Hafnarstjórn

15. ágúst 2007 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1316

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 0708072 – 6 mánaða uppgjör 2007.

      Lagt fram rekstraruppgjör janúar til júní 2007. Hafnarstjóri fór yfir og skýrði helstu þætti uppgjörsins, en rekstrartölur 30.06. eru í samræmi við fjáhagsáætlun. Í framhaldi af umræðu um tekjur hafnarinnar skýrði Bæjarstjóri frá viðræðum sem hann hefur átt við ýmsa aðila varðandi útflutning á vatni, en ef að slíku yrði, þá hefði það mikil áhrif á tekjumyndum hafnarinnar.

    • 0708068 – Óseyrarbraut 1b

      Lögð fram umsókn Sola Kapital ehf. um sameiningu lóðanna Óseyrarbrautar 1 og 1b, dagsett 10. ágúst 2007, undirritað Sigurður H. Ólason. Hafnarstjóri lagði fram fundargerð dags. 19. mars 2004, en þar kemur fram samþykkt hafnarstjórnar á úthlutun á lóðinni Óseyrarbraut lb og jafnframt að lóðirnar Óseyrarbraut 1 og 1b yrðu sameinaðar.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela bæjarlögmanni að fara yfir þetta mál og koma með tillögu að málsmeðferð.

    • 0707123 – Hraðakstur um hafnarsvæðið

      Lagt fram erindi Gáru ehf., dagsett 2. maí 2007, merkt Sigvaldi Hraf Jósafatsson, varðandi vítaverðan akstur á Suðurbakka.

      Hafnarstjórn samþykkir að láta setja upp skilti þar sem 3o km. hámarkshraði gildir og jafnframt að vekja athygli lögreglu á atvikinu.

    • 0706368 – Umsókn um stækkun olíubirgðastöðvar

      Hafnarstjóri ryfjaði upp umsókn Atlantsolíu ehf., sem lögð var fram á síðasta fundi, upplýsti um stöðu mála og gerði grein fyrir viðræðum sem hann hefur átt við forsvarsmenn Atlantsolíu ehf.

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Rætt um undirbúning fyrir 100 ára afmæli hafnarinnar 1. janúar 2009.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar, slippur, Óseyrarbraut 31 ofl.

      Hafnarstjóri upplýsti um stöðu mála varðandi undirbúning að flutningi flotkvíar.

    • 0705009 – Stefnumótunum um framtíð hafnarinnar.

      Formaður hafnarstjórnar gerði að umræðuefni framtíðarsýn hafnarinnar.

      Hafnarstjórn var sammála um að hefja undirbúningsvinnu að stefnumótun hafnarinnar.

Ábendingagátt