Hafnarstjórn

14. maí 2012 kl. 12:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1408

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður
 • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Ritari

 • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
 1. Almenn erindi

  • 1010890 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2011

   Lagður fram ársreikningur hafnarinnar 2011 til fyrri umræðu.$line$

   <DIV>Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri skýrði reikningana og svaraði fyrirspurnum. Hafnarstjórn samþykkir að taka ársreikninginn til síðari umræðu á næsta fundi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:”Við undirritaðir stjórnarmenn í Hafnarstjórn gerum athugasemd við að ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar 2011 sé tekin fyrir og samþykktur í bæjarstjórn áður en hann er tekinn fyrir í hafnarstjórn og teljum við það ekki forsvaranleg vinnubrögð.” undirritað Örn Johnsen, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að senda endurskoðendum Hafnarfjarðarhafnar, KPMG greinagerð vegna athugasemda á blaðsíðu 5 í skýrslu þeirra.</DIV>

  • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

   Tekið fyrir að nýju úthlutunarskilmálar fyrir lóðina Óseyrarbraut 31

   <DIV>Hafnarstjóri fór yfir og skýrði úthlutunarskilmála v lóðarinnar og Hafnarstjórn samþykkir úthlutunarskimálana vegna Óseyrarbrautar 31.</DIV>

  • 1106231 – Leki inn á Hvaleyrarbraut 28

   Tekið fyrir erindi Gylfa Matthíassonar vegna leka inn á lóðina Hvaleyrarbraut 28.

   <DIV>Hafnarstjóri kynnti hugmynd að tilboði um samkomulag við lóðarhafa. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að taka þátt  í þeirri lausn, enda falli niður  allar aðrar kröfur lóðarhafa.</DIV>

  • 1205158 – Aðstaða fyrir Ísafold, hvalaskoðunarbát

   Farið yfir málaleitan eigenda Ísafoldar um aðstöðu og aðstoð fyrir hvalaskoðunarbátinn Íafold í Hafnarfjarðarhöfn

   <DIV>Hafnarstjórn samþykkir að veita  Hvalaskoðunarbátnum Ísafold þá aðstoð, sem þeir sækjast eftir.</DIV>

Ábendingagátt