Hafnarstjórn

6. mars 2012 kl. 12:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1406

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1203052 – Óseyrarbraut 40M, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að nýrri lóð, Óseyrarbraut 40M, fyrir slökkvidluhús Atlantsolíu við Suðurgarð.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu um Óseyrarbraut 40M.

    • 1112201 – Óseyrarbraut 29, lóða- og byggingamál

      Farið yfir lóðaskilmála lóðarinnar óseyrarbrautar 29

      Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að gera lóðarleigusamning við Trefjar ehf vegna lóðarinnar að Óseyrarbraut 29. Leigusamningurinn grundvallist á umræðum á fundinum, og hafnarstjóra falið að leggja lóðaleigusamningin fyrir fund hafnarstjórnar.

    • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

      Farið yfir lóðaskilmála lóðarinnar Óseyrarbrautar 31

      Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að gera lóðarleigusamning við Vélsmiðju Orms og Víglundar vegna Óseyrarbrautar 31. Leigusamningur grundvallast á umræðum á fundinum, og hafnarstjóra falið að leggja lóðaleigusamningin fyrir fund hafnarstjórnar

    • 1203028 – Óseyrarbraut 25 og 27, skipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu lóðanna Óseyrarbrautar 25 og 27.$line$Tillagan gengur út á að breyta byggingareitum lóðanna og stækka lóðina nr. 27 til vesturs.

      Hafnarstjórn samþykkir að vísa framlagðri tillögu til byggingar og skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Óseyrarbr.25 og 27 í samræmi við uppdrátt B sem lagður var fram á fundinum.

    • 1106231 – Leki inn á Hvaleyrarbraut 28

      lagður fram tölvupóstur frá Einari Gaut Steingrímssyni hrl., dagsett 2. mars 2012, þar sem hann óskar viðræðna um lóðina Hvaleyrarbraut 28.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203030 – Sjómannadagurinn 2012

      Lögð fram drög að framkvæmd Sjómannadagsins í Hafnarfirði 2012.

      Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í kostnaði vegna sjómannadagsins n.k. og ætlar að kosta siglingu með Eldingu, eina auglýsingu og leggja til 2 fánaborgir.

Ábendingagátt