Hafnarstjórn

9. janúar 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1326

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0801003 – Hvaleyrarbraut-Óseyrarbraut, skipulag reits

      Tekið til umræðu á ný skipulagshugmyndir fyrir svæðið milli Óseyrarbrautar og Hvaleyrarbrautar.

      Hafnarstjórn samþykkir að leita eftir viðræðum við bygginga- og skipulasráð um framhald þessa máls.

    • 0701138 – Framtíðarhafnarsvæði í Straumsvík.

      Verfræðastofunni Stuðli var falið af hafnarstjórn að gera forathugun á framtíðar-höfn við Hraunsvík austan við Straumsvík og bera þá athugun saman við hugmyndir um framtíðar hafnarsvæði vestan Straumsvíkur. %0DBjörn Jóhann verkfræðingur hjá Stuðli lagði fram greinargerð um hafnarkostinn og gerði grein fyrir helstu þáttum hennar.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra og Birni Jóhanni að gera minnisblað með samanburði á þessum valkostum.%0DHafnarstjórn samþykkir jafnframt að taka málið til umræðu á fundi með skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðarbæjar.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar, slippur, Óseyrarbraut 31 ofl.

      Hafnarstjóri gerði grein fyrir verkfundi sem haldinn var 9.janúar, en þar kom fram að framkvæmdir við undirbúning flutnings kvíarinnar muni hefjast í næstu viku.

    • 0801120 – Áhrif aflasamdráttar í þorski á fjárhag sveitarfélaga

      Hafnarstjóri kynnti niðurstöður skýrslu, sem unnin var fyrir samband ísl.sveitarfélaga um áhrif niðurskurðar á þorskaflaheimildum.

Ábendingagátt