Hafnarstjórn

2. júlí 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1337

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0806098 – Glacier World ehf, vatnskaup

      Lögð fram drög að Hafnar- og hafnalóðasamningi, sem viðauka við Vatnskaupasamning milli Hafnarfjarðarbæjar og Clacierworld ehf.

      Hafnarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi drög verði lögð til grundvallar í áframhaldandi viðræðum við Glacierworld ehf.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar.

      Lagðar fram fundargerðir 38. og 39. verkfunda um flutning flotkvíar ásamt framvinduskýrslu um verkið pr. 30. júní 2008.%0DHafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir stöðu mála.

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Ásta María Björnsdóttir formaður afmælisnefndar gerði grein fyrir tillögum afmælisnefndar um viðburði á afmælisárinu.%0DLagði hún fram tillögu um það sem gera þarf í sumar.

      Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Halldór Árna Sveinsson um gerð heimildamyndar um sögu hafnarinnar í samræmi við tillögur hans og tilboð.%0DHafnarstjórn samþykkir að leita samvinnu við skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði um staðsetningu og fyrirkomulag fyrir listaverk eftir Gest Þorgrímsson.%0DHafnarstjóra er falið að láta vinna framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir smíði og uppsetningu listaverks eftir Gest Þorgrímsson

    • 0803102 – Fornubúðir 1, fyrirspurn

      Lagðar fram umsagnir eftirtalinna nágranna Fornubúða 1 um viðbyggingu við húsið á Fornubúðum 1:%0D- Ocean Direct %0D- Kænan, veitingastofa%0D- Haraldi Jónssyni ehf, eigandi Fornubúða 3.%0DHafnarstjórn óskaði eftir þessum umsögnum á fundi sínum 23. apríl 2008.

      Hafnarstjórn samþykkir að tillögurnar verði settar í formlegt skipulagsferli.

    • 0805038 – Hafnargjöld

      Lagt fram minnisblað frá fundi hafnarstjóra með forsvarmanni Roi-Tinto 26. júní 2008, þar sem m.a. er lýst breytingum á flutningum afurða og aðfanga fyrir álverið í Straumsvík.

      Hafnarstjórn samþykkir að málið verði tekið fyrir í væntanlegum viðræðum Hafnarfjarðarhafnar og fulltrúa Rio-Tinto.

    • 0807014 – Fenderar á Álgarð í Straumsvík

      Lögð fram tillaga að tilkynningu um útboð á “Fenderum” fyrir Álgarðinn í Straumsvík. Tilkynningin er stíluð fyrir Evrópska efnahagssvæðið.

      Hafnarstjórn samþykkir að bjóða út “Fendera” fyrir Álgarðinn í Straumsvík, í samræmi við framlögð gögn.

Ábendingagátt