Hafnarstjórn

6. febrúar 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1328

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0705009 – Stefnumótunum um framtíð hafnarinnar.

      Tekið fyrir að nýju skipun stýrihóps um stefnumótunarvinnu hafnarinnar frá síðasta fundi.

      Hafnarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda hafnarstjórnarmenn í stýrihóp um stefnumótun hafnarinnar til framtíðar:%0DEyjólf Sæmundsson sem formann, Ástu Maríu Björnsdóttur og Ólaf Inga Tómasson.

    • 0701138 – Framtíðarhafnarsvæði.

      Tekin til umræðu framhald þróunar framtíðar hafnarsvæðis Hafnarfjarðar.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdanefndinni, sem annaðist frumkönnun á framtíðarhafnarsvæði hafnarinnar, að vinna áfram að málinu í samræmi við ákvarðanir hafnarstjórnar.%0DÍ henni eru Eyjólfur Sæmundsson, formaður, Ingvar Viktorsson og Ólafur Ingi Tómasson.

    • 0802017 – Fjögurra ára samgönguáætlun 2009 - 2012

      Tekið fyrir bréf Siglingastofnunar til Hafnarfjarðarhafnar dagsett 31. janúar 2008, undirritað Kristján Helgason og Sigurður Áss Grétarsson, þar sem hafnir eru hvattar til að senda inn óskir sínar um verkefni innan nýrrar samgönguáætlunar fyrir árin 2009 til 2012.

      Hafnarstjórn samþykkir að sett verði inn á samgönguáætlun árið 2009 líkantilraun hafnarmannvirkja vestan Straumsvíkur, samanber frumgreiningu og tölvulíkanáætlun Siglingastofnunar frá 2007.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar, slippur, Óseyrarbraut 31 ofl.

      Lögð fram 21. fundargerð verkfundar um flutning flotkvíar frá Háabakka.%0DHafnarstjóri gerði grein fyrir verkfundi fyrr um morgun 6. febrúar.

    • 0801139 – Skemmtiferðaskip, skýrsla starfshóps um móttöku komur skemmtiferðaskipa ofl. 25. október 2007

      Skýrslan starfshóps á vegum Samgönguráðherra um komur skemmtiferðaskipa til Íslands var lögð fram til kynningar.

    • 0701390 – Fjölsmiðjan, sjávarútvegsdeild.

      Rætt um styrki til Fjölsmiðjunnar og fleiri félaga.

Ábendingagátt