Fræðsluráð

25. október 2023 kl. 08:30

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 521

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
  • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gauti Skúlason aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Þorbergsdóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta og tómstundafulltrúi, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hjördís Fenger, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdóttir starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta og tómstundafulltrúi, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hjördís Fenger, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdóttir starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2308876 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2024 og 2025-2027

      Fjárhagsáætlun fræðsluráðs til afgreiðslu.

      Fræðsluráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun mennta- og lýðheilsusviðs til afgreiðslu í bæjarráði.

      Fræðsluráð leggur sameignlega fram eftirfarandi bókun.

      Fræðsluráð samþykkir að vísa tillögu um hækkun á niðurgreiðslu til foreldra vegna dvalar hjá dagforeldrum og heimgreiðslum um 9,9% og samþykkir tillögur í nýjum samning milli dagforeldra og Hafnarfjarðarbæjar sem styður við starf dagforeldra.

      Fræðsluráð samþykkir að gera breytingu á tölvuþjónustu í leik- grunnskólum frá og með hausti 2024 og leggur til að skólar njóti miðlægrar tölvuþjónustu.

      Lagt er til að opnunartími bókasafna styttist í hverjum skóla frá hausti 2024.

      Fræðsluráð samþykkir að gera breytingar á innkaupum á ritföngum og leggur til að frá og með næsta hausti mun grunnskólinn útvega allar vinnubækur og pappír en börn komi sjálf með ritföng, tryggt verður að til verði ritföng í skólunum ef börn koma ekki með með sér.

      Fræðsluráð samþykkir tillögur starfshóps um tómstundamiðstöðvar þar sem meðal annars er lagt til að deildarstjóri hafi aðstoðar deildarstjóra bæði frístund og félagsmiðstöðvum til að tryggja enn betra og öflugra starf og vísar tillögu um aukafjármagn til samþykktar.

      Áhersla er lögð á að áfram verði fjármagni varið til endurgerðar á leik- og grunnskólalóðum og að á árinu 2024 verði ástand lóða kortlagt.

      Fræðsluráð leggur til að teknar verði saman upplýsingar um aðgengi Hafnfirðinga á Íslenskukennslu og skoðaðar leiðir fyrir íslenskukennslu í heimabyggð.

      Lagt er til að stofnað verði til starfshóps um ungmennahús í Hafnarfirði sem tekur til starfa strax til að kortleggja enn betra aðgengi Hafnfirskra ungmenna að ungmennahúsi.

      Fræðsluráð leggur áherslu á að í nýju útboði vegna skólamáltíða í leik- og grunnskólum sé tekið mið af væntingum barna og starfsmanna og að skoðaðar verði ólíkar áherslur með það að leiðarljósi að geta boðið upp á hollan og fjölbreyttan kost í mataráskrift, starfshópur hefur störf í nóvember.

      Fræðsluráð leggur áherslu á að börn í 5.bekk hafi aðgang að frístundabíl líkt og 1.-4. bekkur hefur.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun.

      Eftirfarandi voru áherslur fulltrúa Samfylkingarinnar í fræðsluráði við umræðu fjárhagsáætlunar innan ráðsins.

      Gjaldskrárhækkanir og stuðningsgreiðslur
      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja ríka áherslu á að gjaldskráhækkanir eiga ekki að vera umfram þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs. Mikilvægt er að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf svo þær séu ekki íþyngjandi fyrir launafólk.
      Þá þykir fulltrúm Samfylkingarinnar eðlilegt að hækka stuðningsgreiðslur eins og t.d. frístundastyrkinn út frá viðmiðum um ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs.

      Gjaldskrá matar í grunn- og leikskólum
      Þann 1. nóvember n.k. hækkar gjaldskrá matar í leikskólum um 19% og í grunnskólum um 33%. Þessar hækkanir eru umfram þróun á ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs.
      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja ríka áherslu á að hækkun á gjaldskrá matar í grunn- og leikskólum eigi ekki að vera umfram þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs.

      Grunn- og leikskólalóðir
      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu að fjármagni sé varið til endurgerða og uppbyggingu grunn- og leikskólalóða. Ráðast þarf í átak í endurgerð og uppbyggingu grunn- og leikskólalóða og mikilvægt er að því átaki verði tryggt nóg fjármagn innan ramma fjárhagsáætlunnar.

      Íslenskukennsla fyrir fólk sem talar ekki íslensku eða talar takmarkaða íslensku
      Fulltrúar Samfylkingarinnar í fræðsluráði leggja til að íslennskukennsla innan Hafnarfjarðarbæjar verði kortlögð með tilliti til þess hvar hennar er þörf og fræðsluráði í framhaldinu síðan falið að koma skipulagi á slíka kennslu hjá Hafnarfjarðarbæ.

      Ungmennahús í Hafnarfirði
      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að fræðsluráð kalli eftir upplýsingum frá mennta- og lýðheilsusviði um ungmennahúsa í Hafnarfirði. Í framhaldinu mun fræðsluráð skipa starfshóp sem fær það hlutverk að leggja fram tillögur um hvernig má bæta skipulag, umhverfi og aðstöðu ungmennahúsa í Hafnarfirði.
      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á að fulltrúar frá starfsfólki og notendum ungmennahúsana eigi sæti í starfshópnum.

      Áherslur Viðreisnar í fjárhagsáætlun fræðsluráðs

      Fulltrúi Viðreisnar stendur fyrir ábyrga fjármálastjórnun, teljum við ekki hafa forsendur fyrir því að setja fram margar óraunsæjar tillögur. Það er þó mikilvægt að halda áfram með verkefni sem skipta miklu máli og er kominn tími í að skoða vel.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að farið verði í markvissa vinnu við að endurskoða útboð um skólamáltíðir í bænum, umræðan um skólamat í grunn- og leikskólum bæjarins er misjöfn. Nú er samningurinn við fyrirtækið sem sér um þessa þjónustu í dag á tímamótum og gjaldskráin hefur hækkað umtalsvert á skömmum tíma. Hæðst er umræðan í grunnskólum. Kallað hefur eftir endurskoðun á skólamáltíðum bæjarins, bæði frá fulltrúa Viðreisnar og ungmennaráði að þessi mál séu endurskoðuð með fjölbreytni i huga og skoðaðar nýjar leiðir. Því óskum við eftir því að settur verður á laggirnar starfshópur um skólamáltíðir. Í starfshópnum séu kjörnir fulltrúar frá öllum flokkum, starfsmaður frá sviðinu, fulltrúi frá ungmennaráði, og vonandi einnig fulltrúi starfsmanna grunnskóla, kennara og skólastjórnenda og fulltrúi frá foreldraráði. Að starfshópnum verði falið að kynna sér hvernig máltíðum er háttað í nærliggjandi sveitafélögum, fá að heyra skoðanir þeirra sem nýta sér mataráskrift í skólunum. Geti kallað eftir tölulegum gögnum. Fá upplýsingar um fjölbreyttar útfærslur að útboði. Geti unnið vel að tillögum fyrir skóla Hafnarfjarðarbæjar. Tillögurnar verði svo kynntar fyrir fræðsluráð.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að frístundastyrkir hækki í takt við vísitölu hækkanir.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að frístundaakstur bæjarins verði útvíkkaður til eldri aldurshópa með niðurgreiðslu á árskortum í strætó. Í dag er frístundabíllinn undir tómstundum og því hluta til í þessu ráði. Því leggur fulltrúi Viðreisnar til að í Fjárhagsáætlun Fræðsluráðs verði skoðaðar leiðir til þess að fjármagna niðurgreiðslu árskorta barna og ungmenna í strætó. Það sé bæði ávinningur fyrir strætó, til þess að halda áfram að geta þjónustað og ýtir undir að framtíðarkynslóðir nýti sér almenningsamgöngur.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að starfsemi Vinnuskóli Hafnarfjarðarbæjar verði rýnd með það í huga að mæta nútímanum. Hugmyndir um vinnuskóla Hafnarfjarðar og stefna í þeim málum sé endurskoðuð með fjölbreytni í huga. Markmiðið sé að mæta ungmennum sem eru að taka sín fyrstu skref á íslenska vinnumarkaðnum. Setti verði starfshópur á laggirnar til að endurskoða stefnu vinnuskólans. Hægt er að nýta sér niðurstöðu vinnuhóps Hafnarfjarðarbæjar sem skilaði af sér fyrir um 3- 4 árum.

      Meirihluti fræðsluráðs hefur ábyrga fjármálastjórnun að leiðarljósi við gerð fjárhagsáætlunar og leitast jafnframt ávallt við að halda góðu þjónustustigi.

Ábendingagátt