Fræðsluráð

8. mars 2023 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 508

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
  • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gauti Skúlason aðalmaður
  • Lars Jóhann Imsland Hilmarsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Margrét Össurardóttir fulltrúi grunnskólakennara
  • Særún Þorláksdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Aldís Dröfn Stefánsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna

Auðbergur Magnússon varaáheyrnarfulltrúi sat fundinn fyrir hönd Viðreisnar. Árný Steindórsdóttir aðstoðarmaður sviðstjóra sat fundinn.Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir varafulltrúi leikskólaforeldra.

Ritari

  • Fanney Dóróthea Halldórsdóttir fræðslustjóri

Auðbergur Magnússon varaáheyrnarfulltrúi sat fundinn fyrir hönd Viðreisnar. Árný Steindórsdóttir aðstoðarmaður sviðstjóra sat fundinn.Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir varafulltrúi leikskólaforeldra.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Rekstrarniðurstaða málaflokka fræðsluráðs fyrir árið 2022 kynnt af Guðmundi Sverrisyni starfandi fjármálastjóra.

    • 2303097 – Innra mat leikskóla

      Lögð fram og kynnt lokaskýrsla um innra mat leikskóla, samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar 2021 – 2023.

    • 2303098 – Skipulag sumarstarfs í leikskólum

      Skipulag sumarstarfs í leikskólum fyrir elstu börnin. Lagt fram bréf frá leikskólastjórum um sumarfrí elstu leikskólabarna í sumar.

      Fræðsluráð tekur undir mikilvægi þess að tryggja samfellu í sumarfríi leikskólabarna og tekur undir áskorun leikskólastjóra.

    • 2303076 – Endurreisn foreldrasamstarfsins, fræðslu- og fundarherferð

      Gerður hefur verið samningur milli mennta- og
      barnamálaráðuneytis og Heimilis og skóla v/ endurreisnar
      foreldrastarfs í þágu farsældar barna.
      Meginmarkmið verkefnis er að:

      a. Stuðla að endurreisn foreldrastarfs í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og efla svæðissamtök foreldra um land allt.
      b. Innleiða farsældarsáttmála um land allt í samvinnu við helstu aðila.
      c. Þróa og gefa út fræðsluefni til foreldra.
      d. Annast fræðslu til starfsfólks skóla og íþrótta- og æskulýðsstarfs um ávinning, ógn og tækifæri í samstarfi við heimili og foreldra.
      e. Auka við símaráðgjöf fyrir foreldra.

      Samstarf um verkefnið er hafið milli Hafnarfjarðarbæjra, Heimilis og skóla og Foreldraráðs Hafnarfjarðar.

      Fyrsti foreldrafundur verður 14. mars í Hvaleyrarskóla fyrir foreldra úr því skólahverfi auk foreldra úr Hraunvalla- og Skarðshlíðarskólahverfi.

      Bókun foreldraráðs grunnskólabarna í Hafnarfirði

      Erindi: Foreldrasamstarf

      Foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði fagnar því að verið sé að leita leiða til að efla foreldrasamstarf í skólum. Samstarf heimilis og skóla hefur lengi verið ábótavant og hafði heimsfaraldurinn ansi neikvæð áhrif á foreldrasamstarf. Það er því mjög mikilvægt að setja foreldrasamstarf í forgang og endurreisa það góða starf sem hefur verið unnið og efla það enn frekar.

      Eins er mikilvægt að huga að foreldrum barna af erlendum uppruna og efla samstarf við þau en foreldrar barna af erlendum uppruna eru oft illa upplýst um skólamál þar sem upplýsingar eru þeim illa aðgengilegar. Með því að efla slíkt samstarf má auðveldlega bæta menntun þessara barna auk þess að slíkt samstarf sýnir foreldrum að þau og börnin þeirra eru mikilvæg og velkomin í okkar samfélagi.

      Fh. foreldraráðs grunnskólabarna

      Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

    • 2303170 – Þróun útivistar- tómstunda- og íþróttasvæðis Hamranesi

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að hefja vinnu og greiningu í samráði við umhverfis- og skipulagssvið við skipulag og þróun útivistar- íþrótta- og tómstundasvæðis Hamranesi, vestan Hamraness. Lagt er til að haft verði í huga að skapa aðstöðu fyrir hreyfingu, tómstundir, útivist og afþreyingu. Í stækkandi bæjarfélagi er mikilvægt að huga að framtíðar svæði fyrir hreyfingu og tómstundir. Töluverð sóknarfæri eru á svæðinu vegna fjölgunar íbúa og fjölbreyttum íþróttagreinum fjölgað í bæjarfélaginu. Svæðið hefur mikla og góða tengingu við náttúruna sem skapa jákvæð skilyrði fyrir ýmiskonar afþreyingu. Hafnarfjörður hefur lagt áherslu á heilsu og heilbrigði og stutt vel við slíka afþreyingu á undanförnum árum.

    • 2302527 – Frístundastyrkir nýting

      Á síðasta fundi fræðsluráðs var óskað eftir nánari greiningu á nýtingu 14-18 ára á frístundastyrknum.

      Lögð fram greining sem byggir á gögnum um notkun frístundastyrksins.

      Fræðsluráð þakkar samantekt á nýtingu frístundastyrkjar 14-18 ára barna.

    • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

      Lagt fram endurgert erindisbréf Íþrótta- og tómstundanefndar.

      Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

    • 2303074 – Sumarstarf tómstundamiðstöðva

      Tillaga um fyrirkomulag leikjanámskeiða tómstundamiðstöðva, róló og Tómstundar í sumar lögð fram.

      Samþykkt

    Leikskólamál

    • 2103118 – Skóladagatöl 2021-2022 leikskólar

      Lögð fram breyting á leikskóladagatali leikskólans Smáralundar.

      Samþykkt.

    • 2201739 – Mönnun leikskóla

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurnir:

      Hvaða leikskólar í Hafnarfirði eru ekki fullmannaðir og hversu mörg stöðugildi þarf til að ráða í til að fullmanna þá leikskóla?

      Hversu margir leikskólar í Hafnarfirði hafa sett á skerta vistun frá áramótum vegna manneklu?

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun.

      Samkvæmt minnisblaði þróunarfulltrúa leikskóla frá því 25. janúar þá vantar að manna 23 stöðugildi á 9 leikskólum í Hafnarfirði. Þá hefur það gerst upp á síðkastið að leikskólar bæjarins hafa sett á skertan vistunartíma vegna manneklu. Það væri því forvitnilegt að vita hvort að eitthvað hafi breyst varðandi mönnun á leikskólum bæjarins síðan þróunarfulltrúi lagði fram minnisblað sitt. Þá velta fulltrúar Samfylkingarinnar því fyrir sér hvort þróunarfulltrúi leikskóla geti upplýst fræðsluráð reglulega um stöðu mönnunar á leikskólum í Hafnarfirði. Með þeim hætti er hægt að ræða málið reglulega innan fræðsluráðs með því markmiði að velta upp mögulegum mótvægisaðgerðum við þeim mönnunarvanda sem er til staðar á leikskólum í Hafnarfirði.

    Fundargerðir

    • 2302014F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 367

      Lögð fram fundargerð 367. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt