Hafnarstjórn

22. ágúst 2011 kl. 12:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1396

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
 • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
 1. Almenn erindi

  • 1010890 – Áætlun 2011, Hafnarfjarðarhöfn

   Lagt fram rekstraruppgjör hafnarinnar fyrstu 6 mánuði ársins.

   Hafnarstjóri fór yfir og skýrði helstu þætti rekstraryfirlitsins, en staðan er betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

  • 0705296 – Óseyrarbraut 25, olíubirgðastöð

   Lagt fram minnisblað lögmanns Hafnarfjarðarbæjar varðandi beiðni Olíudreifingar um að skila lóðinni nr. 25 við Óseyrarbraut.

   Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

  • 1105520 – Innanríkisráðuneytið, fyrirspurn um rekstrarform hafna

   Lagt fram minnisblað Innanríkisráðuneytisins varðandi rekstrarform hafna.$line$Hafnarstjóri skýrði aðalatriði minnisblaðsins.

   Samþykkt að undirbúa tillögu að breytingu á reglugerð hafnarinnar, sem tryggir að Hafnarfjarðarhöfn teljist falla undir skilgreiningu sem höfn með hafnarstjórn í skilningi 2.liðs. 8. greinar hafnarlaga

  • 1011392 – Átaksverkefni tengd hafnsækinni starfsemi.

   Farið yfir stöðu verkefna hafnarinnar.

   Samþykkt að fela starfshópi hafnarstjórnar sem skipaður var vegna viðræðna við Alcan að vinna með hafnarstjóra að framgangi átaksverkefna hafnarinnar.

  • 1101169 – Lónsbraut 4.Ástandskoðun lóðar.

   Lögð fram kvörtun einingareiganda í Lónsbraut 4 vegna söfnunar margskonar muna á lóð hússins.$line$Lagðar fram myndir málinu til stuðnings.$line$

   Samþykkt að fela hafnarstjóra að vinna að þessu í máli í samvinnu við byggingarfulltrúa. og fylgja því fast eftir.

Ábendingagátt