Hafnarstjórn

30. maí 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1335

Ritari

 • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • US060042 – US060042 - Friðlýsingar skv. skipulagi og lögum um náttúruvernd

   Tekin fyrir tillaga umhverfisnefndar Hafnarfjarðar til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um friðlýsingu Hvaleyrarlóns og fjöru við Hvaleyri ásamt friðlýsingu Hleina á Langeyrarmölum. %0DGuðjón Ingi Eggertsson verkefnisstjóri staðardagskrár 21 mætti til fundarins og gerði grein fyrir tillögum umhverfisnefndar.

   Hafnarstjórn tekur jákvætt í tillögu að friðlýsingu á annars vegar Hvaleyrarlóni og fjörum Hvaleyrar og hins vegar Hleina á Langeyrarmölum. %0DHafnarstjórn leggur áherslu á að í drögum að afmörkun fólkvangs í fjöru við Hvaleyri verði breytt á þann veg að mörkin liggi um miðlínu í rennu að Hvaleyrarlóni þannig að ekki sé komið í veg fyrir sjósetningu smábáta við atvinnulóðir á hafnarsvæðinu. Tillagan samþykkt samhljóða.%0D

  • 0702340 – Flutningur flotkvíar.

   Lögð fram fundargerð 35. verkfundar um flutning flotkvíar, ásamt framvinduskýrslu um verkefnið.

   Hafnarstjórn staðfestir og samþykkir 16. lið verkfundargerðar frá 28. maí s.l. og fagnar því, að sú tímaáætlun sem legið hefur fyrir, að flutningi flotkvíar yrði lokið fyrir afmælishátið Hafnarfjarðarbæjar, hefur gengið eftir. %0DHafnarstjórn þakkar öllum þeim sem að málinu hafa komið og lagt sig fram um að leysa þau vandamál sem upp hafa komið.

  • 0805259 – Hvaleyrarbraut 32, fyrirspurn

   Tekin fyrir umsókn um breytingu deiliskipulags Hvaleyrarbrautar 32, sem skipulags og byggingasvið vísaði til umsagnar hafnarstjórnar.

   Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti að málið fari í skipulagskynningu.

Ábendingagátt