Hafnarstjórn

18. júní 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1336

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0701138 – Framtíðarhafnarsvæði.

      Formaður greindi frá vinnu stýrihóps hafnarstjórnar við undirbúning kynningar nýs framtíðarhafnarsvæðis Hafnarfjarðarhafnar.%0DÞráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf. kynnti tillögu að landmótun nýja hafnarsvæðisins ásamt grófri svæðisskiptingu þess í notkunarsvæði.

      Hafnarstjórn samþykkir að kynna framkomnar hugmyndir og tillögur fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar.

      Lögð fram drög að fundargerð 37. verkfundar um flutning flotkvíar. Hafnarstjóri fór yfir fundargerðina og gerði nánari grein fyrir stöðu mála.

    • 0805259 – Hvaleyrarbraut 32, fyrirspurn

      Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa Hvaleyrarbrautar 32, sem vísað var til hafnarstjórnar frá skipulags- og byggingafulltrúa, um breytingar deiliskipulags lóðarinnar.%0DHafnarstjórn samþykkti, fyrir sitt leyti, á fundi sínum 30. maí 2008 að málið fari í skipulagskynningu.%0DEnnfremur óskaði hafnarstjórn eftir sneiðmynd af Hvaleyrarbraut 30 og 32 séð frá Hvaleyrarbraut.%0DLögð var fram teikning af götumynd húsanna við Hvaleyrarbraut 30 og 32.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að orðið verði við ósk lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinna og ítrekar samþykki sitt um að málið fari í skipulagskynningu.

    • 0707053 – Flensborgarhöfn, skipulag

      Tekin til umræðu staða Flensborgarhafnar, eftirspurn og framboð viðlegubása, breyting á frístundabátum og hvað hún hefur í för með sér fyrir höfnina.

      Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að taka saman gögn um nýtingu Flensborgarhafnar og mögulega þróun hennar ásamt landsvæðinu upp af henni. %0D

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Formaður afmælisnefndar Ásta María Björnsdóttir greindi hafnarstjórn frá því hvernig undirbúningi miðar vegna 100 ára afmælis Hafnarfjarðarhafnar 1. janúar 2009.%0DRakti hún helstu hugmyndir afmælisnefndarinnar um viðburði á afmælisárinu.

      Hafnarstjórn fagnar framkomnum hugmyndum og hvetur afmælisnefndina til að vinna hugmyndir sínar áfram, í samræmi við umræður á fundinum.

Ábendingagátt