Hafnarstjórn

5. september 2007 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1317

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0708086 – Æfingar utanaðkomandi á hafnarsvæðinu.

      Lagt fram minnisblað hafnsögumanns, dagsett 8. ágúst 2007og fundargerð flutningadeildar Alcan , dagsett 20. júlí 2007 þar sem lýst er framgangi yfirvalda við björgunaræfingu 16. júlí 2007.%0DHafnarstjóri gerði grein fyrir atburðinum.%0D

      Hafnarstjórn samþykkir að senda hlutaðeigandi aðilum og öðrum þeim, er þurfa að hafa æfingar eða aðra viðburði á skilgreindu hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar, bréf þar sem áréttað er að allar æfingar og atburðir sem skipulagðar eru á hafnarsvæðinu verði ekki haldnir nema í fullu samráði við hafnaryfirvöld.

    • 0706349 – Gjaldskrá Hafnarinnar 2007.

      Lagt fram minnisblað hafnarstjóra um gjaldskrá hafnarinnar dagsett 24. ágúst 2007.%0D

      Hafnarstjórn samþykkir að fresta breytingum á gjaldskrá hafnarinnar til endurskoðunar gjaldskrár um næstu áramót.

    • 0708068 – Óseyrarbraut 1b

      Lögð fram tillaga bæjarlögmanns Hafnarfjarðar um málsmeðferð vegna óskar um sameiningu lóðanna Óseyrarbrautar 1 og 1b.%0DHafnarstjóri rakti helstu þætti þessa máls og fór yfir tillögu bæjarlögmanns.

      Hafnarstjórn hefur í hyggju að leggja til við bæjarstjórn að rifta lóðarveitungunni til Þorsteins Auðuns Péturssonar á lóðinni Óseyrarbraut 1b, sem honum var veitt með samþykkti bæjarstjórnar þann 26. apríl 2004, þar sem forsendur fyrir lóðarveitingunni eru brostnar.%0DLóðarveitingin var samþykkt í þeim tilgangi að sameina hana lóðinni nr. 1 við Óseyrarbraut til að tryggja aðkeyrslu að bakhúsi Óseyrarbrautar 3 og fá bílastæði fyrir Óseyrarbraut 1. Af þessari sameiningu hefur ekki orðið og er nú annar eigandi að Óseyrarbraut 1.%0D

    • 0701138 – Framtíðarhafnarsvæði.

      Formaður hafnarstjórnar, Eyjólfur Sæmundsson gerði grein fyrir störfum starfsnefndar um nýtt hafnarsvæði.%0DHann gerði grein fyrir niðurstöðum ýmissa rannsókna sem gerðar hafa verið á svæðinu svo sem dýptar- og öldumælingar. Formaður kynnti jafnframt hagkvæmustu legu garða og bakka samkvæmt mati sérfróðra manna.%0D

      Hafnarstjórn samþykkir að kynna tillögur vinnuhópsins fyrir skipulags og byggingaráði Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt