Hafnarstjórn

2. október 2012 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1414

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður
 • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

 • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • 1206124 – Fundargerðir, reglur um fylgiskjöl

   Bæjarstjóri kynnti reglur Hafnarfjarðarbæjar um birtingu fylgiskjala með fundargerðum. Reglurnar tóku gildi 1. október 2012.

  • 1209178 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2013

   Farið yfir forsendur rekstrar- og fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2013 ásamt fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árin 2014 til 2016.

   Rætt var um ýmsar forsendur fyrir gerð fjárhagsáætlunar og hafnarstjórn samþykkir að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir Hafnarfjarðarhöfn 9. október n.k. til fyrri umræðu.

  • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

   Lögð fram tillaga að umsögn hafnarstjórnar um drög að stefnumótun Hafnarfjarðarí ferðamálum.

   Hafnarstjórn samþykkir að gera drögin efnislega að sínum og felur hafnarstjóra að koma tillögunum á framfæri við ferðamálanefnd.

  • 1209253 – Kvörtun um hávaða frá höfninni

   Lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðisins, dagsett 28. september 2012, undirritað: Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi.$line$Einnig var lagt fram á fundinum starfsleyfi til niðurrifs á skipi og flutnings á úrgangi til förgunar eða endurvinnslu, dagsett 6. september 2012, undirritað Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri.

   Í ljósi skýrslu Heilbrigðiseftirlits sér hafnarstjórn ekki ástæðu til sérstakra aðgerða vegna þessarar kvörtunar. Hafnarstjórn ætlast til þess að starfsemi hafnarinnar miðist við að gætt verði hávaðavarna sem nokkur kostur er.

Ábendingagátt