Hafnarstjórn

11. febrúar 2009 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1348

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0812164 – Flotkví VOOV, krafa vegna flutnings.

      Lagt fram bréf Lofts Árnasonar forstjóra Ístaks hf. til bæjarstjóra og formanns hafnarstjórnar, dagsett 3. febrúar 2009.

      Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að svar bréfinu og ítreka að um misskilning sé að ræða af hálfu bréfritara. Viðkomandi reikninga eigi að stíla á Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf., sem verkkaupa.

    • 0807014 – Fenderar á Álgarð í Straumsvík

      Lögð fram tillaga um að bjóða, uppsetningu fendera á Álgarðinn í Straumsvík, út í lokuðu útboði. Jafnframt var lögð fram tillaga um hvaða fyrirtækjum verði gefinn kostur á að bjóða í verkið.

      Hafnarstjórn samþykkir báðar tillögurnar samhljóða.

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Hafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir störfum afmælisnefndar, í fjarveru formanns nefndarinnar. Lagðar voru fram fundargerðir tveggja síðustu funda nefndarinnar.

      Hafnarstjórn lýsir ánægju með störf nefndarinnar og felur henni að útfæra hugmyndir sínar.

    • 0808158 – Óseyrarbraut 29, tankur Fráveitunnar

      Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins að tryggja aðkomu Fráveitu Hafnarfjarðar að þrýstitanki Fráveitunnar við Óseyrarbraut. Hann gerði grein fyrir viðtölum sínum við málsaðila.

      Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ganga til samninga við nærliggjandi lóðarhafa um aðgang Fráveitunnar að þrýstitanknum.

    • 0902148 – Fyrirspurn um lóðarstækkun Óseyrarbrautar 29

      Lögð fram fyrirspurn um afstöðu hafnarstjórnar til hugmynda Trefja hf. um framtíðarsýn fyrirtækisins við Óseyrarbraut.

      Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að kanna stöðu lóðamála á svæðinu og gera hafnarstjórn grein fyrir því á næsta fundi nefndarinnar.

    • 0805037 – Hafnarsvæðið, umhverfismál

      Hafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir því að Byggingafulltrúi Hafnarfjarðar hefði starfshóp á sínum snærum til að takast á við ófullnægjandi umgengni á lóðum og svæðum utan lóða, tillögu um að þessum starfshópi verði falið að takast á við illa umgengni á hafnarlóðunum og að ákveðið hafi verið að bæta fulltrúa hafnarinnar í starfshópinn, þegar fjallað er um hafnarlóðirnar.

      Hafnarstjórn fagnar því að málið skuli komið í fastan farveg og ítrekar nauðsyn þess að hreinsa til og tryggja góða umgengni á hafnarsvæðinu og lóðum hafnarinnar.</DIV&gt;<DIV&gt;Hafnarstjórn samþykkir að tilnefna fastan umhverfisfulltrúa hafnarinnar, sem verði ábyrgur fyrir umhverfismálum hafnarinnar.

Ábendingagátt