Fræðsluráð

3. maí 2023 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 512

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
  • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gauti Skúlason aðalmaður
  • Auðbergur Már Magnússon varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Árný Steindóra Steindórsdóttir, deildarstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Árný Steindóra Steindórsdóttir, deildarstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2210242 – Ungmennaráð, tillögur 2022, samráð við ungmennaráð Hafnarfjarðar

      Samtal við ungmennaráð.

      Fræðsluráð þakkar fulltrúum frá ungmennaráði fyrir komuna og þakkar fyrir þær tillögur sem komið hafa frá ráðinu. Fræðsluráð mun vinna nánar að tillögum sem ræddar voru og vísar þeim ábendingum sem snúa beint að grunnskólum til sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs.

    • 2303452 – Starfshópur um tómstundamiðstöðvar

      Lagðar fram fundargerðir nr. 1 og 2 frá starfshópi um tómstundamiðstöðvar.

      Lagt fram.

    • 2301215 – Leikskólar undirbúningstímar deildarstjóra

      Lagt fram svar við fyrirspurn.

      Lagt fram.

    • 2210347 – Foreldrasamstarf

      Lögð fram skýrsla og tillaga starfshóps um samstarf heimila og skóla. Tillögurnar eru eftirfarandi.

      Auka þarf samstarf milli heimila og skóla og það er gert best með öflugu samstarfi milli foreldrafélaga og skólans.

      Starfsemi foreldrafélaga á ekki að snúast um kvaðir og fjáraflanir heldur verkefni sem hlúa að börnunum og veru þeirra í skólanum.

      Skólastjórar bera ábyrgð á því að foreldrafélög fái stuðning og hvatningu.

      Á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs skal vera starfsmaður sem er tengill við foreldrafélög og styður við starfsemi þeirra.

      Starfshópurinn leggur til að aðilar þessa máls þ.e. fræðsluráð Hafnarfjarðar, Foreldraráð Hafnarfjarðar, skólastjórar og foreldrafélög grunnskólanna í Hafnarfirði samþykki: Viðmið um samstarf heimila og skóla í Hafnarfirði.

      Fræðsluráð þakkar starfshóp vinnu sína og samþykkir fyrir sitt leyti þær tillögur sem þar koma fram.

      Fulltrúi grunnskólakennara leggur farm eftirfarandi bókun við mál nr. 4.Í viðmiði undir grunnskóla er tilllaga nr. 5 um hlutverk umsjónarkennara. Þar er lagt til að umsjónarkennari taki þátt í verkefnum með nemendum og foreldrum utan hefðbundinnar kennslu.
      Allur tími umsjónarkennar fer í undirbúning og úrvinnslu, teymisvinna. Er starf umsjónarkennara orðinn meir en 100%?
      Fulltrúi grunnskólakennara vill koma því á framfæri með þessari bókun að ekki er hægt að bæta endalaust við störf umsjónarkennara sem eru nú þegar að drukkan í vinnu, nema að það þurfi að taka eitthvað annað út í störfum hans.

    • 2304606 – Betri vinnutími í leikskólum

      Lagt fram minnisblað.

      Meirihluti fræðsluráðs og Viðreisn þakka þróunarfulltrúa samantektina og fagnar því að þær aðgerðir sem ráðist var í séu að skila þeim árangri að hlutfall fagfólks fjölgar í leikskólum Hafnarfjarðar. Væntingar standa til þess að enn muni bætast í hóp kennara við þann mikla mannauð sem nú þegar starfar í leikskólum Hafnarfjarðar.

    • 2305023 – Samfylkingin fyrirspurn leikskólapláss

      Fulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði leggja fram eftirfarandi fyrirspurnir:
      1. Hversu mörg leikskólapláss losna á leikskólum Hafnarfirði í upphafi næsta skólaárs?
      2. Hversu mörg börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Hafnarfirði?
      3. Hvenær hefst úthlutun leikskólaplássa fyrir næsta skólaár á leikskólum í Hafnarfirði og hvenær lýkur henni?
      4. Hver er áætlaður inntökualdur barna á leikskólum í Hafnarfirði fyrir næsta skólaár?
      5. Hvaða leikskólar í Hafnarfirði eru ekki fullmannaðir og hversu mörg stöðugildi þarf til að ráða í til að fullmanna þá leikskóla?

      Fyrirspurn Samfylkingar vísað til þróunarfulltrúa leikskóla.

    • 2210238 – Ungmennaráð, tillögur 2022, samræmt einkunnakerfi í grunnskólum Hafnarfjarðar

      Lagt fram minnisblað vegna fyrirpurnar um námsmat.

      Lagt fram.

    • 1804225 – Hamarinn ungmennahús

      Formaður fræðsluráðs felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að taka saman fyrir fræðsluráð upplýsingar um nýtingu og starfsemi Hamarsins, ungmennahúss og Músik og mótor.

    Fundargerðir

    • 2304015F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 371

      Lögð fram fundargerð 371.fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt