Fræðsluráð

16. nóvember 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 501

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
 • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
 • Gauti Skúlason aðalmaður
 • Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 1601445 – Landspítali, rannsókn

   Lagt fram bréf dags. 9. nóv. sl. frá Landsspítala Háskólasjúkrahúsi þar sem farið er fram á heimild til að endurtaka rannsókn í fimm leikskólum Hafnarfjarðar um útbreiðslu ónæmra bakería. Leyfi Vísindasiðanefndar liggur fyrir og rannsóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi erindi.

  • 2011224 – Erindi frá skólabókasöfnum

   Lögð fram áskorun frá safnstjórum bókasafna grunnskóla Hafnarfjarðar.

   Erindi frá bókasafnsfræðingum lagt fram. Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviði að kalla eftir upplýsingum um það hve miklu fjármagni hefur verið veitt í bókakaup í grunnskólum Hafnarfjarðar síðustu 3 ár. Jafnframt er óskað eftir því að skoða hvernig þeir fjármunir sem nú þegar eru nýttir til bókakaupa eru nýttir innan hvers skóla.

  • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

   Lagðar fram eftirfarandi tillögur Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar 2023 sem vísað var til fræðsluráðs af fundi bæjarstjórnar 9. nóvember sl.

   1. Hlutfall tómstunda- og félagsmálafræðinga verði aukið í skólum og félagsmiðstöðvum

   2. Hækka tómstundastyrkinn sem nemur verðlagsþróun

   3. Stilla hækkun leikskólagjalda i hóf þar sem helstu kostnaðarliðir við rekstur leikskóla hafa ekki hækkað sem nemur verðbólgu. Laun hafa ekki hækkað, innri húsaleiga er bókhaldslegur kostnaður og hiti og rafmagn hefur ekki hækkað mikið. Viðreisn leggur til 4,5% hækkun á leikskólagjöldum til að byrja með. Endurskoða má það næsta vor eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir.

   4. Fulltrúi Viðreisnar vill að Hafnarfjarðarbær verði í fararbroddi þegar kemur að menningu og listsköpun. Í bænum er algjört aðstöðuleysi fyrir menningu og listsköpun. Styrkja þarf mun betur undir menningar-tómstundir. Listsköpun, tónlist og fleira. Ein af tillögum ungmennaráðs Hafnarfjarðar árið 2021 var að bæta þurfi “Bæta þarf aðgengi 12 til 16 ára ungmenna í Hafnarfirði að myndlistanámi. Þessi ósk hefur komið ítrekað fram í fræðsluráði síðustu ár og verður háværari með árunum. Fulltrúi Vðreisnar leggur til inn í fjárhagsáætlun að fé verði forgangsraðað til þess að endurskoða Starfsemi Músík og Mótors í þeirri mynd sem hún er í dag, starfsemin fái aukinn styrk til þess að víkka út og bjóða upp á fjölbreyttari skapandi greinar.

   5. Viðreisn leggur til að fjármagni verði forgangsraðað í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum

   6. Fulltrúi Viðreisnar leggur til að börn frá 5 ára aldri hafi heimild til þess að nýta sér frístundastyrkinn.

   8. Fulltrúi Viðreisnar leggur til að lengdur verði enn frekar opnunartími sundlauga og bókasafnsins.

   Lagt fram.

  • 22111057 – Skólaforðun fyrirspurn frá fulltrúa grunnskólakennara

   Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa grunnskólakennara.

   1. Hversu mörg börn í grunnskólum Hafnarfjarðar eru talin vera með “skólaforðun”, þ.e. hafa ekki mætt til skóla þetta skólaárið 2022-2023?
   2. Hversu mörgum börnum hefur verið neitað skólavist í öðrum skólum innan Hafnarfjarðarbæjar fyrir utan hverfaskólann sinn á þessu skólaári?
   3. Á hvaða forsendum geta grunnskólar Hafnarfjarðar neitað börnum sem búa í bænum um skólavist ef þau kjósa að skipta um skóla innan bæjarins?

   Lagt fram.

  • 1805302 – Dagforeldrar

   Lögð fram umsókn um stofnstyrk vegna daggæslu barna í heimahúsi.

   Fræðsluráð samþykkir að veita dagforeldrum stofnstyrk að upphæð 300.000 sem greiddur er eftir 12 mánaða starf hjá Hafnarfjarðarbær ef viðkomandi hefur fengið starfsleyfi til fjögurra á. Dagforeldrar eru mikilvægir bæjarfélaginu og því vill fræðsluráð standa með þeim með þessum hætti og gera þeim það kleift að útbúa komu barnanna eins vel og hægt er.

  • 2206160 – Skipulag leikskóladagsins

   Lögð fram 2.fundargerð starfshóps um skipulag leikskólastarfsins.

   Lagt fram.

  • 2211003F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 360

   Lögð fram fundargerð 360. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt