegum Hafnarfjarðarbæjar

      – Að námsflokkum Hafnarfjarðar og sérstaklega íslenskukennsla á vegum Hafnarfjarðarbæjar verði fundin nýtt heimili. Fulltrúar Samfylkingarinnar í fræðsluráði leggja það til að stofnaður verður starfshópur um íslenskukennslu á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Hópnum yrði ætlað að finna íslenskukennslu stað innan ramma sí- og endurmenntunar Hafnarfjarðarbæjar og þá einnig hvernig væri best að leggja upp slíka kennsla.

      Kaup og kjör starfsfólks í leikskólum í Hafnarfirði sem er ekki með háskólamenntun (leiðbeinendur)
      – Að kaup og kjör starfsfólks í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar, sem er ekki háskólamenntað (leiðbeinendur), verði greind og þau borin saman við kaup og kjör starfsfólks á leikskólum í nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðarbæjar sem er einnig ekki með háskólamenntun (leiðbeinendur).

      Gjaldskrárhækkanir og stuðningsgreiðslur
      – Ef að ráðast á í gjaldskráhækkanir þá ættu þær hækkanir ekki að vera umfram þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs. Samfylkingin telur rétt að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf eins og kostur er. Verðbólga hefur farið lækkandi síðan í júlí á þessu ári og sýnir spá hagfræðideildar Landsbankans fram á frekari lækkun á verðbólgu það sem af er ári og fram á næsta ár. Fulltrúi Samfylkingarinnar setur því fyrirvara um fyrirhugaðar gjaldskráhækkanir.
      – Ef að hækka á gjaldskrá út frá viðmiðum um verðbólgu þá væri eðlilegt að hækka stuðningsgreiðslur eins og t.d. frístundastyrkinn út frá sömu viðmiðum.

      Fulltrúi Viðreisnar bókar, áhersla Viðreisnar í fjárhagsáætlanagerð til viðbótar við tillögur sem fræðsluráðið skilaði sameiginlega:

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að gjaldskrárhækkunum sé haldið í lágmarki. Við teljum mikilvægt að kjörnir fulltrúar standi fyrir ábyrga fjármálastjórnun, en á sama tíma er mikið af þeirri þjónustu sem þetta ráð ber ábyrgð á er mikið til þjónusta sem einstaklingar komast ekki undan að greiða fyrir. Við leggjum til að gjaldskrárhækkunum á grunnþjónustu sé stillt í hóf með þetta að leiðarljósi og að fundnar verði leiðir til þess að þetta bitni ekki á þeim sem þurfa mest á þjónustunni að halda, til dæmis með því að gjaldskrárhækkanir verða innleiddar í skrefum.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að hafin verði vinna á endurskoðun skólamáltíða í bænum, skoðað séu kostir þess að setja upp fleiri mötuneyti innan bæjarmarkanna. Í dag er ákalla á breytingu í þessum efnum og teljum við mikilvægt að skoðaðar séu margar ólíkar áherslur með það að leiðarljósi að geta boðið upp á hollan og fjölbreyttan kost í mataráskrift.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að hlutfall fagmenntaðra tómstunda- og félagsfræðinga verði aukið á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðum bæjarins. Í dag hafa skólastjórnendur heimild til þess að ráða í eitt full stöðugildi fagmenntaðs einstaklings í tómstunda- og félagsfræði. Aðrir fá greitt sem leiðbeinendur.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að fjölgað sé stöðugildum í Hamrinum, ungmennahúsi bæjarins. Nú á þessum tímum þar sem ungmenni þurfa á því að halda að við getum tekið utan um þau. Starfsemi Hamarsins sýndi vel í Covid hversu mikilvægt það er að geta boðið upp á rými þar sem öll ungmenni eru velkomin. Teljum við í Viðreisn mikilvægt að styðja starfið með svigrúm um aukin stöðugildi.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að frístundastyrkir hækki í takt við gjaldskrár hækkanir.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að sérstök áhersla verði á að styrkja lista- og menningarnám og valgreinar innan grunnskólanna. Að Hafnarfjarðarbær verði í fararbroddi þegar kemur að menningu og listsköpun. Í bænum er algjört aðstöðuleysi fyrir menningu og listsköpun, hér er átt við allt listnám t.d. tónlist, myndlist, leiklist og fleira. Ein af tillögum ungmennaráðs Hafnarfjarðar árið 2021 var að bæta þurfi “Bæta þarf aðgengi 12 til 16 ára ungmenna í Hafnarfirði að myndlistanámi.?. Þessi ósk hefur komið ítrekað fram í fræðsluráði síðustu ár og verður háværari með árunum.
      Fulltrúi Viðreisnar leggur því til inn í fjárhagsáætlun að það verði eyrnamerkt fé til þess að endurskoða Starfsemi Músík og Mótors í þeirri mynd sem hún er í dag, starfsemin fái aukinn styrk til þess að víkka út og bjóða upp á fjölbreyttari skapandi greinar. Innan ramma þess verkefnis verði skoðað aukið samstarf við Grunn- og framhaldsskóla bæjarins þegar kemur að fjölbreyttum valgreinum og aukið samstarf á milli skólanna. Fyrirmyndir slíkra sköpunar- og menningarsetra er í öðrum bæjarfélögum, má þar nefna Molann, Klifið og fleiri.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að börn frá 5 ára aldri hafi heimild til þess að nýta sér frístundastyrkinn.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að skoða samstarf milli íþrótta- og tómstundafélaga og frístundaheimila að vera með kynningarvikur fyrir börn í 1. og 2. bekk grunnskólanna.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að frístundaakstur bæjarins verði útvíkkaður til eldri aldurshópa með niðurgreiðslu á árskortum í strætó. Í dag er frístundabíllinn undir tómstundum og því hluta til í þessu ráði. Því leggur fulltrúi Viðreisnar til að í fjárhagsáætlun fræðsluráðs verði skoðaðar leiðir til þess að fjármagna niðurgreiðslu árskorta barna og ungmenna í strætó. Það sé bæði ávinningur fyrir strætó, til þess að halda áfram að geta þjónustað og ýtir undir að framtíðarkynslóðir nýti sér almenningsamgöngur.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að lengdur verði enn frekar opnunartíma sundlauga og bókasafnsins! Í dag eru sundlaugarnar lokaðar um kl 17-18 um helgar og býður ekki upp á kvöld eða seinniparts sund um helgar. Við vitum að það er mjög vinsælt hjá unga fólkinu okkar að fara í sund á laugardagskvöldum, verum þakklát fyrir þennan heilbrigða valkost á laugardagskvöldum og bjóðum þeim upp á sundlaugarnar innan bæjarmarka Hafnarfjarðar.
      Sama á við um bókasafnið, mikið af fjölskyldufólki er fast í ýmsum tómstundum á laugardags eða sunnudagsmorgnum og missa allt of oft af gæðastundum á bókasafninu. Það munar strax um nokkra klukkutíma til viðbótar á opnunartímanum. Í dag er bókasafnið opið frá kl 11-15 á laugardögum og lokað á sunnudögum.

    • 2210462 – Eineltisferlar í grunnskólum Hafnarfjarðar

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að leiða vinnu með sérfræðingum á sviði menntamála hjá Hafnarfirði við að skoða verkferla sem eru til staðar þegar kemur að eineltismálum barna og ungmenna. Þá leggur fræðsluráð til að starfsfólk sem kemur að eineltismálum í grunnskólum Hafnarfjarðar fái sérstaka þjálfun til að takast á við eineltismál sem upp kunna að koma. Lögð er áhersla á að unnið verði að því að styrkja enn frekar forvarnir gegn ofbelti og einelti. Fræðsluráð fordæmir einelti og leggur ríka áherslu á að fagfólk á sviði menntamála í Hafnarfirði setji áherslu á að finna og vinna með bestu mögulegar lausnir.

Ábendingagátt