Hafnarstjórn

23. september 2009 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1362

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0805038 – Hafnargjöld í Straumsvík.

      Formaður greindi frá fundi sínum og hafnarstjóra með fulltrúum Iðnaðarráðuneytisins um væntanlega endurnýjun samninga við Rio-Tinto í Straumsvík, er núverandi samningar renna út árið 2014.

      <DIV&gt;Hafnarstjórn samþykkir að skipa formann hafnarstjórnar Eyjólf Sæmundsson, Kristinn Andersen og Má Sveinbjörnsson til viðræðna við fulltrúa Rio-Tinto um nýjan samning&nbsp;við Hafnarfjarðarhöfn, sem taki við af núgildandi samningi aðila.</DIV&gt;<DIV&gt;Jafnframt&nbsp;óskar hafnarstjórn eftir því að bæjarstjóri taki þátt í viðræðunum.</DIV&gt;

    • 0909104 – Hafnarfjarðarhöfn, ritun sögu í 100 ár

      Farið yfir áætlanir og hugmyndir um ritun sögu Hafnarfjarðarhafnar í 100 ár.%0DRætt um hvort ráða eigi sérstakan ráðgjafa við útboð verkefnisins og til að hafa eftirlit með sögurituninni.

      <DIV&gt;Hafnarstjórn samþykkti að fá kostnaðaráætlun&nbsp;um gerð verkefnislýsingar vegna söguritunarinnar.&nbsp;</DIV&gt;

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Farið yfir afmælishald hafnarinnar.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0702149 – ESA, kæra Hafnarfjarðar

      Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Auðuni Jónssyni hrl. um stöðu málsins hjá ESA.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0909186 – Faxaflóahafnir

      Formaður skýrði frá fundi sem hann, bæjarstjóri og hafnarstjóri áttu með fulltrúum Faxaflóahafna mánudaginn 21. september s.l.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt