Hafnarstjórn

21. maí 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1334

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0805038 – Hafnargjöld

      Hafnarstjóri lagði fram til kynningar útreikninga á vörugjöldum í Straumsvíkurhöfn árið 2007 ásamt útreikningi vörugjalda, eins og hann er á Grundartanga og Reyðarfirði, til samanburðar.

      Hafnarstjórn samþykkir að teknar verði upp viðræður við stjórnvöld til að tryggja hagsmuni hafnarinnar við væntanlega endurnýjun samnings ríkisins, Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto-Alcan 2014. %0DJafnframt samþykkir hafnarstjórn að taka upp viðræður við Rio Tinto-Alcan um samskipti Hafnarfjarðarhafnar og fyrirtækisins.

    • 0805037 – Hafnarsvæðið, tiltekt 2008

      Hafnarstjóri upplýsti um stöðu mála varðandi vortiltekt á hafnarsvæðinu svo og lagfæringu á yfirborði Óseyrarbryggju.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar.

      Lagðar fram fundargerðir 33. og 34. verkfunda um flutning flotkvíar, ásamt framvinduskýrslu pr. 21. maí 2008. Hafnarstjóri upplýsti almennt um stöðu mála.

      Hafnarstjórn getur ekki orðið við kröfu þeirri, sem VOOV hefur lagt fram samkv. 16. lið verkfundargerðar þann 21. maí. %0DHafnarstjórn telur að öll slík ágreiningsmál komi til úrlausnar við verklok. %0DJafnframt ítrekar hafnarstjórn kröfu sína að flutningur kvíar verði lokið fyrir mánaðarmótin eins og stefnt hefur verið að.

    • 0805167 – Vörumagn 2007

      Lagt fram yfirlit um vörumagn sem flutt var um Hafnarfjarðarhöfn árið 2007.

    • 0805171 – Styrkur vegna Sjómannadagins 1. júní 2008

      Lögð fram beiðni um styrk til Sjómannadagsins í Hafnarfirði 1.6.2008

      Hafnarstjórn samþykkir að verða við beiðni þessari.

    • 0802190 – Neyðarhafnir og skipaafdrep á Íslandi

      Lögð fram “Greinargerð og tillögur starfshóps um neyðarhafnir og skipaafdrep á Íslandi” frá apríl 2008.

      Frestað til næsta fundar.

Ábendingagátt