Fræðsluráð

30. nóvember 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 502

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
  • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gauti Skúlason aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Þorbergsdóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

      Lögð fram drög erindisbréf fræðsluráðs.

      Lagt fram.

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Lagðar fram að nýju eftirfarandi tillögur Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar 2023 sem vísað var til fræðsluráðs af fundi bæjarstjórnar 9. nóvember sl.

      Lagðar fram að nýju eftirfarandi tillögur Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar 2023 sem vísað var til fræðsluráðs af fundi bæjarstjórnar 9. nóvember sl.
      1. Hlutfall tómstunda- og félagsmálafræðinga verði aukið í skólum og félagsmiðstöðvum
      Meirihluti fræðsluráðs fellst ekki á tillögu Viðreisnar um að fjölgað verði tómstunda- og félagsfræðingum að svo stöddu. Meirihluti fræðsluráðs vekur athygli á því að samþykkt var að hefja vinnu við að greina starfsemi frístundaheimila á nýju ári, vinnan á einmitt að skila af sér greiningu á þörf á sérfræðingum inn í skólana sem kann að leiða að sér tillögur er lúta að umræddri tillögu.

      2. Hækka tómstundastyrkinn sem nemur verðlagsþróun
      Meirihluti fræðsluráðs synjar tillögu um hækkun á tómstundastyrk.

      3. Stilla hækkun leikskólagjalda i hóf þar sem helstu kostnaðarliðir við rekstur leikskóla hafa ekki hækkað sem nemur verðbólgu. Laun hafa ekki hækkað, innri húsaleiga er bókhaldslegur kostnaður og hiti og rafmagn hefur ekki hækkað mikið. Viðreisn leggur til 4,5% hækkun á leikskólagjöldum til að byrja með. Endurskoða má það næsta vor eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir.

      Meirihluti fræðsluráðs telur að hækkanir þær sem lagðar eru til í fjárhagsáætlun séu stilltar í hóf og séu í takt við verðbólgu, neyslu -og launavísitölu. Í ræðu bæjarstjóra í fyrri umræðu kom fram að gjaldskrárhækkun leikskóla yrði um 7,7% sem er lægri prósentutala en í öðrum gjaldskrárhækkunum sem að meðaltali er um 9,5%. Forráðamenn leikskólabarna greiða nú þegar um 10% af rekstri leikskólanna. Vakin er athygli á því að Hafnarfjarðarbær er með systkinaafslætti sem styrkja og standa með barnmörgum fjölskyldum og tekjutenging launa lækkar greiðslur tekjulágra foreldra.

      4. Fulltrúi Viðreisnar vill að Hafnarfjarðarbær verði í fararbroddi þegar kemur að menningu og listsköpun. Í bænum er algjört aðstöðuleysi fyrir menningu og listsköpun. Styrkja þarf mun betur undir menningar-tómstundir. Listsköpun, tónlist og fleira. Ein af tillögum ungmennaráðs Hafnarfjarðar árið 2021 var að bæta þurfi ?Bæta þarf aðgengi 12 til 16 ára ungmenna í Hafnarfirði að myndlistanámi. Þessi ósk hefur komið ítrekað fram í fræðsluráði síðustu ár og verður háværari með árunum. Fulltrúi Viðreisnar leggur til inn í fjárhagsáætlun að fé verði forgangsraðað til þess að endurskoða Starfsemi Músík og Mótors í þeirri mynd sem hún er í dag, starfsemin fái aukinn styrk til þess að víkka út og bjóða upp á fjölbreyttari skapandi greinar.

      Meirihluti fræðsluráðs vekur athygli á að í tillögum um fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var einmitt greint frá því að endurskoðun færi fram á starfsemi Ungmennahúss og Músík og mótor með það í huga að efla enn frekar listsköpun ungs fólks í Hafnarfirði. Það er því von okkar að eftir þá vinnu muni verða hér öflugt menningar og listalíf fyrir ungt fólk. Opnun Nýsköpunar- og tæknisetursins í Menntasetrinu við lækinn sem áætlað er að opni á nýju ári mun einnig styrkja enn frekar við sköpunarkraft ungs fólks í Hafnarfirði.

      5. Viðreisn leggur til að fjármagni verði forgangsraðað í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum

      Meirihluti fræðsluráðs vekur athygli á því að fræðsluráð samþykkti í tillögum sínum fyrir fjárhagsáætlun ársins 2023 að ráða miðlægan kennsluráðgjafa til grunnskólanna.
      Hlutverk kennsluráðgjafa er meðal annars að veita almenna kennsluráðgjöf í grunnskólum Hafnarfjarðar varðandi fjölbreytta kennsluhætti, skipulag kennslu, nýtingu stuðningsúrræða og kennslurýmis ásamt mati á kennslu sem svarar þörfum kennara og skóla með hag nemenda að leiðarljósi. Meirihlutinn bendir á að á síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt að setja fjármagn í iðjuþjálfa en enginn sótti um fjármagn til þess. Aukið fjármagn verður einnig sett í sérfræðiþjónustu á komandi ári og telur meirihluti því ekki ástæðu til að auka að svo stöddu.

      6. Fulltrúi Viðreisnar leggur til að börn frá 5 ára aldri hafi heimild til þess að nýta sér frístundastyrkinn.

      Meirihluti fræðsluráðs bendir á að í samstarfssáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er tillaga um að lækka aldur þeirra sem hafa aðgang að frístundastyrk á kjörtímabilinu. Ekki var talið fjárhagslegt svigrúm til lækkunar á næstu fjárhagsáætlun.

      8. Fulltrúi Viðreisnar leggur til að lengdur verði enn frekar opnunartími sundlauga og bókasafnsins.

      Meirihluti fræðsluráðs leggur til að skoðað verði á nýju ári hvort svigrúm sé til að auka opnunartíma sundlauga í samræmi við fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og samþykkir því ekki tillöguna að svo stöddu

    • 22111152 – Aðstöðuleysi frístundaheimilisins Holtasel

      Lagt fram minnisblað um aðstöðu frístundaheimilisins Holtasels í Hvaleyrarskóla.

      Fræðsluráð tekur undir ákall um bætta aðstöðu fyrir frístundaheimili Holtasels við Hvaleyrarskóla og hvetur umhverfis- og skipulagssvið til að taka jákvætt í ósk þeirra og finna lausnir sem henta bæði börnunum og frístundaheimilinu.
      Tillögu vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 2011224 – Erindi frá skólabókasöfnum

      Lagt fram minnisblað rekstrarstjóra hagdeildar varðandi bókakaup í grunnskólum.

      Fræðsluráð tekur undir það að lestur er mikilvægur og bókakaup þar af leiðandi mikilvæg. Á árinu 2022 voru í fjárhagsáætlun skilgreindir fjármunir að upphæð um 7,3 miljónir til bókakaupa í grunnskólum Hafnarfjarðar. Fræðsluráð samþykkir ekki að auka fjármagn á þessari fjárhagsáætlun en vekur athygli á því að skólastjórnendum er í sjálfsvald sett að nýta úthlutun til annarra vörukaupalykla sem þeir telja að ekki nýtist á árinu til bókakaupa eða annarra vörukaupa eins og segir í minnisblaði.

      Fræðsluráð leggur til að gerður verði samanburður á fjárhæðum til bókakaupa hjá öðrum sveitarfélögum á nýju ári og felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að jafnframt eiga samtal við skólastjóra grunnskóla um nýtingu fjármagns til bókakaupa.

    • 2206160 – Skipulag leikskóladagsins

      Lögð fram fundargerð 3. fundar starfshóps um skipulag leikskóladagsins.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á að við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar á leikskólum Hafnarfjarðar verði gætt vel að hagsmunum alls starfsfólks leikskólanna. Gæta þarf vel að því að enginn hópur starfsfólks sitji eftir eða beri skertan hlut þegar kemur að innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar á leikskólum í Hafnarfjarðarbæ. Þá leggja fulltrúar Samfylkingarinnar áherslu á að allt starfsfólk á leikskólum í Hafnarfjarðarbæ fái fulla styttingu vinnuvikunnar. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að nefna að starfsfólk fái að velja sjálft þá útgáfu að styttingu vinnuvikunnar sem hentar því best eins og kostur er á.

      Þá er einnig vert að nefna að gæta þarf að því að hafa betra samráð við þá hagaðila sem koma að innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar á leikskólum í Hafnarfirði. Í því tilefni ber fræðsluráði að taka tillit til þess er kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Verkalýðsfélagsins Hlífar þann 22. nóvember sl. og finna má inn á vefsíðu félagsins. Í þeirri ályktun er framganga bæjarins við undirbúning breytinga á skipulagi leikskólastarfs hörmuð og samráðsleysi við félagsfólk Hlífar sem vinnur á leikskólum í Hafnarfirði er gagnrýnt. Þetta samráðsleysi hefur flækt innleiðingu á fullri styttingu vinnuvikunnar á leikskólum í Hafnarfirði enn frekar og úr því þarf að bæta eins fljótt og mögulegt er.

      Að lokum vilja fulltrúar Samfylkingarinnar að það komi fram að þau vonast svo sannarlega til að innleiðing á fullri styttingu vinnuvikunnar á leikskólum í Hafnarfirði takist sem skyldi og verði farsælt skref fyrir leikskólastigið í Hafnarfirði. Samt sem áður er það skoðun fulltrúa Samfylkingarinnar að farið hafi verið of geyst í þessa vinnu og það hefur skapaði bæði pirring og óöryggi hjá einhverju starfsfólki á leikskólum bæjarins. Betra hefði verið að fara hægar í sakirnar, taka sér góðan tíma í að koma réttum upplýsingum til starfsfólks og um leið passa betur upp á samráð við alla hagaðila. Af þessu ferli má án efa draga dýrmætan lærdóm sem getur án efa nýst fræðsluráði vel við frekari breytingar á starfsumhverfi leikskólanna í Hafnarfjarðarbæ.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í starfshóp um skipulag leikskóladagsins vilja koma eftirfarandi á framfæri. Starfshópur tók sameiginlega ákvörðun um að hefja vinnu sína á því að útfæra fulla styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskóla sem þörf var á að ljúka fyrir árs lok. Í kjarasamningum leikskólakennara er heimild til að safna upp styttingu og var sú leið borin upp við kennara og kynnt þeim. Í öllum leikskólunum var sú tillaga samþykkt með flestum atkvæðum. Að þessu loknu hófst samtal við leiðbeinendur þar sem niðurstaðan og útfærsla á styttingu kennara var kynnt og rætt um útfærslu leiðbeinenda til að ná fullri styttingu þeirra. Hver og einn leikskóli hefur rætt og eftir atvikum samþykkt sínar leiðir en leiðbeinendur safna ekki upp styttingu heldur taka styttinguna út í hverjum mánuði með mismunandi útfærslu. Sú leið sem kennarar samþykktu að fara gerir það að verkum að kennarar vinna í 40 klst á viku en taka uppsöfnunina, þ.e. 23 daga, þegar fæst börn eru í leikskólanum eða um jól og dimbilviku, í vetrarfríum grunnskóla og að sumri. Kennurum var gerð grein fyrir því að það tæki tíma að aðlaga þessa styttingu að starfi leikskólanna og voru meðvituð um að hugsanlega þurftu þeir að færa til daga um komandi hátíðar.
      Útfærsla sem þessi krefst þess að hugað verði að dags- og ársskipulagi leikskólanna og er það hlutverk starfshópsins að útfæra á komandi mánuðum.

      Haldnir hafa verið samtals 21 fundir með starfsfólki þ.e. kennurum og leiðbeinendum þar sem málin hafa verið kynnt og rædd. Á þeim fundum hafa eftir þörfum setið fulltrúi frá félagi leikskólakennara og frá stjórn Hlífar. Við teljum mikilvægt að samtal sé milli allra aðila enda eiga þeir hlut að máli.
      Undirrituð tekur undir mikilvægi þess að útfærsla styttingu vinnuvikunnar takist vel hjá öllum starfsmönnum leikskólanna og vonar að útfærslan á kennslufyrirkomulagi í framhaldi verði farsælt skref fyrir leikskólastigið í Hafnarfirði. Starfshópurinn taldi að til þess að hefja vinnu við endurskoðun leikskóladagsins þyrfti að útfæra styttingu allra í hverjum leikskóla fyrst.

      Hér skal tekið fram að á undanförnum árum hefur mennta- og lýðheilsusvið óskað eftir skráningum yfir hátíðarnar og gerði slíkt hið sama nú. Það skal því tekið fram að engin breyting hefur átt sér stað í leikskólunum hvað varðar skipulag yfir komandi hátíðar. Ekki verður vikið frá fjölda barna á hvern starfsmann við þessa breytingu. Vinna starfshópsins á nýju ári mun fyrst og fremst snúast um það að útfæra kennsluþátt leikskólanna, þær 40 klst á viku þegar flest börn eru í leikskólanum. Þá mun starfshópurinn einnig skoða útfærslu á tómstunda- og frístundastarfi sem leitt er af leiðbeinendum aðrar stundir.

      Þá skal bent á að verkefni starfshópsins er meðal annars að tryggja góðar starfsaðstæður allra, kennara og leiðbeinenda og þarf í því sambandi meðal annars að jafna flæði kennara milli skólastiga en það hefur verið leikskólum töluvert í óhag undanfarin ár. Í dag er hlutfall kennara um 1/3 en á samkvæmt lögum að vera 2/3. Starfshópurinn sem skipaður er meðal annars af fulltrúa kennara, leiðbeinanda og stjórnanda ásamt fulltrúum foreldra er umhugað um að standa vörð um starfsaðstæður allra sem starfa í leikskólunum, starfsmanna og barna.

    • 2208463 – Samfylkingin fyrirspurn um leikskólamál

      Lagt fram svar við fyrirspurn.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði leggja fram eftirfarandi bókun

      Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka framlögð svör. Fram kemur að 11 af 17 leikskólum bæjarins eru ekki fullmannaðir og enn á eftir að ráða í 25 stöðugildi. Slíkt er áhyggjuefni og brýnt að laga. Fulltrúar Samfylkingarinnar bera vonir til þess að þegar vinnu starfshóps um skipulags leikskóladagsins er lokið muni ganga betur að ráða í þau stöðugildi sem vantar í inn á leikskóla í Hafnarfirði. Þá stendur einnig til að skoða kaup og kjör starfsfólks í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar sem er ekki háskólamenntað. Niðurstöðu úr þeirri vinnu þarf að nota vel til þess að bæta enn frekar starfsumhverfi starfsfólks í leikskólum bæjarins og einnig samkeppnishæfni leikskóla í Hafnarfirði um starfsfólk.

    • 1803158 – Nýsköpunar- og tæknisetur

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurnir.

      1. Hefur verkefnastjóri sem undirbýr stofnun fyrir Nýsköpunar- og tæknisetur Hafnarfjarðar verið ráðinn?
      2. Er vinna hafin við stofnun Nýsköpunar- og tækniseturs? Ef svo er hvar stendur sú vinna og hver inna hana af hendi?
      3. Á fundi bæjarráðs 28. júlí síðastliðinn var skipaður stýrihópur um Menntasetrið við Lækinn. Hvaða hlutverk hefur sá stýrihópur og hversu oft hefur hann fundað?

      Greinargerð með fyrirspurnum

      Á fundi fræðsluráðs þann 16. febrúar síðastliðinn, undir dagskrárlið nr. 6 kemur eftirfarandi fram:
      “Samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið árið 2022 að setja á stofn nýsköpunar- og tæknisetur við Menntaskólann við Lækinn. Fræðsluráð samþykkir að hafin verði undirbúningur að ráðningu verkefnastjóra sem undirbýr stofnun fyrir Nýsköpunar- og tæknisetur Hafnarfjarðar og vísar til mennta- og lýðheilsusviðs.”

      Í greinargerð við fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 stendur eftirfarandi:
      “Sköpun og framsækið skólastarf verða styrkt enn frekar með stofnun Tækni-og nýsköpunarseturs við Menntasetrið við Lækinn. Ráðinn verður starfsmaður sem starfar með mennta-og lýðheilsusviði við uppsetningu kjarnastarfsemi setursins, undirbýr stofnun þess og mun þjónusta alla skóla Hafnarfjarðar. Menntasetrið við Lækinn verður þá miðstöð sem eflir og hvetur skólana til nýsköpunar og ýtir undir framgang nýrra hugmynda með virkri þátttöku beggja skólastiga auk möguleika til að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki. Sköpun er forsenda fjölbreytni til framtíðar í hafnfirsku skólakerfi og undirstaða að öflugu og fjölbreyttu starfi þeirra í takti við áskoranir nútíðar og framtíðar. Kjarnastarfsemi er þá öflug stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir nemendur, kennara, frumkvöðla og mögulega sprotafyrirtæki.”

      Sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs greindi frá því á fundinum að samtal er í gangi um verktöku vegna uppbyggingu og verkefnastjórn á hönnun og innleiðingu nýsköpunar og tæknisetursins. Vinna við stofnun hefst þegar ráðinn verður verktaki/starfsmaður. Fyrirspurn varðandi hlutverk stýrihóps um Menntasetrið við Lækinn skal beint til bæjarráðs.

    Fundargerðir

    • 2211004F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 361

      Lögð fram fundargerð 361. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt