Fræðsluráð

25. janúar 2023 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 505

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
 • Gauti Skúlason aðalmaður
 • Auðbergur Már Magnússon varaáheyrnarfulltrúi
 • Kolbrún Lára Kjartansdóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir varaáheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir varaáheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 1803158 – Nýsköpunar- og tæknisetur

   Til fundarins kom Sólveig Rán Stefánsdóttir og kynnti hugmyndir að fyrirhuguðu nýsköpunarsetri í Menntasetrinu við lækinn.

   Fræðsluráð þakkar Sólveigu Rán Stefánsdóttur nýráðnum verkefnastjóra fyrir kynninguna.

  • 2201739 – Mönnun leikskóla

   Lagt fram svar við fyrirspurn Samfylkingarinnar.

   Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun

   Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka framlögð svör. Það er gott að það séu til verklagsreglur vegna fáliðunar í leikskólum Hafnarfjarðar. Jafnframt er það gott að þau stöðugildi sem á eftir að ráða í á leikskólum bæjarins virðist fara fækkandi en það vantar auðvitað enn þó nokkuð upp á svo að níu af 17 leikskólum bæjarins teljist fullmannaðir. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja mikla áherslu á að tekið verði föstum tökum á mönnunarvanda á leikskólum í Hafnarfirði.

  • 2206160 – Skipulag leikskóladagsins

   Lögð fram fundargerð frá 19. janúar sl. starfshóps um skipulag leikskóladagsins.

   Lagt fram.

  • 2210304 – Sveigjanleiki í starfi

   Lagt fram svar við fyrirspurn félags grunnskólakennara.

   Fulltrúi grunnskólakennara leggur fram eftirfarandi bókun og áréttir að skv. kjarasamningi Félags grunnskólakennara þá er undirbúningur og úrvinnsla, 11,67 klst per. viku af vinnutíma kennara. Vikuleg vinnuskylda kennara eru 42,86 klst. Þá er viðveru vinnutími 31,19 klst. Þess utan getur hver og einn kennari samið við sinn yfirmann. Þetta kemur ekki nógu skýrt fram í svari fræðslusviðs. Skólastjórar hafa margir hverjir ekki verið að fylgja þessum ákvæðum kjarasamnings. En viðurkenni þó að þeir eru farnir að sýna slaka. Mikilvægt er að þeir virði kjarasamning starfsmanna sinna.

  • 2301520 – Ársskýrsla heilsubæjarins 2022

   Lögð fram ársskýrsla stýrihóps Heilsubæjarins Hafnarfjörður fyrir árið 2022

   Lagt fram.

  • 2003267 – Hestamannafélagið Sörli, rekstrarsamningur 2020

   Nýr rekstrarsamningur við Hestamannafélagið Sörla lagður fram til kynningar. Breytingar eru á honum vegna stuðnings Hafnarfjarðarbæjar vegna rekstrar nýs félagshestshúss.

   Lagt fram.

  • 2301608 – Starfsöryggi starfsmanna grunnskóla

   Lögð fram eftirfarandi bókun frá félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði.

   Það er orðið of algengt að kennarar í grunnskólum Hafnarfjarðar séu ásakaðir um ýmis brot, bæði af foreldrum/forráðamönnum og nemendum. Hvort sem það er andlegt -, líkamlegt – og jafnvel áskanir um kynferðis – ofbeldi. Hverskyns hótanir en þó alvarlegust, morðhótanir, fara í gegnum símann. Það er vegið að starfsheiðri grunnskólakennara / stjórnenda skólanna, því er það ósk fulltrúa grunnskólakennara að umræða og aðgerða bæjarins sé þörf þar sem ásakanir koma upp á hverju ári. Það er með öllu ótækt að stjórnendur skólanna rannsaki slík brot, utanaðkomandi/hlutlaus aðili ætti að sjá um slíkt. Kennarar upplifa sig úrræðalausa á sama tíma sem þeir eru ásakaðir um ætluð brot þá eigi þeir að sinna nemendum af umhyggju og passa upp á velferð þeirra.
   Nemandi sem beitir annan nemanda hvers kyns ofbeldi. Alvarleg brot eru að gerast innan skólans og misjafnlega tekið á þeim. Dæmin eru mörg og misjafnlega er tekið á slíkum málum.
   Verklagsreglur þarf um viðbrögð skóla er kemur að öllum þessum liðum.

   Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að skoða ferla og vinna málið áfram.

  Fundargerðir

  • 2212023F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 364

   Lögð fram fundargerð 364. ÍTH.

Ábendingagátt