Hafnarstjórn

13. ágúst 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1338

Ritari

 • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • 0702340 – Flutningur flotkvíar.

   Lögð fram fundargerð 42. verkfundar um flutning flotkvíar, ásamt framvinduriti.

   Hafnarstjórn fagnar því að nú er lokið við að flytja flotkvína í sitt framtíðarlægi og hún nú tekin til starfa á ný. %0D

  • 0703213 – Aðstaða frístundabáta

   Lagðar fram fyrstu hugmyndir að framtíðarsýn um frístundabátahöfn í Hafnarfirði. Hafnarstjóri kynnti hugmyndir, sem unnar voru í samráði við Alark arkitekta, Siglingastofnun og Strending ehf.

   Hafnarstjórn tekur vel í þessa nýju framtíðarsýn fyrir smábátahöfnina, en ljóst er að stækka þarf núverandi Flensborgarhöfn, sem nú þegar er fullnýtt, og samþykkir því að láta vinna frekara kynningarefni til kynninga fyrir bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld.

  • 0805038 – Hafnargjöld í Straumsvík.

   Hafnarstjóri kynnti útreikninga yfir hafnargjöld í Straumsvík.

   Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við forsvarsmenn Rio-Tinto í Straumsvík.%0DHafnarstjórn samþykkir að rita Iðnaðarráðherra bréf þar sem þess er krafist að Hafnarfjarðarhöfn verði aðili að öllum samningaviðræðum við Rio Tinto um nýjan samning um starfsemi álversins í Straumsvík, eftir að núverandi samningur rennur út árið 2014.

  • 0701390 – Fjölsmiðjan, sjávarútvegsdeild.

   Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi Fagraklett, bát Fjölsmiðjunnar.

  • 0803001 – Hvaleyrarbraut 22, lokun hluta hússins

   Lagt fram bréf og tölvupóstur frá Sveinbirni Finnssyni og Pétri Jakobssyni varðandi nýtingu Hvaleyrarbrautar 22 fyrir búsetu.

   Hafnarstjórn samþykkir að vísa erindi þessu frá, þar sem ákvörðun um þetta mál er ekki verksviði hennar.

  • 0806098 – Glacier World ehf, vatnskaup

   Bæjarstjóri Lúðvík Geirsson gerði hafnarstjórn grein fyrir stöðu mála varðandi viðræður Hafnarfjarðarbæjar, Hafnarfjarðarhafnar og Vatnsveitu Hafnarfjarðar við fulltrúa GlacierWorld ehf. um vatskaup og vatnsútflutning hins síðarnefnda frá Hafnarfirði

  • 0709106 – Ný lóð við Óseyrarbraut.

   Tekin til umræðu tillaga um nýja lóð norðan við Óseyrarbraut 31, sem lögð var fram 23. janúar 2008.

   Hafnarstjórn samþykkir að ganga formlega frá skipulagi lóðar nr. 33 við Óseyrarbraut, samkvæmt yfirlitsteikningu sem lögð var fram á 1327. fundi hafnarstjórnar 23. janúar 2008.

Ábendingagátt