Hafnarstjórn

7. september 2011 kl. 12:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1397

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
 • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
 1. Almenn erindi

  • 1109041 – Áætlun fyrir Hafnarfjarðarhöfn 2012

   Hafnarstjóri fór yfir skuldastöðu hafnarinnar og ræddi ýmsa möguleika til endurfjármögnunar.

  • 0705296 – Óseyrarbraut 25, olíubirgðastöð

   Anna Jörgensdótti lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ mætti til fundarins og gerði grein fyrir áliti sínu á málinu.

   Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra og formanni að vinna áfram að málinu.

  • 1105520 – Innanríkisráðuneytið, fyrirspurn um rekstrarform hafna

   Hafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir vinnu við skapalón að hafnarreglugerðum.

   Lögð fram endurskoðuð hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn og samþykkt að taka hana til umræðu á ný á næsta fundi.

  • 1011392 – Átaksverkefni tengd hafnsækinni starfsemi.

   Hafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir stöðu mála.

  • 0901114 – Olíulöndunarbryggja, fyrirspurn

   Lögð fram tillaga og kostnaðaráætlun fyrir mengunar- og brunavarnaþró á Olíuker unnin hjá Strendingi ehf.

   Hafnarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að þessu verkefni.

Ábendingagátt