Fræðsluráð

8. febrúar 2023 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 506

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
  • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gauti Skúlason aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Þorbergsdóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, deildarstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdóttir, varaáheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir varaáheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Árný Steindóra Steindórsdóttir, deildarstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdóttir, varaáheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir varaáheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 22111193 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2022 og viðhaldsáætlun 2023

      Starfsmenn umhverfis og skipulagssviðs mæta til fundarins og kynna viðhaldsskýrslu 2022 og viðhaldsáætlun 2023.

      Fræðsluráð þakkar kynninguna.

    • 2003267 – Hestamannafélagið Sörli, rekstrarsamningur 2020

      Lagður fram að nýju rekstrarsamaningur við Hestamannafélagið Sörla.

      Fræðsluráð samþykkir að vísa rekstrarsamningi við Sörla til frekara samþykkis í bæjarstjórn.

    • 2302033 – Beiðni um samstarfs- og rekstrarsamning

      Siglingafélagið Hafliði óskar eftir því að gerður verði samstarfs- og rekstrarsamningur milli félagsins og Hafnarfjarðarbæjar.

      Fræðsluráð vísar ósk Siglingarfélagsins Hafliða til fjárhagsáætlunar ársins 2024

    • 2301260 – Frístundastyrkur 2022

      Lögð fram tillaga um að lækka aldursviðmið varðandi notkun frístundastyrkjar í líkamsræktarstöðvum úr 16 ára í 14 ára.

      Fræðsluráð samþykkir tillögu um lækkun aldursviðmiða varðandi notkun frístundastyrkja til kaupa á aðgengi í líkamsræktarstöðvar úr 16 ára – 14 ára og vísar til frekara samþykkis í bæjarstjórn.

      Samkvæmt tölum um fjölda barna í íþróttum eftir aldri og nýtingu frístundastyrksins er ljóst að töluvert brottfall er um 14 ára aldur. Hreyfing og heilbrigt líferni hefur mikið forvarnargildi og viljum við halda þessum aldurshópi við efnið og grípa þau þegar þau hætta að æfa með félaginu sínu og ýta undir áframhaldandi hreyfingu. Lækkun aldursviðmiðs fyrir frístundastyrk til líkamsræktar úr 16 ára niður í 14 ára er mikilvægt og jákvætt skref í þá áttina.

    • 2302183 – Orðsporið

      Félag leikskólakennara og félags stjórnenda leikskóla veittu Hafnarfjarðarbæ hvatningaverðlaun leikskólanna, Orðsporið.

      Fræðsluráð þakkar Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda í leikskólum fyrir hvatningarverðlaunin Orðsporið, 2023. Hvatningin er okkur afar mikilvæg og hvetur okkur í þeirri vinnu að efla leikskóla okkar enn frekar.

    Fundargerðir

    • 2301015F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 365

      Lögð fram fundargerð 365. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt