Hafnarstjórn

18. september 2012 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1413

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1209154 – Fenderar á Austurbakka, Straumsvík

      Hafnarstjóri fór yfir óskir skipsstjóra flutningaskipa í Straumsvík um að endurnýja varnir á Austurbakka í svokallaða Blaðfendera.$line$Einnig var kynnt kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.

      Hafnarstjórn samþykkir að verkefnið verði boðið út samhvæmt gildandi reglum um útboð.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Tekin til umsagnar “Stefnu Hafnarfjarðarbæjar í ferðamálum”, sem menningar- og ferðamálanefnd vísaði til umsagnar hafnarstjórnar með bréfi dagsettu 4. september 2012, undirrituðu af Marín Hrafnsdóttur, menningar- og ferðamálafulltrúa.

      Hafnarstjórn samþykkir framlögð drög sem grunn í umsögn hafnarstjórnar og felur hafnarstjóra og Sigurbergi Árnasyni að ganga frá og leggja lokadrög að umsögninni fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

    • 1209314 – Markaðssetning

      Farið yfir hugmyndir um markaðssetningu hafnarinnar í samvinnu við hagsmunaaðila á hafnarsvæðinu.

      Hafnarstjórn samþykkir að vinna að undirbúningi markaðsátaks í skipaþjónustu í samstarfi við fyrirtæki, sem veita slíka þjónustu í Hafnarfjarðarhöfn.$line$Hafnarstjóri mun leggja áætlun um verkefnið fram á næsta fundi hafnarstjórnar.

    • 1209253 – Kvörtun um hávaða frá höfninni

      Lögð fram kvörtun Hrannars Hallgrímssonar, Norðurbakka 25A vegna hávaða frá starfsemi á hafnarsvæðinu.

      Haraldur Þ. Ólason vék af fundi undir þessum lið.$line$Hafnarstjórn samþykkir að óska aðstoðar Heilbrigðiseftirlits Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðisins við að kanna þessi mál.

    • 1207102 – Hafnasambandsþing 2012

      Farið yfir dagskrá og tillögur að ályktunum Hafnasambandsþings 20. og 21. september 2012, haldið í vestmannaeyjum.

    • 1209178 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2013

      Hafnarstjóri kynnti tímaáætlun fjárhagáætlunar Hafnarfjarðarbæjar, stofnana og fyritækja bæjarins fyrir árið 2013.

      Hafnarstjórn samþykkir að halda aukafund fimmtudaginn 11. október kl 8:00 og taka þá fjárhagsáætlun hafnarinnar til fyrri umræðu.$line$Síðari umræða hafnarinnar verður þriðjudaginn 16. október.

Ábendingagátt