Hafnarstjórn

4. maí 2011 kl. 12:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1391

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0909217 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2010

      Lagður fram ársreikningur hafnarinnar fyrir árið 2010.$line$Fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar Gerður Guðjónsdóttir fór yfir og skýrði einstaka þætti ársreikningsins.

      <DIV&gt;Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leyti, með fyrirvara um lagfæringu liðarins “Næsta árs afborganir langtímaskulda”.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2010&nbsp;verði samþykktur eins og hann er eftir lagfæringu liðarins “Næsta árs afborganir langtímaskulda”.</DIV&gt;

    • 0901114 – Olíulöndunarbryggja, fyrirspurn

      Lögð fram greinargerð Strendings ehf. um hækkun Olíukers, samkvæmt beiðni hafnarstjórnar, ásamt kostnaðaráætlunum m.a. vegna mengunarvarnaþróar.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Hafnarstjórn samþykkir gerð mengunarvarnaþróar á Olíukeri.</DIV&gt;<DIV&gt;Hönnun þróarinnar taki mið af því að unnt verði að byggja Olíukerið enn frekar upp á síðari stigum.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1008329 – Sókn í atvinnumálum, átakshópur

      Tekin fyrir E tillaga atvinnuátakshóps Hafnarfjarðar. Bæjarráð Hafnarfjarðar vísaði tillögunni til umsagnar hafnarstjórnar á fundi sínum 14. apríl 2011.

      <DIV&gt;Hafnarstjórn er sammála því að tækifæri felist í eflingu skipaþjónustu í Hafnarfirði og vinnur nú þegar að slíkum verkefnum.</DIV&gt;<DIV&gt;Hafnarstjórn óskar eftir samstarfi við atvinnuátakshóp Hafnarfjarðarbæjar um framhald verkefnisins.</DIV&gt;

    • 1011392 – Átaksverkefni tengd hafnsækinni starfsemi.

      Farið yfir möguleg verkefni tengd hafnsækinni þjónustustarfsemi.

      <DIV&gt;Hafnarstjórn hefur ákveðið að vinna við eftirtalin hafnsækin verkefni verði sett í forgang:</DIV&gt;<DIV&gt;* Skipaþjónusta í Hafnarfirði.</DIV&gt;<DIV&gt;* Styrkingu Hafnarfjarðarhafnar, sem aðalviðskiptahöfn erlendra og innlendra fiskiskipa, þar á meðal skoðun fýsileika þess að reisa nýja frystigeymslu í Hafnarfirði.</DIV&gt;<DIV&gt;* Fjölgun skemmtiferðaskipa til Hafnarfjarðar ásamt tengdri ferðaþjónustu.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Sérstakir vinnuhópar verði settir af stað í framangreind verkefni.</DIV&gt;

    • 1105015 – Sjómannadagurinn 2011

      Farið yfir væntanlegan Sjómannadag, sunnudaginn 5. júní 2011.

      <DIV&gt;Hafnarstjórn ræddi hátíðarhöld á Sjómannadaginn og aðkomu Hafnarfjarðarhafnar að honum.</DIV&gt;

Ábendingagátt