Hafnarstjórn

25. febrúar 2009 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1349

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 0902148 – Óseyrarbraut 29, fyrirspurn um lóðarstækkun

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Trefja hf. um möguleika á lóðarstækkun Óseyrarbrautar 29, frá síðasta fundi.

      Ákveðið var að funda frekar með málsaðilum um aðstæður á svæðinu.

    • 0808158 – Óseyrarbraut 29, tankur Fráveitunnar

      Hafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir viðræðum sínum við nágranna miðlunartanksins.

    • 0810183 – Þróunarverkefni, The Northern Sea Route

      Lögð fram skýrsla Price Waterhouse Coopers í Belgíu og Invest in Iceland Agency, þar sem metnir eru möguleikar Íslands í þátttöku siglinga og vöruflutninga um Norðurpólshafsvæðið. Hafnarfjarðarhöfn tók þátt í könnuninni ásamt fimm öðrum höfnum á Íslandi auk Siglingastofnunar og Invest in Iceland Agency.

      Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að fýsileiki pólsiglinga er ekki eins mikill og vonir hafa staðið til. Sérstaka athygli vekur hár smíðakostnaðar skipa, sem sigla um íssvæðin. Aðstæður breytast hratt með aukinni bráðnun íshellunnar og fleiri lykilþátta sem spila inn í dæmið, svo vert er að fylgjast vel með framgangi mála.

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Hafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir undirbúningi afmælishaldsins, m.a. frá fundum sínum með fulltrúum Sjómannafélags Hafnarfjarðar um framkvæmd sjómannadagsins undanfarin ár og minjaverði Byggðasafns Hafnarfjarðar um ljósmyndasýningu frá höfninni með göngustígnum kring um höfnina og í byggðasafninu.

    • 0901055 – Akstursbrú og festingar minni flotkvíar

      Lögð fram greinargerð Strendings ehf. um akstursbrú út í og festingu minni flotkvíar Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. við land.

    • 0805037 – Hafnarsvæðið, umhverfismál

      Hafnarstjóri greindi hafnarstjórn frá stöðu mála varðandi tiltekt og bætta umgengni um hafnarsvæðið og á hafnarlóðum. Sérstakur starfshópur Skipulags og byggingasviðs ásamt heilbrigðisfulltrúa hefur undanfarið kortlagt ástandið á öðrum svæðum en hafnarsvæðinu, en mun von bráðar snúa sér að hafnarsvæðinu.

      Hafnarstjórn leggur ríka áherslu á að tiltekt verði lokið í síðasta lagi 15. maí 2009.

    • 0902301 – Skipaumferð og vöruflutningar 2008

      Hafnarstjóri lagði fram yfirlit yfir skipaumferð og vöruflutninga ársins 2008.%0DFram kemur að skipakomum fer fækkandi, en skipin stækka. %0DVörumagn, sem flutt var um höfnina, var með mesta móti, miðað við undanfarin ár.

Ábendingagátt