Hafnarstjórn

1. september 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1339

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0806098 – Glacier World ehf, vatnskaup

      Lögð fram drög að viðskiptasamningi milli Hafnarfjarðarhafnar og Glacierworld ehf. um hafnarþjónustu vegna vatnsútflutnings hins síðarnefnda frá Hafnarfirði.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að undirrita fyrir hönd hafnarinnar virðskiptasamning við GlacierWorld ehf í samræmi við framlögð gögn og umræður á fundinum.%0D

    • 0808246 – Breyting á gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar í september 2008

      Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar, pr. 1.september 2008.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu og tekur því ný gjaldskrá gildi þann 1. sept. 2008

    • 0808227 – Háigrandi hf., aðalfundur 15.9.2008

      Lögð fram fundargerð stjórnar Háagranda 25. ágúst 2008.%0DÍ fundargerðinni er greint frá niðurstöðum ársreiknings fyrir félagið.%0DEinnig var lagt fram fundarboð til aðalfundar félagsins mánudaginn 15. september kl 12:00.%0DFyrir fundinum liggur m.a. tillaga um að leggja félagið niður eða selja það.

      Hafnarstjórn tilnefnir Má Sveinbjörnsson hafnarstjóra fulltrúa Hafnarfjarðarhafnar á aðalfundinn með fullt umboð hafnarstjórnar.%0D

    • 0703213 – Framtíðarsýn fyrir frístundabátahöfn í Fjarðarbotninum

      Hafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir kynningarfundi, þar sem hann ásamt bæjarstjóra og Kristjáni Ásgeirssyni arkitekt hjá ALARK kynntu frumdrög framtíðarsýnar um frístundahöfn í botni Hafnarfjarðar, fyrir skipulags- og byggingaráði ásamt miðbæjarnefnd.

      Hafnarstjórn samþykkir að leita eftir samráði við skipulags- og byggingaráð um áframhald málsins.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar.

      Lagt fram lokauppgjör vegna flutnings flotkvíar frá Háabakka að Hvaleyrargarði.

    • US060042 – Friðlýsingar skv. aðalskipulagi og lögum um náttúruvernd.

      Hafnarstjóri lagði fram gögn um friðlýsingu svæða í Hafnarfirði, sem samþykkt voru á hátíðarfundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 1. júní 2008.%0DFram kemur að friðlýsingarmörk í rennu inn í Hvaleyrarlón eru í miðri rennunni.

    • 0807053 – Hafnasambandsþing 2008

      Hafnarstjóri gerði grein gyrir undirbúningi Hafnasambandsþings á Akureyri í september næstkomandi.

Ábendingagátt