Hafnarstjórn

17. október 2007 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1320

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Umsóknir

    • 0710118 – Óseyrarbraut 8 - 10 og 12 - 14

      Lögð fram umsókn JS Verktaka ehf. um hækkun nýtingarhlutfalls lóðanna Óseyrarbrautar 8-10 og 12-14, þar sem fram kemur að til standi að byggja vöruskemmur á lóðunum.

      Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu, en felur hafnarstjóra að ræða við bréfritara.

    • 0706368 – Umsókn um stækkun olíubirgðastöðvar

      Tekin fyrir að nýju umsókn Atlantsolíu ehf. um stækkun olíubirgðastöðvar sinnar við óseyrarbraut 23.%0DLögð fram viðbótargreinargerð við fyrri greinargerð Atlantsolíu, ásamt minnisblaði hafnarstjóra og nokkrum tölvupóstum, sem hafa gengið á milli hafnarskrifstofu og hagsmunaaðila.

      Hafnarstjórn tekur jákvætt undir hugmyndir Atlantsolíu. Atlantsolía fái mat brunamálastofnunar og Umhverfisstofnunar á stækkuninni og leggi fyrir hafnarstjórn.

    Almenn erindi

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar, slippur, Óseyrarbraut 31 ofl.

      Lagðir fram útreikningar vegna flotkvíarfestinga, verkfundargerðir um flutning flotkvíarinnar frá 10. og 17. október 2007 ásamt tölvupóstum um sama málefni.

      Hafnarstjórn fagnar þeirri hreyfingu, sem komin er á málið.

    • 0705009 – Stefnumótunum um framtíð hafnarinnar.

      Hafnarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi vinnu við stefnumótun hafnarinnar.

    • 0708182 – Fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir 2008

      Farið var yfir tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar hafnarinnar fyrir 2008.

      Ákveðið var að fjárhagsáætlun verði lögð fyrir hafnarstjórn til fyrri umræðu miðvikudaginn 24. október kl 11:45 og síðari umræða verði fimmtudaginn 1. nóvember kl 12:00

Ábendingagátt