Fræðsluráð

14. desember 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 503

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
 • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
 • Gauti Skúlason aðalmaður
 • Auðbergur Már Magnússon varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

   Lögð fram drög að erindisbréf fræðsluráðs.

   Fræðsluráð samþykkir framlagt erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 22111317 – Dagforeldri, starfsleyfi

   Lagt fram bréf daggæslufulltrúa dags 7. desember sl. þar sem óskað er eftir endurnýjun starfsleyfis til daggæslu í heimahúsifyrir Hugrúnu Valdimarsdóttur.

   Samþykkt.

  • 2212155 – Heimagreiðslur

   Lögð fram drög að reglum um heimagreiðslur.

   Fræðsluráð samþykkir meðfylgjandi reglur um heimagreiðslur og vísað til bæjarstjórnar til frekari samþykkis.
   Foreldrar geta þá frá og með áramótum sótt um heimagreiðslur með
   börnum frá 12 mánaða aldri. Upphæðin er sú sama og niðurgreiðsla með börnum hjá
   dagforeldrum. Með þessu er komið til móts við óskir foreldra um fleiri leiðir til að brúa
   bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn hefur skólagöngu í leikskóla.

  • 1903112 – Dagforeldrar reglur og gjaldskrá

   Lögð fram drög að breytingum á reglum um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum.

   Fræðsluráð samþykkir breytingu á reglum um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2211019F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 362

   Lögð fram fundargerð 362. fundar íþrótta og tómstundanefndar.

Ábendingagátt