Hafnarstjórn

3. janúar 2012 kl. 12:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1402

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1112188 – Gjaldskrá janúar 2012

      Lögð fram drög að gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2012.

      Haraldur Þór Ólason vék af fundi undir þessum lið.$line$Hafnarstjórn samþykkti framlagða tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og að gjaldskráin taki gildi 3. janúar 2012 og gildi þangað til annað verður ákveðið.

    • 0805038 – Hafnar- og lóðarsamningur, endurskoðun

      Formaður greindi frá undirbúningsfundi álviðræðunefndar hafnarstjórnar.

      Hafnarstjórn samþykkir heimild til samninganefndar hafnarinnar að ráða sérfræðing til aðstoðar við samninga við Alcan á Íslandi hf.

    • 1112201 – Óseyrarbraut 29, lóða- og byggingamál

      Hafnarstjóri greindi frá samtali við forsvarsmenn Trefja hf. um lóða- og byggingamál fyrirtækisins.

      Hafnarstjórn áréttar að gengið verði sem fyrst frá viðkomandi lóðamálum.

    • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

      Hafnarstjóri greindi frá samtali sínu fið forsvarsmann Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf

      Hafnarstjórn áréttar að gengið verði sem fyrst frá viðkomandi lóðamálum.

    • 1112037 – Skipaniðurrif, fyrirspurn

      Formaður og hafnarstjóri greidu frá fundi með fulltrúa aðila, sem kannar viðhorf Hafnarfjarðarhafnar til þess að koma upp aðstöðu til niðurrifs skipa í höfninni.

Ábendingagátt