Hafnarstjórn

5. mars 2008 kl. 00:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1330

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0802190 – Neyðarhafnir og skipaafdrep á Íslandi

      Lögð fram greinargerð og tillögur starfshóps um neyðarhafnir og skipaafdrep á Íslandi, frá Siglingastofnun, dagsett í febrúar 2008, en Hafnarfjarðarhöfn er þar skilgreind sem neyðarhöfn. %0D

      Hafnarstjórn Hafnarfjarðar gerir eftirfarandi athugasemdir við greinargerð þessa:%0DLjóst er, að hafnaryfirvöld virðast ekki eiga neina aðkomu að ákvörðun um það hvort skip í neyð verði færð til Hafnarfjarðarhafnar.%0DEnnfremur er engan veginn ljóst hvort tjón eða kostnaður hafnarinnar, vegna móttöku og aðgerða vegna skipa í neyð, verði bætt að fullu.%0DMeð tilliti til þessa getur hafnarstjórn ekki fallist á tillögurnar, eins og þær eru settar fram.

    • 0802037 – Styrkir til félaga og samtaka.

      Farið yrir þá styrki sem höfnin veitir félögum og samtökum.

      Samþykkt að halda óbreyttu fyrirkomulagi fram að gerð fjárhagsáætlunar 2009.

    • 0708068 – Óseyrarbraut 1b

      Hafnarstjórn tók fyrir að nýju málefni lóðarinnar Óseyrarbraut 1b.%0DFram kom að Þorsteini Auðni Péturssyni, sem veitt var lóðin í desember 2006 var sent bréf í september 2007 um þau áform hafnarstjórnar að leggja til við bæjarstjórn að lóðarveitingin verði afturkölluð, vegna þess að forsendur lóðaúthlutunarinnar séu brostnar og honum gefið tækifæri til andmæla.%0DEkkert svar hefur borist við bréfi þessu.

      Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að úthlutun á Óseyrarbraut 1b til Þorsteins Auðuns Péturssonar, frá desember 2006, verði afturkölluð þar sem forsendur lóðarúthlutunarinnar, þ.e. sameining við Óseyrarbraut 1, er ekki lengur fyrir hendi.

    • 0707135 – Kæra vegna niðurgreiðslu Reykjavíkurhafnar

      Formaður fór yfir kærumál Hafnarfjarðar, til ESA í Brussel, vegna meints stuðnings Reykjavíkurhafnar við skipaviðgerðastarfsemi við Reykjavíkurhöfn.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að fylgja eftir þessu máli með þeim aðferðum sem nauðsynlegar eru.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar.

      Lagðar voru fram fundargerðir 25. og 26. verkfunda um flutning flotkvíarinnar frá Háabakka, frá 27. febrúar og 5. mars 2008.%0D

Ábendingagátt