Hafnarstjórn

21. ágúst 2012 kl. 12:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1411

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir varamaður

Auk þess sat bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fundinn.

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri

Auk þess sat bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1109041 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2012

      Hafnarstjóri lagði fram Rekstraryfirlit fyrir fyrstu 6 mánuði rekstrarársins 2012. Ennfremur lagði hann fram yfirlit yfir skipakomur og vörumagn fyrir sama tímabil.

      Ljóst er að að rekstrarstaða er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2012 og skipakomur og vörumagn eru áþekk og sl. ár.

    • 1112201 – Óseyrarbraut 29, lóða- og byggingamál

      Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi Óseyrarbraut 29.

    • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

      Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi Óseyrarbraut 31.

    • 1112128 – Umhverfisstefna Hafnarfjarðarhafnar

      Hafnarstjóri fór yfir vinnu hafnarstarfsmanna við mótun umhverfisstefnu hafnarinnar og hve langt hún er komin.$line$Einnig greindi hann frá áætlun um móttöku úrgangs frá skipum, sem verið er að leggja lokahönd á.

      Hafnarstjórn samþykkti að með ársreikningi næsta árs fylgi kafli um umhverfisstefnu hafnarinnar og framkvæmd hennar. $line$Jafnframt samþykkti hafnarstjórn að fela Bjarna Sveinssyni að ræða við Matís um hreinlæti við fiskflutninga á hafnarsvæðum.$line$Samþykkt að fela hafnarstjóra að taka saman minnisblað með tillögum um næstu skref í þessum málum.

    • 1011392 – Verkefni tengd hafnsækinni starfsemi.

      Hafnarstjóri fór yfir stöðu nokkurra verkefna, sem miða að því að styrkja viðskipti hafnarinnar.$line$Hann fór einnig yfir bakslag í ákveðnum verkefnum vegna ytri aðstæðna.

    • 1003131 – Frystigeymsla

      Frestað

    • 0702149 – ESA, kæra Hafnarfjarðar

      Frestað

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Frestað

    • 0805038 – Hafnar- og lóðarsamningur, endurskoðun

      Frestað

    • 1107199 – Áhættumat starfa hjá Hafnarfjarðarhöfn

      Frestað

    • 1011004 – Gasfélagið ehf., framlenging lóðarleigusamnings

      Frestað

Ábendingagátt