Hafnarstjórn

1. nóvember 2007 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1322

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0708182 – Fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir 2008

      Fjárhagsáætlun hafnarinnar 2008, síðari umræða.%0D%0DHafnarstjóri lagði fram leiðrétta áætlun í samræmi við fyrri umræðu um áætlunina og samráð við formann hafnarstjórnar.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða rekstrar- og fjárhagsáætlun fyrir Hafnarfjarðarhöfn 2008 og leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að samþykkja hana eins og hún er.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar, slippur, Óseyrarbraut 31 ofl.

      Lögð fram fundargerð 6. verkfundar og drög að fundargerð 7. verkfundar um flutning flotkvíar frá Háabakka.

    • 0705083 – Gamli lóðsbátur

      Lagt fram erindi Þjóðminjasafns Íslands og Minjavarðar Hafnarfjarðar um varðveislu gamla lóðsbáts Hafnafjarðarhafnar, sem er í geymslu hjá Þjóðminjasafninu í Kópavogi.%0DEinnig voru lagðar fram ljósmyndir af bátnum í kópavogi.

      Hafnarstjórn samþykkir að færa Þjóðminjasafni Íslands gamla lóðsbátinn, að gjöf.%0DJafnframt felur hafnarstjórn hafnarstjóra að ræða við minjavörð Hafnarfjarðar um kostnað og fleira við að láta gera líkan af bátnum.

    • 0701390 – Fjölsmiðjan, sjávarútvegsdeild.

      Lögð fram staða viðskipta Fjölsmiðjunnar.

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Formaður afmælisnefndar gerði hafnarstjórn grein fyrir störfum nefndarinnar.

    • 0708086 – Æfingar utanaðkomandi á hafnarsvæðinu.

      Lagt fram svarbréf Landhelgisgæslu Íslands dagsett 31. október 2007, við bréfi hafnarinnar dagsettu 18. september 2007.

    • 0711008 – Óseyrarbraut 26, nýtingarhlutfall

      Lögð fram umsókn Atlantsskipa ehf. um hækkun nýtingarhlutfalls lóðarinnar Óseyrarbrautar 26 úr 0,3 í um 0,6, dagsett 31. október 2007, undirrituð Símon Kjærnested.

      Þegar nýtingarhlutfall lóða við hafnarbakka var ákveðið eins og það er í skipulagi var vandað vel til verka og nýtingarhlutfallið miðað við að lóðirnar nýtist sem best til vöruflutninga og annarrar sambærilegrar hafnsækinnar starfsemi.%0D%0DHafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu, vegna þess ójafnvægis sem gæti myndast við nýtingu lóðarinnar til framangreindrar starfsemi.

Ábendingagátt